Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. febrúar 2025 16:11 Frá vettvangi í Örebro í dag. AP/Kicki Nilsson Svanfríður Birgisdóttir, einn af skólastjórum Campus Risbergska-skólans í Örebro í Svíþjóð, segir alla í áfalli eftir að skotárás var gerð á skólann um hádegisbil í dag. Um það bil tíu manns eru taldir látnir. Einn þeirra látnu er talinn vera árásarmaðurinn. Um er að ræða stærsta fullorðinsskóla bæjarins þar sem sjö þúsund eru í námi og tvö til þrjú þúsund sækja nám á degi hverjum. „Við erum rosalega sjokkeruð öll. Maður trúir þessu eiginlega ekki,“ segir Svanfríður sem var meðal þeirra sem flúðu skólann þegar skotárásin hófst. Hún var stödd á krísufundi í ráðhúsinu með öðrum skólastjórum skólans þegar Vísir náði af henni tali. „Ég á eiginlega engin orð. Þetta er óraunverulegt,“ segir Svanfríður og leggur áherslu á að margt sé enn á huldu. Til dæmis hvort árásarmaðurinn hafi verið einn eða fleiri. Á blaðamannafundi sænsku lögreglunnar eftir hádegið kom fram að lögregla hefði grun um að einn þeirra sem fannst særður kunni að vera árásarmaðurinn í málinu. Þá kom fram að lögregla í Örebro hefði ákveðið að rýma sex skóla og einn veitingastað í nágrenninu. Að minnsta kosti sex hafa verið fluttir á sjúkrahús vegna sára sinna og greindi lögregla að einhver hafi þegar gengist undir aðgerð. Samkvæmt umfjöllun sænska miðilsins SVT létust um tíu manns. Lögreglan á svæðinu telur að árásarmaðurinn sé meðal þeirra látnu. Svanfríður var meðal mikils fjölda fólks sem flúði úr húsi á meðan einhverjir læstu sig inni í skólastofum þegar skothvellirnir heyrðust. Hasarinn hafi verið mikill. Blóðug föt og kroppar á gólfinu „Þú getur ímyndað þér þegar þessi massi fer af stað þegar það er skotið. Það voru þyrlur, sjúkrabílar, lögreglubílar, öskrandi fólk, blóðug föt og kroppar á gólfinu,“ segir Svanfríður um ástandið. Svanfríður segir skothvellina enn óma í höfðinu á sér. „Þetta var bara skotárás, eins og í bíómynd,“ segir Svanfríður og lýsir ástandinu þegar árásin hófst. Þúsundir nemenda og kennara ýmist flúðu út úr húsi eða læstu sig inn í skólastofum og fylgdu þar til gerðum rýmingaráætlunum sem taka bæði til möguleikans að flýja úr húsi eða komast í skjól innanhúss. „Það eru til rútínur og plön fyrir allt. Það eru tvö ár síðan við gerðum ofboðslega stóra æfingu með öllum. Það kunna þetta allir hérna núna.“ Ekkert lengur eins og þruma úr heiðskíru Aðspurð hvort skotárásin hafi komið eins og þruma úr heiðskíru lofti svarar hún fyrst játandi en hugsar sig svo um. „Samt, það kemur ekkert eins og þruma úr heiðskíru lofti lengur.“ Vísar hún til endurtekinna sprenginga í Stokkhólmi í því samhengi. Þá segir hún skjót viðbrögð lögreglu til marks um að lögregla sé við öllu búin. „Lögregla var rosalega fljót á staðinn. Ég hef aldrei á ævi minni séð neitt þessu líkt.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Íslendingar erlendis Svíþjóð Skotárás í Örebro Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira
Um er að ræða stærsta fullorðinsskóla bæjarins þar sem sjö þúsund eru í námi og tvö til þrjú þúsund sækja nám á degi hverjum. „Við erum rosalega sjokkeruð öll. Maður trúir þessu eiginlega ekki,“ segir Svanfríður sem var meðal þeirra sem flúðu skólann þegar skotárásin hófst. Hún var stödd á krísufundi í ráðhúsinu með öðrum skólastjórum skólans þegar Vísir náði af henni tali. „Ég á eiginlega engin orð. Þetta er óraunverulegt,“ segir Svanfríður og leggur áherslu á að margt sé enn á huldu. Til dæmis hvort árásarmaðurinn hafi verið einn eða fleiri. Á blaðamannafundi sænsku lögreglunnar eftir hádegið kom fram að lögregla hefði grun um að einn þeirra sem fannst særður kunni að vera árásarmaðurinn í málinu. Þá kom fram að lögregla í Örebro hefði ákveðið að rýma sex skóla og einn veitingastað í nágrenninu. Að minnsta kosti sex hafa verið fluttir á sjúkrahús vegna sára sinna og greindi lögregla að einhver hafi þegar gengist undir aðgerð. Samkvæmt umfjöllun sænska miðilsins SVT létust um tíu manns. Lögreglan á svæðinu telur að árásarmaðurinn sé meðal þeirra látnu. Svanfríður var meðal mikils fjölda fólks sem flúði úr húsi á meðan einhverjir læstu sig inni í skólastofum þegar skothvellirnir heyrðust. Hasarinn hafi verið mikill. Blóðug föt og kroppar á gólfinu „Þú getur ímyndað þér þegar þessi massi fer af stað þegar það er skotið. Það voru þyrlur, sjúkrabílar, lögreglubílar, öskrandi fólk, blóðug föt og kroppar á gólfinu,“ segir Svanfríður um ástandið. Svanfríður segir skothvellina enn óma í höfðinu á sér. „Þetta var bara skotárás, eins og í bíómynd,“ segir Svanfríður og lýsir ástandinu þegar árásin hófst. Þúsundir nemenda og kennara ýmist flúðu út úr húsi eða læstu sig inn í skólastofum og fylgdu þar til gerðum rýmingaráætlunum sem taka bæði til möguleikans að flýja úr húsi eða komast í skjól innanhúss. „Það eru til rútínur og plön fyrir allt. Það eru tvö ár síðan við gerðum ofboðslega stóra æfingu með öllum. Það kunna þetta allir hérna núna.“ Ekkert lengur eins og þruma úr heiðskíru Aðspurð hvort skotárásin hafi komið eins og þruma úr heiðskíru lofti svarar hún fyrst játandi en hugsar sig svo um. „Samt, það kemur ekkert eins og þruma úr heiðskíru lofti lengur.“ Vísar hún til endurtekinna sprenginga í Stokkhólmi í því samhengi. Þá segir hún skjót viðbrögð lögreglu til marks um að lögregla sé við öllu búin. „Lögregla var rosalega fljót á staðinn. Ég hef aldrei á ævi minni séð neitt þessu líkt.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Íslendingar erlendis Svíþjóð Skotárás í Örebro Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira