Ferðalangar taki mið af hríð og hvössum vindum Lovísa Arnardóttir skrifar 3. febrúar 2025 09:16 Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir ferðalanga verða að skoða veðurspá vel áður en þeir leggja af stað í langferðir í dag. Vísir Einar Sveinbjörnsson hjá blika.is og Vegagerðinni segir þetta tíma djúpra vetrarlægða. Íbúar á Norðurlandi, Skagafirði og Eyjafirði, geti átt von á því að það geri talsvert mikinn hvell um kvöldmatarleytið. „Það verður bæði hvasst og sviptivindasamt,“ segir Einar en hann fór yfir veðrið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Gular og appelsínugular viðvaranir eru í gildi eða munu taka gildi siðar í dag um land allt. Um klukkan 16 verða viðvaranir í gildi um land allt og verða í gildi til um miðnættis. Appelsínugul viðvörun er þegar í gildi á Austfjörðum en taka gildi klukkan 12 á Austurlandi, klukkan 16 á Vestfjörðum og klukkan 17 á Ströndum og Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra. Átök í loftunum beggja vegna við okkur Einar segir lægðina fara norður yfir landið og stefna á Grænland og grynnist hratt. Á morgun taki við dimmur éljagangur. Hann segir átök í loftunum beggja vegna við okkur og þrýstiöfgar. „Á sama tíma og við erum með þessa djúpu lægð hér fyrir norðan land er loftþrýstingur að verða mjög hár yfir Skandinavíu,“ segir Einar og að svalt loft úr vestri sæki yfir Atlantshafið. „Og við lendum á þessu átakasvæði,“ segir hann og að það verði sviptingar í bæði vinda og hitastigi. Það verði ekki mjög kalt við þessar aðstæður og það líti út fyrir að þessi átök standi fram að næstu helgi og jafnvel lengur. Hann segir þennan lægðagang ekki óeðlilegan miðað við árstíma en hann geti verið hvimleiður fyrir okkur. Hann segir nokkuð mikið rými fyrir miklar sveiflur í veðri og það þurfi að ganga langt svo það geti talist óeðlilegt. Á síðasta ári hafi þó veðrið verið óeðlilegt að því leytinu til að það hafi verið norðanátt í nánast þrjá mánuði síðari hluta sumars. Gæti dottið í dúnalogn um miðjan mánuð Hann segir sumar spár gera ráð fyrir því að um miðjan febrúarmánuð detti allt í dúnalogn en setur þó þann fyrirvara á að þær spár byggi á mjög veikum forsendum eins og er. Einar segir að þegar kólnar í kjölfar lægðarinnar muni því fylgja nokkur hríð og það sé aldrei gott að vera á ferðinni þegar það fer saman hríð og mikill vindur. „Það er mjög mikilvægt að fólk sem hyggur á langferðir á þessum árstíma. Það er ekki bara stuttur dagurinn, það eru líka sviptingar í veðrinu, og mikilvægt að menn fylgist mjög vel með og viti hvað þeir eru að gera.“ Veður Færð á vegum Bítið Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Fleiri fréttir Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Sólríkt og fremur hlýtt í dag Skýjað og rigning af og til Hiti gæti náð fimmtán stigum Styttir víða upp og kólnar Von á allhvössum vindi og rigningu Gengur á með skúrum sunnan- og vestanlands Útlit fyrir þokkalegt veður Hægfara lægð yfir landinu Víða væta með köflum en rigningin samfelld á Suðausturlandi Bjart veður víðast hvar en víða frost í nótt Bjart suðvestantil en skýjað fyrir norðan og austan Víða bjart yfir landinu í dag Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Norðan kaldi eða stinningskaldi í dag Hæglætisveður um páskana Snjókoma eða slydda norðan- og austantil Misstu bílinn af veginum og þorðu ekki að bíða í honum Rigning í flestum landshlutum og kaldara loft Fremur hlýtt en bætir í vind í kvöld Rigning sunnan- og vestantil Hiti gæti farið í sextán stig norðantil Hiti gæti náð átján stigum fyrir norðan og austan Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Allt að 14 stiga hiti á Austurlandi í dag Hvassir vindstrengir á Snæfellsnesi en milt loft yfir landinu Hlýnar í veðri en kólnar ört eftir sólsetur Síðasta lægðin í bili gengur norður yfir landið Sjá meira
„Það verður bæði hvasst og sviptivindasamt,“ segir Einar en hann fór yfir veðrið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Gular og appelsínugular viðvaranir eru í gildi eða munu taka gildi siðar í dag um land allt. Um klukkan 16 verða viðvaranir í gildi um land allt og verða í gildi til um miðnættis. Appelsínugul viðvörun er þegar í gildi á Austfjörðum en taka gildi klukkan 12 á Austurlandi, klukkan 16 á Vestfjörðum og klukkan 17 á Ströndum og Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra. Átök í loftunum beggja vegna við okkur Einar segir lægðina fara norður yfir landið og stefna á Grænland og grynnist hratt. Á morgun taki við dimmur éljagangur. Hann segir átök í loftunum beggja vegna við okkur og þrýstiöfgar. „Á sama tíma og við erum með þessa djúpu lægð hér fyrir norðan land er loftþrýstingur að verða mjög hár yfir Skandinavíu,“ segir Einar og að svalt loft úr vestri sæki yfir Atlantshafið. „Og við lendum á þessu átakasvæði,“ segir hann og að það verði sviptingar í bæði vinda og hitastigi. Það verði ekki mjög kalt við þessar aðstæður og það líti út fyrir að þessi átök standi fram að næstu helgi og jafnvel lengur. Hann segir þennan lægðagang ekki óeðlilegan miðað við árstíma en hann geti verið hvimleiður fyrir okkur. Hann segir nokkuð mikið rými fyrir miklar sveiflur í veðri og það þurfi að ganga langt svo það geti talist óeðlilegt. Á síðasta ári hafi þó veðrið verið óeðlilegt að því leytinu til að það hafi verið norðanátt í nánast þrjá mánuði síðari hluta sumars. Gæti dottið í dúnalogn um miðjan mánuð Hann segir sumar spár gera ráð fyrir því að um miðjan febrúarmánuð detti allt í dúnalogn en setur þó þann fyrirvara á að þær spár byggi á mjög veikum forsendum eins og er. Einar segir að þegar kólnar í kjölfar lægðarinnar muni því fylgja nokkur hríð og það sé aldrei gott að vera á ferðinni þegar það fer saman hríð og mikill vindur. „Það er mjög mikilvægt að fólk sem hyggur á langferðir á þessum árstíma. Það er ekki bara stuttur dagurinn, það eru líka sviptingar í veðrinu, og mikilvægt að menn fylgist mjög vel með og viti hvað þeir eru að gera.“
Veður Færð á vegum Bítið Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Fleiri fréttir Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Sólríkt og fremur hlýtt í dag Skýjað og rigning af og til Hiti gæti náð fimmtán stigum Styttir víða upp og kólnar Von á allhvössum vindi og rigningu Gengur á með skúrum sunnan- og vestanlands Útlit fyrir þokkalegt veður Hægfara lægð yfir landinu Víða væta með köflum en rigningin samfelld á Suðausturlandi Bjart veður víðast hvar en víða frost í nótt Bjart suðvestantil en skýjað fyrir norðan og austan Víða bjart yfir landinu í dag Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Norðan kaldi eða stinningskaldi í dag Hæglætisveður um páskana Snjókoma eða slydda norðan- og austantil Misstu bílinn af veginum og þorðu ekki að bíða í honum Rigning í flestum landshlutum og kaldara loft Fremur hlýtt en bætir í vind í kvöld Rigning sunnan- og vestantil Hiti gæti farið í sextán stig norðantil Hiti gæti náð átján stigum fyrir norðan og austan Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Allt að 14 stiga hiti á Austurlandi í dag Hvassir vindstrengir á Snæfellsnesi en milt loft yfir landinu Hlýnar í veðri en kólnar ört eftir sólsetur Síðasta lægðin í bili gengur norður yfir landið Sjá meira