Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Valur Páll Eiríksson skrifar 4. febrúar 2025 09:32 Mate Dalmay ræddi fjölda erlendra leikmanna í deildinni og gæði þeirra stóru prófíla sem eru að bætast við. Vísir/Diego Það gekk á ýmsu undir lok félagsskiptagluggans í Bónus deild karla í körfubolta sem lokaði á föstudagskvöld. Sífellt stærri prófílar koma hingað til lands að spila og erlendir leikmenn sjaldan, ef einhvern tíma, verið eins margir í efstu deild. En hvenær á að segja stopp? Þrír fyrrum NBA-leikmenn eru nú í leikmannaflórunni í Bónus-deildinni, sem leika með Álftanesi, Grindavík og Keflavík, en Keflvíkingar hafa einmitt verið hvað virkastir undanfarna daga. Nýr leikmaður bættist við fyrir leik liðsins við KR á föstudag og í dag tilkynnt um komu Calums Lawson, sem varð áður Íslandsmeistari með bæði Þór og Val. Alls eru átta erlendir leikmenn á mála hjá Keflavík eins og sakir standa og velta margir fyrir sér áhrifunum sem þetta hefur á stöðu ungra íslenskra leikmanna í deildinni. Mate Dalmey, fyrrum þjálfari Hauka, segir auka spennu að svo stórir leikmenn komi í deildina en hefur skilning á vangaveltunum. Fyrst og fremst starfi félögin innan þess regluverks sem er samþykkt á ársþingi KKÍ en þær reglur eru heldur rúmar, samanborið við önnur Evrópulönd, eins og sakir standa. „Sumsstaðar finnst manni að það mætti kannski vera með fjóra betri, frekar en að vera með sex til sjö (erlenda leikmenn). Það eru bara fimm inná. Magn er ekki alltaf sama og gæði þegar þú spilar á viku fresti. Það gleymist oft að á Íslandi, fyrir utan úrslitakeppni, er spilað á viku fresti. Ég held að atvinnumenn í íþróttum geti alveg spilað 35 mínútur einu sinni í viku. Þú þarft ekki níunda eða tíunda manninn til að koma inn á atvinnumannalaunum. Magnið er aðeins farið að fara út í eitthvað bull,“ segir Mate. „En það er ótrúlega gaman fyrir okkur sem erum annað hvort að þjálfa eða horfa á núna að fá betri og betri leikmenn og stærri prófíla,“ bætir hann við. Dæmi um leikmann sem ýti undir þessa spennu er nýjasti leikmaður Grindvíkinga, hinn 38 ára gamli Jeremy Pargo í sínar raðir. Pargo er hokinn af reynslu og hefur spilað þrjú tímabil og alls 86 leiki í NBA deildinni. Hann spilaði með Memphis Grizzlies, Cleveland Cavaliers, Philadelphia 76ers og Golden State Warriors. „Með Pargo í Grindavík. Maður vonar að hann fái leikheimild og spili næsta leik. Maður er spenntur að sjá þennan leikmann. Það eru átta til tíu ár síðan að maður var heima í 2K í PlayStation að spila með honum,“ segir Mate. En gæti þessu fé verið betur varið í annað? Til að mynda grasrótarstarf eða aðstöðu? „Jú, jú, 100 prósent. En það er fólk sem brennur fyrir það að vera í stjórnum og hreyfingum. Það fólk má hætta að vera á Facebook og bara bjóða sig fram, mæta og raða stólum, byggja fleiri íþróttahús og gera betur fyrir unga leikmenn,“ segir Mate sem segir jafnframt að yngri leikmenn séu ragir við að leita spiltíma út fyrir höfuðborgararsvæðið. „Svo var ég nú eins og margir að þjálfa einu sinni úti á landi, í Hveragerði, og það er alltaf hægt að fara í hálftíma eða klukkutíma frá Reykjavík og fá að spila ef þú ert 18 til 22 ára og vantar að spila. Ég er viss um að ég hafi ekki verið eini þjálfarinn sem hringdi í 50 leikmenn til að fá einn eða tvo yfir heiðina, alla leið yfir heiðina.“ Klippa: Skiptar skoðanir um fjölda erlendra leikmanna Fleira kemur fram í viðtalinu við Mate sem má sjá í heild að neðan. Bónus-deild karla Körfubolti Mest lesið Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Markasúpa í Mjólkurbikarnum Fótbolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Fótbolti Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Handbolti Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Handbolti Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Körfubolti Fleiri fréttir Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Uppgjörið: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 103-110 | Tókst ekki að stela öðru sætinu Uppgjörið: Tindastóll - Valur 88-74 | Tindastóll er deildarmeistari Uppgjörið: Grindavík - KR 86-83 | Tímabilinu lokið hjá KR en Grindavík mætir Val Leik lokið: Haukar - ÍR 80-91 | ÍR-ingar tryggðu sér sjöunda sætið Uppgjörið: Höttur - Álftanes 99-95 | Höttur kvaddi úrvalsdeildina með sigri „Mikil spenna á öllum vígstöðvum“ Ísland byrjar á Ísrael og endar á Frökkum Frakkland, Ísrael og Belgía bættust í EM-riðil Íslands Utan vallar: Goðsögnin um indverska rottuhlaupið Sjáðu alla möguleikana á óhemju spennandi lokakvöldi Segir Aþenu svikna um aðstöðu LeBron opnar sig um sambandið við Jordan: „Við tölum ekki saman“ „Það er fjandskapur þarna á milli sem er óútskýrður“ Lillard með blóðtappa í kálfa „Mætum tilbúnar í úrslitakeppnina“ Sjá meira
Þrír fyrrum NBA-leikmenn eru nú í leikmannaflórunni í Bónus-deildinni, sem leika með Álftanesi, Grindavík og Keflavík, en Keflvíkingar hafa einmitt verið hvað virkastir undanfarna daga. Nýr leikmaður bættist við fyrir leik liðsins við KR á föstudag og í dag tilkynnt um komu Calums Lawson, sem varð áður Íslandsmeistari með bæði Þór og Val. Alls eru átta erlendir leikmenn á mála hjá Keflavík eins og sakir standa og velta margir fyrir sér áhrifunum sem þetta hefur á stöðu ungra íslenskra leikmanna í deildinni. Mate Dalmey, fyrrum þjálfari Hauka, segir auka spennu að svo stórir leikmenn komi í deildina en hefur skilning á vangaveltunum. Fyrst og fremst starfi félögin innan þess regluverks sem er samþykkt á ársþingi KKÍ en þær reglur eru heldur rúmar, samanborið við önnur Evrópulönd, eins og sakir standa. „Sumsstaðar finnst manni að það mætti kannski vera með fjóra betri, frekar en að vera með sex til sjö (erlenda leikmenn). Það eru bara fimm inná. Magn er ekki alltaf sama og gæði þegar þú spilar á viku fresti. Það gleymist oft að á Íslandi, fyrir utan úrslitakeppni, er spilað á viku fresti. Ég held að atvinnumenn í íþróttum geti alveg spilað 35 mínútur einu sinni í viku. Þú þarft ekki níunda eða tíunda manninn til að koma inn á atvinnumannalaunum. Magnið er aðeins farið að fara út í eitthvað bull,“ segir Mate. „En það er ótrúlega gaman fyrir okkur sem erum annað hvort að þjálfa eða horfa á núna að fá betri og betri leikmenn og stærri prófíla,“ bætir hann við. Dæmi um leikmann sem ýti undir þessa spennu er nýjasti leikmaður Grindvíkinga, hinn 38 ára gamli Jeremy Pargo í sínar raðir. Pargo er hokinn af reynslu og hefur spilað þrjú tímabil og alls 86 leiki í NBA deildinni. Hann spilaði með Memphis Grizzlies, Cleveland Cavaliers, Philadelphia 76ers og Golden State Warriors. „Með Pargo í Grindavík. Maður vonar að hann fái leikheimild og spili næsta leik. Maður er spenntur að sjá þennan leikmann. Það eru átta til tíu ár síðan að maður var heima í 2K í PlayStation að spila með honum,“ segir Mate. En gæti þessu fé verið betur varið í annað? Til að mynda grasrótarstarf eða aðstöðu? „Jú, jú, 100 prósent. En það er fólk sem brennur fyrir það að vera í stjórnum og hreyfingum. Það fólk má hætta að vera á Facebook og bara bjóða sig fram, mæta og raða stólum, byggja fleiri íþróttahús og gera betur fyrir unga leikmenn,“ segir Mate sem segir jafnframt að yngri leikmenn séu ragir við að leita spiltíma út fyrir höfuðborgararsvæðið. „Svo var ég nú eins og margir að þjálfa einu sinni úti á landi, í Hveragerði, og það er alltaf hægt að fara í hálftíma eða klukkutíma frá Reykjavík og fá að spila ef þú ert 18 til 22 ára og vantar að spila. Ég er viss um að ég hafi ekki verið eini þjálfarinn sem hringdi í 50 leikmenn til að fá einn eða tvo yfir heiðina, alla leið yfir heiðina.“ Klippa: Skiptar skoðanir um fjölda erlendra leikmanna Fleira kemur fram í viðtalinu við Mate sem má sjá í heild að neðan.
Bónus-deild karla Körfubolti Mest lesið Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Markasúpa í Mjólkurbikarnum Fótbolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Fótbolti Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Handbolti Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Handbolti Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Körfubolti Fleiri fréttir Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Uppgjörið: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 103-110 | Tókst ekki að stela öðru sætinu Uppgjörið: Tindastóll - Valur 88-74 | Tindastóll er deildarmeistari Uppgjörið: Grindavík - KR 86-83 | Tímabilinu lokið hjá KR en Grindavík mætir Val Leik lokið: Haukar - ÍR 80-91 | ÍR-ingar tryggðu sér sjöunda sætið Uppgjörið: Höttur - Álftanes 99-95 | Höttur kvaddi úrvalsdeildina með sigri „Mikil spenna á öllum vígstöðvum“ Ísland byrjar á Ísrael og endar á Frökkum Frakkland, Ísrael og Belgía bættust í EM-riðil Íslands Utan vallar: Goðsögnin um indverska rottuhlaupið Sjáðu alla möguleikana á óhemju spennandi lokakvöldi Segir Aþenu svikna um aðstöðu LeBron opnar sig um sambandið við Jordan: „Við tölum ekki saman“ „Það er fjandskapur þarna á milli sem er óútskýrður“ Lillard með blóðtappa í kálfa „Mætum tilbúnar í úrslitakeppnina“ Sjá meira