Innlent

Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs

Lovísa Arnardóttir skrifar
Búið er að spá slæmu veðri á morgun og því verður endurvinnslustöðvum lokað. 
Búið er að spá slæmu veðri á morgun og því verður endurvinnslustöðvum lokað.  Vísir/Vilhelm

Allar endurvinnslustöðvar SORPU verða lokaðar á morgun, miðvikudaginn 5. febrúar, vegna veðurs. Appelsínugular viðvaranir taka gildi á morgun fyrir landið allt. Gunnar Dofri Ólafsson, sviðsstjóri þjónustu- og samskiptasviðs, segir það samkvæmt verklagi að loka þegar viðvaranir eru appelsínugular. 

Í tilkynningu frá Sorpu er þeim sem nauðsynlega þurfa að losa sig við rusl í dag, til dæmis til að draga úr líkum á foktjóni, bent á að koma á endurvinnslustöðvar SORPU fyrir klukkan 18:30 í dag.

„Það skapast bæði hætta fyrir fólk að vera úti þegar veðrið er svona en svo eru þetta heldur ekki boðlegar aðstæður fyrir fólk að vinna úti í.“

Appelsínugular viðvaranir hafa einnig verið gefnar út fyrir allt landið á fimmtudag. Veðurfræðingur sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að einhverjar þeirra gætu með stuttum fyrirvara verið hækkaðar í rauðar. Gunnar Dofri segir að samkvæmt verklagi verði tekin ákvörðun um lokun á fimmtudag þegar nær dregur, á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×