Myrti sjö konur og þrjá karla Samúel Karl Ólason skrifar 7. febrúar 2025 16:39 Þrjár byssur fundust hjá líki árásarmannsins í Örebro. EPA/CHRISTINE OLSSON Lögreglan í Svíþjóð hefur borið kennsl á öll fórnarlömbin tíu í skotárásinni í Örebro í vikunni. Árásarmaðurinn notaði þrjá hálfsjálfvirka riffla við árásina og hefur ríkisstjórn Svíþjóðar opinberað ætlanir um að draga úr aðgengi að slíkum byssum. Árásin átti sér stað um hádegi á þriðjudaginn í Campus Risbergska-skólanum í Örebro. Í skólanum fer fram fullorðinsfræðsla en hann var áður framhaldsskóli. Rickard Andersson skaut sjö konur og þrjá menn til bana, áður en hann beindi byssu sinni að sjálfum sér. Fimm sem hann særði eru enn á sjúkrahúsi. Þar er um að ræða þrjár konur og tvo menn. Í frétt Aftonbladet segir að fórnarlömb Anderssons hafi verið frá 28 ára til 68 ára gömul. Einn þeirra, hinn 28 ára gamli Salim Iskef, hringdi í foreldra sína og unnustu úr skólanum og kvaddi þær áður en Andersson skaut hann til bana. Tilefni árásarinnar liggur ekki fyrir. Fram kom á blaðamannafundi í gær að þrjár byssur hefðu fundist nærri Andersson í skólanum, auk mikils magns af skotfærum og tómum magasínum. Ein af byssum þessum var af gerðinni Browning BAR long track, samkvæmt frétt SVT, sænska ríkisútvarpsins, en það er hálfsjálfvirkur riffill. Hann mun einnig hafa átt tvær haglabyssur og riffillinn ein af byssunum fjórum fannst á heimili hans. Ekkert vopnanna var af gerð sem byggir á AR-15 rifflum en slík vopn vill ríkisstjórn Svíþjóðar nú banna þar í landi. Vopn af þeirri gerð hafa ítrekað verið notuð til mannskæðra skotárása í Bandaríkjunum. Breska ríkisútvarpið vitnar í yfirlýsingu frá ríkisstjórninni um að sumar tegundir vopna séu svo hættulegar að almennir borgarar eigi ekki að eiga að þeim greiðan aðgang. Talað var um hálfsjálfvirka riffla en AR-15 byssur voru nefndar sérstaklega. Þá er haft eftir Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar sem er staddur í Lettlandi, að tryggja verði að rétt fólk eigi byssur í Svíþjóð. Núverandi reglur landsins segja að allir yfir átján ára aldri, sem hafi hreina sakaskrá, megi sækja um byssuleyfi. Um 580 þúsund manns eru með byssuleyfi í Svíþjóð. Svíþjóð Skotárás í Örebro Tengdar fréttir Var vopnaður þremur byssum Tilefni skæðustu skotárásar Svíþjóðar liggur enn ekki fyrir. Lögreglan í Svíþjóð segir rannsókn munu taka sinn tíma en myndin sé byrjuð að skýrast. Lögregluþjónar hafa rætt við vitni og lagt hald á muni á borð við síma sem voru í eigu árásarmannsins. 6. febrúar 2025 09:52 Nafngreina árásarmanninn í Örebro Lögregla í Svíþjóð vill meina að hinn 35 ára Rickard Andersson hafi verið árásarmaðurinn sem banaði tíu námsmönnum í Campus Risbergska-skólanum í Örebro í gær. 5. febrúar 2025 14:53 Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Erlent Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Innlent Fleiri fréttir Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Sjá meira
Árásin átti sér stað um hádegi á þriðjudaginn í Campus Risbergska-skólanum í Örebro. Í skólanum fer fram fullorðinsfræðsla en hann var áður framhaldsskóli. Rickard Andersson skaut sjö konur og þrjá menn til bana, áður en hann beindi byssu sinni að sjálfum sér. Fimm sem hann særði eru enn á sjúkrahúsi. Þar er um að ræða þrjár konur og tvo menn. Í frétt Aftonbladet segir að fórnarlömb Anderssons hafi verið frá 28 ára til 68 ára gömul. Einn þeirra, hinn 28 ára gamli Salim Iskef, hringdi í foreldra sína og unnustu úr skólanum og kvaddi þær áður en Andersson skaut hann til bana. Tilefni árásarinnar liggur ekki fyrir. Fram kom á blaðamannafundi í gær að þrjár byssur hefðu fundist nærri Andersson í skólanum, auk mikils magns af skotfærum og tómum magasínum. Ein af byssum þessum var af gerðinni Browning BAR long track, samkvæmt frétt SVT, sænska ríkisútvarpsins, en það er hálfsjálfvirkur riffill. Hann mun einnig hafa átt tvær haglabyssur og riffillinn ein af byssunum fjórum fannst á heimili hans. Ekkert vopnanna var af gerð sem byggir á AR-15 rifflum en slík vopn vill ríkisstjórn Svíþjóðar nú banna þar í landi. Vopn af þeirri gerð hafa ítrekað verið notuð til mannskæðra skotárása í Bandaríkjunum. Breska ríkisútvarpið vitnar í yfirlýsingu frá ríkisstjórninni um að sumar tegundir vopna séu svo hættulegar að almennir borgarar eigi ekki að eiga að þeim greiðan aðgang. Talað var um hálfsjálfvirka riffla en AR-15 byssur voru nefndar sérstaklega. Þá er haft eftir Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar sem er staddur í Lettlandi, að tryggja verði að rétt fólk eigi byssur í Svíþjóð. Núverandi reglur landsins segja að allir yfir átján ára aldri, sem hafi hreina sakaskrá, megi sækja um byssuleyfi. Um 580 þúsund manns eru með byssuleyfi í Svíþjóð.
Svíþjóð Skotárás í Örebro Tengdar fréttir Var vopnaður þremur byssum Tilefni skæðustu skotárásar Svíþjóðar liggur enn ekki fyrir. Lögreglan í Svíþjóð segir rannsókn munu taka sinn tíma en myndin sé byrjuð að skýrast. Lögregluþjónar hafa rætt við vitni og lagt hald á muni á borð við síma sem voru í eigu árásarmannsins. 6. febrúar 2025 09:52 Nafngreina árásarmanninn í Örebro Lögregla í Svíþjóð vill meina að hinn 35 ára Rickard Andersson hafi verið árásarmaðurinn sem banaði tíu námsmönnum í Campus Risbergska-skólanum í Örebro í gær. 5. febrúar 2025 14:53 Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Erlent Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Innlent Fleiri fréttir Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Sjá meira
Var vopnaður þremur byssum Tilefni skæðustu skotárásar Svíþjóðar liggur enn ekki fyrir. Lögreglan í Svíþjóð segir rannsókn munu taka sinn tíma en myndin sé byrjuð að skýrast. Lögregluþjónar hafa rætt við vitni og lagt hald á muni á borð við síma sem voru í eigu árásarmannsins. 6. febrúar 2025 09:52
Nafngreina árásarmanninn í Örebro Lögregla í Svíþjóð vill meina að hinn 35 ára Rickard Andersson hafi verið árásarmaðurinn sem banaði tíu námsmönnum í Campus Risbergska-skólanum í Örebro í gær. 5. febrúar 2025 14:53