Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Sindri Sverrisson skrifar 3. febrúar 2025 09:02 Doncic-feðgarnir á góðri stundu eftir að Dallas Mavericks unnu úrslitaeinvígi vesturdeildar NBA-deildarinnar í fyrra. Getty/David Berding Sasa Doncic, pabbi Luka Doncic, er ekki síður en allir aðrir furðu lostinn yfir þeirri ákvörðun forráðamanna Dallas Mavericks að láta einn allra besta leikmann heims fara. Körfuboltaheimurinn er enn í sjokki eftir að Dallas skipti við LA Lakers á Doncic og Anthony Davis, í sennilega óvæntustu viðskiptum NBA-sögunnar. „Ég trúi því að vörn vinni titla,“ sagði Nico Harrison, framkvæmdastjóri Dallas Mavericks, við ESPN. „Ég trúi því að fá „All-Defensive“ miðherja og „All-NBA“ leikmann með varnarhugarfar gefi okkur meiri séns. Liðið er byggt til að vinna núna og í framtíðinni.“ Sasa Doncic, sem er fyrrverandi landsliðsmaður Júgóslavíu og Slóveníu, og síðar þjálfari, hefur fylgst með syni sínum vaxa og dafna í Dallas í sex og hálft ár. Nú mun Luka, sem er 25 ára gamall, hins vegar halda til borgar englanna og Sasa á erfitt með að kaupa rökin fyrir því hjá eigendum Dallas. Bar virðingu fyrir borginni og hjálpaði börnum „Ég skil að það geti komið að því að menn greini á um ákveðna hugmyndafræði. Að mönnum líki ekki við þennan eða hinn leikmanninn, allt í góðu, ég skil það. En þessi leyndarhyggja, eða jafnvel hræsni hjá ákveðnum einstaklingum, særir mig,“ sagði Sasa í slóvensku sjónvarpi og hélt áfram: „Því að mínu mati þá á Luka þetta ekki skilið. Í ljósi þess hvernig hann að mínu viti fórnaði sér gjörsamlega, og jafnvel þess sem einhver er að segja núna um að hann vilji biðjast afsökunar á því sem þeir eru að gera. Mér finnst þetta mjög ósanngjarnt hjá ákveðnum einstaklingum því ég veit að Luka bar mikla virðingu fyrir Dallas. Hann bar virðingu fyrir allri borginni, hjálpaði börnum. Það stóð aldrei á honum að heimsækja sjúkrahús eða munaðarleysingjahæli, eða að fara á allar þessar góðgerðasamkomur,“ sagði Sasa. Luka Doncic hefur spilað sinn síðasta leik fyrir Dallas Mavericks.Getty/Ron Jenkins Þó að Luka sjálfur hafi nú sagst ætla að horfa fram á veginn þá er pabbi hans greinilega ósáttur með hvernig farið er með manninn sem kom Dallas í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar á síðustu leiktíð. Rætt hefur verið um að meiðsli Slóvenans hafi haft eitthvað að segja um skiptin en Sasa blæs á það. „Það voru engin vandamál á síðustu leiktíð, þó að einn aðili segði að hann væri ekki í nógu góðu standi. Hann spilaði hvað, hundrað leiki, og nánast 40 mínútur í hverjum leik með tvo eða þrjá menn á sér allan tímann. Hann var tuskaður til og samt segja menn eitthvað svona. Mér finnst ákveðnir aðilar hafa verið mjög ósanngjarnir. Þið skiptuð honum út, standið við ykkar ákvörðun og ekki leita að einhverjum afsökunum,“ sagði Sasa Doncic. NBA Mest lesið Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Íslenski boltinn Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Fótbolti Fleiri fréttir Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Sjá meira
Körfuboltaheimurinn er enn í sjokki eftir að Dallas skipti við LA Lakers á Doncic og Anthony Davis, í sennilega óvæntustu viðskiptum NBA-sögunnar. „Ég trúi því að vörn vinni titla,“ sagði Nico Harrison, framkvæmdastjóri Dallas Mavericks, við ESPN. „Ég trúi því að fá „All-Defensive“ miðherja og „All-NBA“ leikmann með varnarhugarfar gefi okkur meiri séns. Liðið er byggt til að vinna núna og í framtíðinni.“ Sasa Doncic, sem er fyrrverandi landsliðsmaður Júgóslavíu og Slóveníu, og síðar þjálfari, hefur fylgst með syni sínum vaxa og dafna í Dallas í sex og hálft ár. Nú mun Luka, sem er 25 ára gamall, hins vegar halda til borgar englanna og Sasa á erfitt með að kaupa rökin fyrir því hjá eigendum Dallas. Bar virðingu fyrir borginni og hjálpaði börnum „Ég skil að það geti komið að því að menn greini á um ákveðna hugmyndafræði. Að mönnum líki ekki við þennan eða hinn leikmanninn, allt í góðu, ég skil það. En þessi leyndarhyggja, eða jafnvel hræsni hjá ákveðnum einstaklingum, særir mig,“ sagði Sasa í slóvensku sjónvarpi og hélt áfram: „Því að mínu mati þá á Luka þetta ekki skilið. Í ljósi þess hvernig hann að mínu viti fórnaði sér gjörsamlega, og jafnvel þess sem einhver er að segja núna um að hann vilji biðjast afsökunar á því sem þeir eru að gera. Mér finnst þetta mjög ósanngjarnt hjá ákveðnum einstaklingum því ég veit að Luka bar mikla virðingu fyrir Dallas. Hann bar virðingu fyrir allri borginni, hjálpaði börnum. Það stóð aldrei á honum að heimsækja sjúkrahús eða munaðarleysingjahæli, eða að fara á allar þessar góðgerðasamkomur,“ sagði Sasa. Luka Doncic hefur spilað sinn síðasta leik fyrir Dallas Mavericks.Getty/Ron Jenkins Þó að Luka sjálfur hafi nú sagst ætla að horfa fram á veginn þá er pabbi hans greinilega ósáttur með hvernig farið er með manninn sem kom Dallas í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar á síðustu leiktíð. Rætt hefur verið um að meiðsli Slóvenans hafi haft eitthvað að segja um skiptin en Sasa blæs á það. „Það voru engin vandamál á síðustu leiktíð, þó að einn aðili segði að hann væri ekki í nógu góðu standi. Hann spilaði hvað, hundrað leiki, og nánast 40 mínútur í hverjum leik með tvo eða þrjá menn á sér allan tímann. Hann var tuskaður til og samt segja menn eitthvað svona. Mér finnst ákveðnir aðilar hafa verið mjög ósanngjarnir. Þið skiptuð honum út, standið við ykkar ákvörðun og ekki leita að einhverjum afsökunum,“ sagði Sasa Doncic.
NBA Mest lesið Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Íslenski boltinn Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Fótbolti Fleiri fréttir Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Sjá meira