Fótbolti

Róm­verjar stöðvuðu sigur­göngu toppliðsins

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Angelino reyndist hetja Rómverja.
Angelino reyndist hetja Rómverja. Claudio Pasquazi/Anadolu via Getty Images

Napoli, topplið ítölsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu, þurfti að sætta sig við 1-1 jafntefli gegn Roma í kvöld.

Napoli hefur verið á mikill siglingu undanfarnar vikur og á meðan önnur lið í titilbaráttunni hefa verið að misstíga sig hafa Napoli-menn haldið sínu striki og höfðu unnið sjö deildarleiki í röð fyrir leik kvöldsins.

Lengst af leit út fyrir að á því yrði engin breyting í kvöld eftir að Leonardo Spinazzola kom liðinu yfir á 29. mínútu. 

Heimamenn héldu forystunni fram á lokamínútur leiksins, en Angelino reyndist hetja Rómverja þegar hann jafnaði metin fyrir liðið á annarri mínútu uppbótartíma og þar við sat.

Niðurstaðan því dramatískt 1-1 jafntefli og sigurganga Napoli í ítölsku deildinni því á enda í bili. Þrátt fyrir töpuð stig trónir liðið þó enn á toppnum, nú með 54 stig eftir 23 leiki, þremur stigum meira en Inter sem situr í öðru sæti.

Roma situr hins vegar í níunda sæti með 31 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×