„Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ Andri Már Eggertsson skrifar 6. febrúar 2025 22:44 Magnús Þór Gunnarsson stýrði liði Keflavíkur í kvöld Facebook/Keflavík karfa Keflavík tapaði gegn ÍR 81-90 á heimavelli í gríðarlega þýðinga miklum leik. Magnús Þór Gunnarsson stýrði liði Keflavíkur eftir að Pétur Ingvarsson sagði upp störfum. „Mér finnst við alltaf eiga séns alveg sama hvað það er mikið eftir. Við byrjuðum illa og spiluðum vörn í smástund í seinni hálfleik sem gekk ágætlega en síðan gerðist það sem er búið að gerast í allan vetur að við hættum að spila vörn og hættum að spila saman og þar af leiðandi hættum við að hitta úr skotum og þá gengur ekkert upp,“ sagði Magnús í viðtali eftir leik. Magnús var ekki ánægður með hvernig liðið byrjaði leikinn og lenti snemma þrettán stigum undir 2-15. „Það er hreint og beint andleysi eiginlega ekki neitt annað. Bara andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum.“ Í upphafi síðari hálfleiks kom Keflavík til baka og komst yfir í fyrsta sinn í leiknum og að mati Magnúsar fór liðið að spila vörn. „Við fórum að spila vörn saman og það var alltaf næsti maður tilbúinn að hjálpa næsta manni og við spiluðum fína vörn. Við getum alveg spilað betri vörn en á þessum kafla var það vörnin sem hjálpaði okkur að fá hraðar sóknir og þá hittum við úr skotunum okkar.“ Eftir áhlaup Keflavíkur svaraði ÍR með tíu stigum í röð og Magnús tók undir þau orð að hans lið hafi brotnað. „Já það má eiginlega segja það. Við brotnuðum og vorum litlir í okkur.“ Pétur Ingvarsson hætti sem þjálfari Keflavíkur í vikunni og Magnús þurfti að stýra liðinu í hans fjarveru. Keflavík hefur ekki fundið eftirmann Péturs en aðspurður út í það hvort Magnús hefði áhuga á að taka við liðinu sagði hann að svo væri. „Já ef þeir vilja það og spyrja mig um það þá er ég tilbúinn að taka því.“ Eftir áramót hefur Keflavík aðeins unnið einn af síðustu sex leikjum og sigur Keflavíkur kom gegn Hetti. „Fyrir mér er þetta einfalt. Við þurfum að spila saman í vörninni. Við verðum að vera tilbúnir að hjálpa hvor öðrum og þar að leiðandi fáum við auðveld skot í sókninni. Mér finnst eins og það sé það eina sem vantar að gera þetta saman í vörn.“ Hilmar Pétursson, leikmaður Keflavíkur, spilaði innan við fimm mínútur og Magnús sagði að það hafi ekki verið nein sérstök ástæða fyrir því. „Það var engin ástæða fyrir því. Það var lélegt af mér að setja hann ekki meira inn á,“ sagði Magnús að lokum. Keflavík ÍF Bónus-deild karla Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Fleiri fréttir Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Guðmundur Flóki sótti þriðju gullverðlaunin í röð UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Körfuboltakvöld Extra tekur fyrir leik Vals og Tindastóls í beinni Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Laus úr útlegðinni og mættur heim „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Baldvin bætti Íslandsmetið Laumað út af leikvanginum í lögreglufylgd og svo rekinn seinna um kvöldið Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Pep fljótastur í 250 sigra „Viljiði að einhver deyi inn á vellinum“ Dagskráin í dag: Bónus, Besta og D-deildin á Englandi Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Sjá meira
„Mér finnst við alltaf eiga séns alveg sama hvað það er mikið eftir. Við byrjuðum illa og spiluðum vörn í smástund í seinni hálfleik sem gekk ágætlega en síðan gerðist það sem er búið að gerast í allan vetur að við hættum að spila vörn og hættum að spila saman og þar af leiðandi hættum við að hitta úr skotum og þá gengur ekkert upp,“ sagði Magnús í viðtali eftir leik. Magnús var ekki ánægður með hvernig liðið byrjaði leikinn og lenti snemma þrettán stigum undir 2-15. „Það er hreint og beint andleysi eiginlega ekki neitt annað. Bara andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum.“ Í upphafi síðari hálfleiks kom Keflavík til baka og komst yfir í fyrsta sinn í leiknum og að mati Magnúsar fór liðið að spila vörn. „Við fórum að spila vörn saman og það var alltaf næsti maður tilbúinn að hjálpa næsta manni og við spiluðum fína vörn. Við getum alveg spilað betri vörn en á þessum kafla var það vörnin sem hjálpaði okkur að fá hraðar sóknir og þá hittum við úr skotunum okkar.“ Eftir áhlaup Keflavíkur svaraði ÍR með tíu stigum í röð og Magnús tók undir þau orð að hans lið hafi brotnað. „Já það má eiginlega segja það. Við brotnuðum og vorum litlir í okkur.“ Pétur Ingvarsson hætti sem þjálfari Keflavíkur í vikunni og Magnús þurfti að stýra liðinu í hans fjarveru. Keflavík hefur ekki fundið eftirmann Péturs en aðspurður út í það hvort Magnús hefði áhuga á að taka við liðinu sagði hann að svo væri. „Já ef þeir vilja það og spyrja mig um það þá er ég tilbúinn að taka því.“ Eftir áramót hefur Keflavík aðeins unnið einn af síðustu sex leikjum og sigur Keflavíkur kom gegn Hetti. „Fyrir mér er þetta einfalt. Við þurfum að spila saman í vörninni. Við verðum að vera tilbúnir að hjálpa hvor öðrum og þar að leiðandi fáum við auðveld skot í sókninni. Mér finnst eins og það sé það eina sem vantar að gera þetta saman í vörn.“ Hilmar Pétursson, leikmaður Keflavíkur, spilaði innan við fimm mínútur og Magnús sagði að það hafi ekki verið nein sérstök ástæða fyrir því. „Það var engin ástæða fyrir því. Það var lélegt af mér að setja hann ekki meira inn á,“ sagði Magnús að lokum.
Keflavík ÍF Bónus-deild karla Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Fleiri fréttir Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Guðmundur Flóki sótti þriðju gullverðlaunin í röð UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Körfuboltakvöld Extra tekur fyrir leik Vals og Tindastóls í beinni Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Laus úr útlegðinni og mættur heim „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Baldvin bætti Íslandsmetið Laumað út af leikvanginum í lögreglufylgd og svo rekinn seinna um kvöldið Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Pep fljótastur í 250 sigra „Viljiði að einhver deyi inn á vellinum“ Dagskráin í dag: Bónus, Besta og D-deildin á Englandi Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Sjá meira