Erlent

Skot­á­rás í sænskum skóla

Atli Ísleifsson skrifar
Frá vettvangi fyrr í dag.
Frá vettvangi fyrr í dag. AP

Einhverjir eru látnir eftir skotárás var gerð í skóla í bænum Örebro í Svíþjóð um hádegisbil. Lögregla hefur staðfest að fimm hið minnsta hafi særst í árásinni, en sænskir fjölmiðlar segja ljóst að einhverjir séu látnir. Viðbúnaður er mjög mikill á staðnum.

Sænskir fjölmiðlar greina frá því að maður hafi skotið úr hálfsjálfvirku skotvopni við Campus Risbergska-skólann. Um er að ræða skóla sem hýsir fullorðinsfræðslu, en var áður framhaldsskóli.

Aftonbladet segir frá því að skothylki hafi fundist bæði á göngum skólans og að því hafi verið beint til almennings að halda sig fjarri hverfinu Västhaga. 

Ap

Örebro er að finna um tvö hundruð kílómetra vestur af höfuðborginni Stokkhólmi.

Lögregla hefur greint frá því að hættunni hafi ekki enn verið afstýrt.

Fréttin hefur verið uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×