Aldrei fór ég suður snýr aftur: „Þetta eru vissulega stórir peningar“ Eiður Þór Árnason skrifar 9. febrúar 2025 10:04 Kristján Freyr Halldórsson, rokkstjóri Aldrei fór ég suður og Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar undirrituðu samkomulagið. Aldrei fór ég suður Ísafjarðarbær og tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður hafa undirritað samstarfssamning fyrir árin 2025 til 2027 með það að markmiði að hátíðin verði áfram árlegur viðburður í bænum um páskahátíðina. Tilkynnt er um þetta á vef tónlistarhátíðarinnar og að Ísafjarðarbær styrki Aldrei fór ég suður árlega um tíu milljónir króna. Áfram verði sérstök áhersla lögð á að kynna tónlistarfólk með tengsl við Ísafjarðarbæ. „Þetta er risastór viljayfirlýsing bæjaryfirvalda, og vonandi bæjarbúa einnig, sem undirstrikar þá staðreynd að páskarnir eiga áfram heima á Ísafirði,“ er haft eftir Kristjáni Frey, rokkstjóra hátíðarinnar í tilefni af þessu. „Þetta eru vissulega stórir peningar sem gera okkur kleift að standa að hátíðinni með sóma sem aldrei fyrr. Aldrei fór ég suður er ekki hagnaðardrifin hátíð að neinu leyti og mun þessi fjárhæð skila sér rakleiðis en í samfélagið hér vestra.“ Gestir óttuðust að hátíðin sneri ekki aftur Þrálátur orðrómur var uppi um það að hátíðin í fyrra kæmi til með að verða sú síðasta og gáfu skipuleggjendur þá óskýr svör um framhaldið. Aldrei fór ég suður fagnaði þá tuttugu ára afmæli og segir Kristján að við það tilefni hafi aðstandendur ákveðið að staldra aðeins við og skoða betur hvernig hátíðin gæti þróast og haldið áfram. „Ein af niðurstöðum þeirrar naflaskoðunar var að við fundum að við þurftum að styrkja stoðirnar svo um munar til að sjá til þess að upplifun og öryggi allra sem að hátíðinni koma væri sem best,“ segir í Kristján Freyr í tilkynningu. „Með þéttara samstarfi við Ísafjarðarbæ, góðum áframhaldandi stuðningi annarra bakhjarla hátíðarinnar og með aðstoð okkar stórkostlega sjálfboðahóps er okkur ekkert að vanbúnaði að halda áfram að bjóða upp á metnaðarfulla tónlistarhátíð í heimabæ páskanna.“ Haft er eftir Sigríði Júlíu Brynleifsdóttur, bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar að samfélagslegur ávinningur nýja samningsins sé mikill. „Aldrei fór ég suður er ekki bara tónlistarhátíð, heldur mikilvægur samfélagslegur viðburður sem styrkir menningarlíf, eflir samstöðu íbúa og laðar gesti til bæjarins,“ segir Sigríður. „Við erum stolt af því að styðja hátíðina áfram svo hún haldi áfram að blómstra og fylla bæinn af fjöri um páskana.“ Ísafjarðarbær Tónlist Aldrei fór ég suður Tónleikar á Íslandi Mest lesið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Lífið Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Lífið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Segir son sinn ekki hafa þurft að deyja Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Fleiri fréttir Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Sjá meira
Tilkynnt er um þetta á vef tónlistarhátíðarinnar og að Ísafjarðarbær styrki Aldrei fór ég suður árlega um tíu milljónir króna. Áfram verði sérstök áhersla lögð á að kynna tónlistarfólk með tengsl við Ísafjarðarbæ. „Þetta er risastór viljayfirlýsing bæjaryfirvalda, og vonandi bæjarbúa einnig, sem undirstrikar þá staðreynd að páskarnir eiga áfram heima á Ísafirði,“ er haft eftir Kristjáni Frey, rokkstjóra hátíðarinnar í tilefni af þessu. „Þetta eru vissulega stórir peningar sem gera okkur kleift að standa að hátíðinni með sóma sem aldrei fyrr. Aldrei fór ég suður er ekki hagnaðardrifin hátíð að neinu leyti og mun þessi fjárhæð skila sér rakleiðis en í samfélagið hér vestra.“ Gestir óttuðust að hátíðin sneri ekki aftur Þrálátur orðrómur var uppi um það að hátíðin í fyrra kæmi til með að verða sú síðasta og gáfu skipuleggjendur þá óskýr svör um framhaldið. Aldrei fór ég suður fagnaði þá tuttugu ára afmæli og segir Kristján að við það tilefni hafi aðstandendur ákveðið að staldra aðeins við og skoða betur hvernig hátíðin gæti þróast og haldið áfram. „Ein af niðurstöðum þeirrar naflaskoðunar var að við fundum að við þurftum að styrkja stoðirnar svo um munar til að sjá til þess að upplifun og öryggi allra sem að hátíðinni koma væri sem best,“ segir í Kristján Freyr í tilkynningu. „Með þéttara samstarfi við Ísafjarðarbæ, góðum áframhaldandi stuðningi annarra bakhjarla hátíðarinnar og með aðstoð okkar stórkostlega sjálfboðahóps er okkur ekkert að vanbúnaði að halda áfram að bjóða upp á metnaðarfulla tónlistarhátíð í heimabæ páskanna.“ Haft er eftir Sigríði Júlíu Brynleifsdóttur, bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar að samfélagslegur ávinningur nýja samningsins sé mikill. „Aldrei fór ég suður er ekki bara tónlistarhátíð, heldur mikilvægur samfélagslegur viðburður sem styrkir menningarlíf, eflir samstöðu íbúa og laðar gesti til bæjarins,“ segir Sigríður. „Við erum stolt af því að styðja hátíðina áfram svo hún haldi áfram að blómstra og fylla bæinn af fjöri um páskana.“
Ísafjarðarbær Tónlist Aldrei fór ég suður Tónleikar á Íslandi Mest lesið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Lífið Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Lífið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Segir son sinn ekki hafa þurft að deyja Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Fleiri fréttir Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið