Innlent

Einar Þor­steins og Guð­rún Haf­steins í Sprengi­sandi

Lovísa Arnardóttir skrifar
Sprengisandur hefst klukkan 10. Kristján Kristjánsson stýrir þættinum að venju.
Sprengisandur hefst klukkan 10. Kristján Kristjánsson stýrir þættinum að venju.

Einar Þorsteinsson borgarstjóri fráfarandi er fyrstur á dagskrá hjá Kristjáni Kristjánssyni í Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Hvað gerðist bak við tjöldin í Reykjavík síðustu daga meirihlutans sem sprakk á föstudagskvöldið?

Guðrún Hafsteinsdóttir er næst. Hún býður sig fram til formennsku í Sjálfstæðisflokknum og boðar samstöðu í stað sundrungar og frelsi á öllum sviðum - hvað merkir þetta og hvert vill hún leiða flokkinn?

Grænland og Vísindaakademía

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi utanríkisráðherra og Pawel Bartoszek formaður utanríkismálanefndar Alþingis ræða Trump, Grænland, Ísland, Nató og allt það sem er í deiglunni eftir boðaða yfirtöku/kaup á Grænlandi af hálfu Bandaríkjanna.

Einar Stefánsson prof. emeritus og Jón Atli Benediktsson rektor HÍ ræða stofnsetningu nýrrar Vísindaakademíu á Íslandi sem unnið hefur verið að. Þetta er í fyrsta sinn sem frá stofnun hennar er greint en hún mun á margan hátt marka tímamót á vettvangi íslenskra vísinda og nýsköpunarstarfs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×