Eftir fjóra tapleiki í röð í deildinni voru Tryggvi og félagar farnir að þyrsta eftir sigri. Liðið leiddi með átta stigum að loknum fyrsta leikhluta og fór svo með sjö stiga forskot inn í hálfleikinn, staðan 48-41.
Heimamenn í Bilbao gáfu svo ekkert eftir í seinni hálfleik og juku forskot sitt lítillega í þriðja leikhluta. Í þeim fjórða tók liðið svo öll völd á vellinum og vann að lokum öruggan 16 stiga sigur, 91-75.
Tryggvi var drjúgur í liði Bilbao, skoraði níu stig, tók sex fráköst og gaf tvær stoðsendingar.