„Geta tveir einstaklingar með svona ólíka lífssýn átt í hjónabandi?“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 13. febrúar 2025 15:01 Sýningin Skeljar hefst á þessari erfiðu spurningu „Viltu giftast mér?“ og fjallar verkið um hvernig eigi að svara henni og hvað það þýði. „Viltu giftast mér?“ spyr maðurinn sem fer á skeljarnar fyrir framan kærustu sína. Hún hikar, segir hvorki nei né já. Hvað á hún að segja? Á hún að gangast við hefðinni og skuldbinda sig fyrir lífstíð. Nokkurn veginn þannig hefst leiksýningin Skeljar, sem er sýnd í Ásmundarsal út febrúar og tekst á við vangaveltur um trúlofanir, hjónabönd og hefðirnar sem þeim tengjast. Höfundur og leikstjóri Skelja er Magnús Thorlacius en Hólmfríður Hafliðadóttir og Vilberg Pálsson leika parið sem stendur frammi fyrir trúlofuninni. Blaðamaður ræddi við Magnús og Hólmfríði um Skeljar, trúlofanir og hefðina. Magnús Thorlacius og Hólmfríður Hafliðadóttir ræddu við blaðamann um leikritið Skeljar. Þegar sjálfstæðið og léttleikinn glatast Hvaðan koma þessar pælingar? Við erum öll þrjú á þessum aldri þar sem fólk er að trúlofast, ég er sjálfur reyndar trúlofaður. „Og ég líka,“ segir Magnús. „En ég er ekki trúlofuð og það er ekki að fara að gerast strax,“ segir Hólmfríður. Enginn farið á skeljarnar fyrir þig? „Nei og ég held ég sé pínu svipuð og þessi kona sem ég leik. Ég veit ekki hvort ég yrði alls kostar hress með það ef ég fengi bónorð akkúrat núna. Ég myndi alveg spyrja einhverra spurninga,“ segir Hólmfríður. Verkið hefst á bónorði. „Ég held ég sé svona hinn týpíski Íslendingar að því leyti að mér finnst eiginlega fáránlegt að tala um hjónaband áður en börn eru komin til sögunnar. Við förum aðeins öðruvísi að þessu hér, fólk eignast yfirleitt fyrst börn og svo íhugar það að gifta sig,“ segir hún. Þessar vangaveltur eru teknar fyrir í verkinu eða hvað? „Algjörlega og eins og þú segir eru þetta vangaveltur út frá þessum aldri sem maður er á. Næstu skref í lífinu eru það sem liggur manni á hjarta. Börn og gifting, stóru spurningarnar sem munu hafa áhrif á allt í lífinu,“ segir Magnús. „Maður fær ekki að halda í þennan léttleika sem fylgir því að vera unglingur þar sem ekkert skiptir máli. Maður má eiga þennan unglingskærasta og það er allt í lagi, þetta er bara fyrsti kærasti en núna er maður kominn á tímapunkt þar sem maður þarf að fara að velja framtíðarmaka og maður þarf að standa með ákvörðunum sínum og skuldbinda sig. Það er ákveðinn mótþrói gagnvart því ef maður vill halda í æskuna og valið sem fylgir því,“ segir Hólmfríður. „Og sjálfstæði og að það sem gerist á morgun, gerist á morgun og það sem gerist í dag gerist í dag. Að þurfa ekki allt í einu að hugsa einhver ár eða áratugi fram í tímann út af ákvörðun sem maður er að taka,“ segir Magnús. Ásmundarsal er breytt í brúðkaupssal þar sem parið veltir fyrir sér næstu skrefum. Konan samþykki fylgikvillana frekar en karlinn Verkið fjalli ekki bara um þá ákvörðun að skuldbinda sig heldur líka hvað afhjúpist við að elta hefðirnar. Persónurnar tvær hafi gjörólíka afstöðu til hefða. Hvað þýðir það að gifta sig? „Maðurinn eða strákurinn, er mjög veikur fyrir hefðunum, veikur fyrir brúðkaupinu, hvíta kjólnum og slörinu, að vera með flotta veislu og háborð. Á meðan fer hún að spyrja spurninganna um hvað sé á bakvið þessar hefðir og er kannski ekki tilbúin til þess að ganga blindandi inn í þetta hlutverk,“ segir Hólmfríður. „Sem kona þarf hún miklu frekar að samþykkja fylgikvillana af þessu hlutverki heldur en hann sem fær að leika þetta skemmtilega brúðuleikrit. Þetta fer úr því að taka ákvörðun um að gifta sig eða ekki í það hvernig maður á að gifta sig. Hvað er það sem maður er að samþykkja?“ „Geta tveir einstaklingar með svona ólíka lífssýn átt í hjónabandi út lífið. Það afhjúpast hægt og rólega hvað þau hafa ólíkar væntingar til hlutverka sinna,“ bætir hún við. Húmor í bland við alvarleika Þó leikritið taki fyrir ýmsar heimspekilegar spurningar segja þau verkið líka mjög fyndið. „Það er mjög fyndið að sjá fólk ströggla við að tjá það sem þau eru að hugsa eða upplifa. Við sjáum þau fyrst í bónorðinu þar sem þau er létt og kát. Þá er þetta mjög fyndið, þau hafa húmor fyrir sjálfum sér og fyrir hvort öðru. Væntanlega þyngist verkið aðeins undir lokin, þetta verður alveg dramatískt,“ segir Hólmfríður. „Það kemur mér alltaf á óvart hvað það er mikið hlegið, sérstaklega í byrjun,“ bætir hún við. Hólmfríður og Vilberg leika parið í verkinu. „Fyrsta sem maður sér sem áhorfandi er hik við spurningunni ,Viltu giftast mér?' Ekki já og ekki nei heldur kannski. Þetta eru mjög fyndnar og óþægilegar aðstæður til þess að vera staddur í,“ segir Magnús. „Hún notar sérstaklega húmor til að koma þessum heimspekilegu pælingum frá sér. Það er miklu léttara að segja við einhvern ,Ég er ekki viss' á grínhátt en alvarlega,“ segir Hólmfríður. Tvö leikrit í einu Verkið er sýnt í sal á annarri hæð Ásmundarsals sem er vanalega notaður í myndlistarsýningar. Salurinn sé fullkominn fyrir verkið, líkist veislusal og skapar mikla nánd milli leikara og áhorfenda vegna smæðarinnar. Inni í skelinni getur leynst perla en ekki alltaf. „Þú missir oft tenginguna við leikarana á stærra sviði og í þessum leik þá skiptir svo ótrúlega miklu máli að sjá hvað þau eru að hugsa því þau segja ekki allt sem þau eru að hugsa. Maður verður að sjá augun þeirra og vera nálægt þeim,“ segir Hólmfríður. „Í raun eru þetta eiginlega tvö leikrit: það sem þau segja og það sem þau segja ekki,“ segir Magnús. Sýningar á Skeljum verða einungis út febrúar þannig áhugasamir geta ekki beðið með að kaupa sér miða. „Það er að tryggja sér miða núna eða hafa misst af þessu að eilífu,“ segir Magnús kíminn. Menning Leikhús Mest lesið „Þetta var ekki alið upp í mér“ Lífið Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Lífið Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Lífið „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Lífið Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Lífið Brúnkukremið frá Bondi Sands getur framkallað töfra Lífið samstarf Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Lífið Bitin Bachelor stjarna Lífið Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list Lífið Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn Lífið Fleiri fréttir Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Bitin Bachelor stjarna Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Ástfangin í sextán ár Unnur og Travis orðin tveggja barna foreldrar Sneri við lífinu eftir skyndilegt fráfall frænda í djammferð erlendis Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Tveggja milljóna króna nefaðgerð í Tyrklandi Hætt við brúðkaupið og allt í baklás Þjálfaðar til að svara spurningum frá hjartanu Lét papparassa heyra það Vann Eddu og auglýsti eftir kærasta Vorboðar láta sjá sig „Átt ekki að falla af því að þú skilur ekki spurninguna“ Walliams furðar sig á vinsældum eigin frasa á Íslandi Spöruðu hálfa milljón á mánuði og stefna á íbúðarkaup Kransakaka Jóa Fel án kökuforms Gerðu upp gamlan banka í dönsku krúttþorpi Prinsessan í sínu fyrsta hlutverki með Höllu Lærði fyrstu hundrað tölurnar í pi í sóttkví Klara og félagar í uppreisn gegn „femínistaþreytunni“ Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Sjá meira
Nokkurn veginn þannig hefst leiksýningin Skeljar, sem er sýnd í Ásmundarsal út febrúar og tekst á við vangaveltur um trúlofanir, hjónabönd og hefðirnar sem þeim tengjast. Höfundur og leikstjóri Skelja er Magnús Thorlacius en Hólmfríður Hafliðadóttir og Vilberg Pálsson leika parið sem stendur frammi fyrir trúlofuninni. Blaðamaður ræddi við Magnús og Hólmfríði um Skeljar, trúlofanir og hefðina. Magnús Thorlacius og Hólmfríður Hafliðadóttir ræddu við blaðamann um leikritið Skeljar. Þegar sjálfstæðið og léttleikinn glatast Hvaðan koma þessar pælingar? Við erum öll þrjú á þessum aldri þar sem fólk er að trúlofast, ég er sjálfur reyndar trúlofaður. „Og ég líka,“ segir Magnús. „En ég er ekki trúlofuð og það er ekki að fara að gerast strax,“ segir Hólmfríður. Enginn farið á skeljarnar fyrir þig? „Nei og ég held ég sé pínu svipuð og þessi kona sem ég leik. Ég veit ekki hvort ég yrði alls kostar hress með það ef ég fengi bónorð akkúrat núna. Ég myndi alveg spyrja einhverra spurninga,“ segir Hólmfríður. Verkið hefst á bónorði. „Ég held ég sé svona hinn týpíski Íslendingar að því leyti að mér finnst eiginlega fáránlegt að tala um hjónaband áður en börn eru komin til sögunnar. Við förum aðeins öðruvísi að þessu hér, fólk eignast yfirleitt fyrst börn og svo íhugar það að gifta sig,“ segir hún. Þessar vangaveltur eru teknar fyrir í verkinu eða hvað? „Algjörlega og eins og þú segir eru þetta vangaveltur út frá þessum aldri sem maður er á. Næstu skref í lífinu eru það sem liggur manni á hjarta. Börn og gifting, stóru spurningarnar sem munu hafa áhrif á allt í lífinu,“ segir Magnús. „Maður fær ekki að halda í þennan léttleika sem fylgir því að vera unglingur þar sem ekkert skiptir máli. Maður má eiga þennan unglingskærasta og það er allt í lagi, þetta er bara fyrsti kærasti en núna er maður kominn á tímapunkt þar sem maður þarf að fara að velja framtíðarmaka og maður þarf að standa með ákvörðunum sínum og skuldbinda sig. Það er ákveðinn mótþrói gagnvart því ef maður vill halda í æskuna og valið sem fylgir því,“ segir Hólmfríður. „Og sjálfstæði og að það sem gerist á morgun, gerist á morgun og það sem gerist í dag gerist í dag. Að þurfa ekki allt í einu að hugsa einhver ár eða áratugi fram í tímann út af ákvörðun sem maður er að taka,“ segir Magnús. Ásmundarsal er breytt í brúðkaupssal þar sem parið veltir fyrir sér næstu skrefum. Konan samþykki fylgikvillana frekar en karlinn Verkið fjalli ekki bara um þá ákvörðun að skuldbinda sig heldur líka hvað afhjúpist við að elta hefðirnar. Persónurnar tvær hafi gjörólíka afstöðu til hefða. Hvað þýðir það að gifta sig? „Maðurinn eða strákurinn, er mjög veikur fyrir hefðunum, veikur fyrir brúðkaupinu, hvíta kjólnum og slörinu, að vera með flotta veislu og háborð. Á meðan fer hún að spyrja spurninganna um hvað sé á bakvið þessar hefðir og er kannski ekki tilbúin til þess að ganga blindandi inn í þetta hlutverk,“ segir Hólmfríður. „Sem kona þarf hún miklu frekar að samþykkja fylgikvillana af þessu hlutverki heldur en hann sem fær að leika þetta skemmtilega brúðuleikrit. Þetta fer úr því að taka ákvörðun um að gifta sig eða ekki í það hvernig maður á að gifta sig. Hvað er það sem maður er að samþykkja?“ „Geta tveir einstaklingar með svona ólíka lífssýn átt í hjónabandi út lífið. Það afhjúpast hægt og rólega hvað þau hafa ólíkar væntingar til hlutverka sinna,“ bætir hún við. Húmor í bland við alvarleika Þó leikritið taki fyrir ýmsar heimspekilegar spurningar segja þau verkið líka mjög fyndið. „Það er mjög fyndið að sjá fólk ströggla við að tjá það sem þau eru að hugsa eða upplifa. Við sjáum þau fyrst í bónorðinu þar sem þau er létt og kát. Þá er þetta mjög fyndið, þau hafa húmor fyrir sjálfum sér og fyrir hvort öðru. Væntanlega þyngist verkið aðeins undir lokin, þetta verður alveg dramatískt,“ segir Hólmfríður. „Það kemur mér alltaf á óvart hvað það er mikið hlegið, sérstaklega í byrjun,“ bætir hún við. Hólmfríður og Vilberg leika parið í verkinu. „Fyrsta sem maður sér sem áhorfandi er hik við spurningunni ,Viltu giftast mér?' Ekki já og ekki nei heldur kannski. Þetta eru mjög fyndnar og óþægilegar aðstæður til þess að vera staddur í,“ segir Magnús. „Hún notar sérstaklega húmor til að koma þessum heimspekilegu pælingum frá sér. Það er miklu léttara að segja við einhvern ,Ég er ekki viss' á grínhátt en alvarlega,“ segir Hólmfríður. Tvö leikrit í einu Verkið er sýnt í sal á annarri hæð Ásmundarsals sem er vanalega notaður í myndlistarsýningar. Salurinn sé fullkominn fyrir verkið, líkist veislusal og skapar mikla nánd milli leikara og áhorfenda vegna smæðarinnar. Inni í skelinni getur leynst perla en ekki alltaf. „Þú missir oft tenginguna við leikarana á stærra sviði og í þessum leik þá skiptir svo ótrúlega miklu máli að sjá hvað þau eru að hugsa því þau segja ekki allt sem þau eru að hugsa. Maður verður að sjá augun þeirra og vera nálægt þeim,“ segir Hólmfríður. „Í raun eru þetta eiginlega tvö leikrit: það sem þau segja og það sem þau segja ekki,“ segir Magnús. Sýningar á Skeljum verða einungis út febrúar þannig áhugasamir geta ekki beðið með að kaupa sér miða. „Það er að tryggja sér miða núna eða hafa misst af þessu að eilífu,“ segir Magnús kíminn.
Menning Leikhús Mest lesið „Þetta var ekki alið upp í mér“ Lífið Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Lífið Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Lífið „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Lífið Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Lífið Brúnkukremið frá Bondi Sands getur framkallað töfra Lífið samstarf Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Lífið Bitin Bachelor stjarna Lífið Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list Lífið Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn Lífið Fleiri fréttir Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Bitin Bachelor stjarna Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Ástfangin í sextán ár Unnur og Travis orðin tveggja barna foreldrar Sneri við lífinu eftir skyndilegt fráfall frænda í djammferð erlendis Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Tveggja milljóna króna nefaðgerð í Tyrklandi Hætt við brúðkaupið og allt í baklás Þjálfaðar til að svara spurningum frá hjartanu Lét papparassa heyra það Vann Eddu og auglýsti eftir kærasta Vorboðar láta sjá sig „Átt ekki að falla af því að þú skilur ekki spurninguna“ Walliams furðar sig á vinsældum eigin frasa á Íslandi Spöruðu hálfa milljón á mánuði og stefna á íbúðarkaup Kransakaka Jóa Fel án kökuforms Gerðu upp gamlan banka í dönsku krúttþorpi Prinsessan í sínu fyrsta hlutverki með Höllu Lærði fyrstu hundrað tölurnar í pi í sóttkví Klara og félagar í uppreisn gegn „femínistaþreytunni“ Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Sjá meira