Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Sindri Sverrisson skrifar 7. febrúar 2025 14:17 Arnar Gunnlaugsson fær ekki að taka fyrsta heimaleik sinn sem landsliðsþjálfari á Íslandi heldur verður það í Murcia á Spáni. Aðstöðumál á Íslandi eru í slíkum ólestri að í fyrsta sinn í sögu lýðveldisins neyðist Ísland til að spila heimaleik í öðru landi. Vísir/Anton/Vilhelm Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari karla í fótbolta, segir að Íslendingar hljóti að vilja vera stoltir af ímynd sinni út á við en vallarmál á landinu séu því miður til háborinnar skammar. Fyrsti heimaleikur Íslands undir stjórn Arnars, gegn Kósovó í næsta mánuði, verður ekki á Íslandi vegna þess að sem stendur þá uppfyllir enginn völlur hér á landi kröfur UEFA. Aðstöðumál á Íslandi eru í slíkum ólestri að í fyrsta sinn í sögu lýðveldisins neyðist Ísland til að spila heimaleik í öðru landi. Laugardalsvöllur, sem þó er svo sannarlega kominn til ára sinna, hefur dugað fyrir alþjóðlega leiki yfir sumartímann og fram á haust, en þar standa nú yfir framkvæmdir. Verið er að skipta út grasinu á Laugardalsvelli fyrir blandað gras svo að hægt verði að spila á vellinum stærri hluta árs en áður. UEFA gerir minni kröfur varðandi kvennalandslið og hefur Ísland fengið að spila mikilvæga heimaleiki á Kópavogsvelli, en þurft að gera það snemma dags vegna ófullnægjandi flóðlýsingar. Sama staða hefur verið hjá karlaliðum Víkings og Breiðabliks og nú hafa Víkingar náð svo langt í Sambandsdeildinni að liðið má ekki mæta Panathinaikos í Kópavogi, heldur þarf að spila heimaleik sinn í Finnlandi með tilheyrandi kostnaði og minni möguleika á árangri. „Þetta er til háborinnar skammar,“ sagði Arnar ómyrkur í máli þegar hann spjallaði við stjórnendur Brennslunnar á FM 957 í morgun. Arnar var annars laufléttur í viðtalinu en það er alveg ljóst að hann hefur eins og margir aðrir fengið sig fullsaddan af framtaksleysi ráðamanna þegar kemur að vallarmálum hér á landi. „Skiptir ógeðslega miklu máli að hafa aðstöðuna í lagi“ „Víkingarnir og Blikarnir í fyrra hafa verið að ferðast til ýmissa landa og það eru öll löndin, og þá tel ég Andorra með, með betri aðstöðu en við. Þetta er ekki nægilega gott fyrir Ísland sem íþróttaþjóð. Og hvort sem menn fíla íþróttir eða ekki þá viltu vera stoltur af því hvernig Ísland „presenterar“ sig á alþjóðlegum vettvangi,“ sagði Arnar en hægt er að hlusta á viðtalið við hann í heild hér að neðan. Kristín Ruth benti á að íslensku liðin virtust einfaldlega komin mun lengra en aðstaðan hér á landi segði til um. Arnar tók undir það en kvaðst vonast til að eftir að blandað gras hefði verið lagt á Laugardalsvöll myndu vonandi framkvæmdir fylgja í kjölfarið til að gera heimavöll sem Íslendingar gætu verið stoltir af. „Bara dæmi um hvað þetta skiptir miklu máli þá eru tveir síðustu leikir Íslands í undankeppninni alltaf á útivelli, í nóvember. Tveir síðustu leikirnir geta skipt ansi miklu máli og þú vilt hafa lokaleikinn á Laugardalsvelli, stúkuna tryllta og geggjaða aðstöðu. Það skiptir ógeðslega miklu máli að hafa aðstöðuna í lagi,“ sagði Arnar. Einvígi Íslands og Kósovó fer fram 20. og 23. mars, og er fyrri leikurinn í Kósovó en sá seinni í Murcia á Spáni. Ísland mætir svo Skotlandi og Norður-Írlandi í vináttulandsleikjum 6. og 10. júní áður en undankeppni HM hefst í september, þar sem Ísland berst um sæti á HM í Norður-Ameríku 2026. Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Sjá meira
Fyrsti heimaleikur Íslands undir stjórn Arnars, gegn Kósovó í næsta mánuði, verður ekki á Íslandi vegna þess að sem stendur þá uppfyllir enginn völlur hér á landi kröfur UEFA. Aðstöðumál á Íslandi eru í slíkum ólestri að í fyrsta sinn í sögu lýðveldisins neyðist Ísland til að spila heimaleik í öðru landi. Laugardalsvöllur, sem þó er svo sannarlega kominn til ára sinna, hefur dugað fyrir alþjóðlega leiki yfir sumartímann og fram á haust, en þar standa nú yfir framkvæmdir. Verið er að skipta út grasinu á Laugardalsvelli fyrir blandað gras svo að hægt verði að spila á vellinum stærri hluta árs en áður. UEFA gerir minni kröfur varðandi kvennalandslið og hefur Ísland fengið að spila mikilvæga heimaleiki á Kópavogsvelli, en þurft að gera það snemma dags vegna ófullnægjandi flóðlýsingar. Sama staða hefur verið hjá karlaliðum Víkings og Breiðabliks og nú hafa Víkingar náð svo langt í Sambandsdeildinni að liðið má ekki mæta Panathinaikos í Kópavogi, heldur þarf að spila heimaleik sinn í Finnlandi með tilheyrandi kostnaði og minni möguleika á árangri. „Þetta er til háborinnar skammar,“ sagði Arnar ómyrkur í máli þegar hann spjallaði við stjórnendur Brennslunnar á FM 957 í morgun. Arnar var annars laufléttur í viðtalinu en það er alveg ljóst að hann hefur eins og margir aðrir fengið sig fullsaddan af framtaksleysi ráðamanna þegar kemur að vallarmálum hér á landi. „Skiptir ógeðslega miklu máli að hafa aðstöðuna í lagi“ „Víkingarnir og Blikarnir í fyrra hafa verið að ferðast til ýmissa landa og það eru öll löndin, og þá tel ég Andorra með, með betri aðstöðu en við. Þetta er ekki nægilega gott fyrir Ísland sem íþróttaþjóð. Og hvort sem menn fíla íþróttir eða ekki þá viltu vera stoltur af því hvernig Ísland „presenterar“ sig á alþjóðlegum vettvangi,“ sagði Arnar en hægt er að hlusta á viðtalið við hann í heild hér að neðan. Kristín Ruth benti á að íslensku liðin virtust einfaldlega komin mun lengra en aðstaðan hér á landi segði til um. Arnar tók undir það en kvaðst vonast til að eftir að blandað gras hefði verið lagt á Laugardalsvöll myndu vonandi framkvæmdir fylgja í kjölfarið til að gera heimavöll sem Íslendingar gætu verið stoltir af. „Bara dæmi um hvað þetta skiptir miklu máli þá eru tveir síðustu leikir Íslands í undankeppninni alltaf á útivelli, í nóvember. Tveir síðustu leikirnir geta skipt ansi miklu máli og þú vilt hafa lokaleikinn á Laugardalsvelli, stúkuna tryllta og geggjaða aðstöðu. Það skiptir ógeðslega miklu máli að hafa aðstöðuna í lagi,“ sagði Arnar. Einvígi Íslands og Kósovó fer fram 20. og 23. mars, og er fyrri leikurinn í Kósovó en sá seinni í Murcia á Spáni. Ísland mætir svo Skotlandi og Norður-Írlandi í vináttulandsleikjum 6. og 10. júní áður en undankeppni HM hefst í september, þar sem Ísland berst um sæti á HM í Norður-Ameríku 2026.
Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Sjá meira