„Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 2. febrúar 2025 12:28 Páll Óskar Hjálmtýsson lýsir síðustu viku og stöðu sinni í myndbandinu sem hann birti á Instagram í gær. Páll Óskar Hjálmtýsson poppstjarna lýsir ástandi sínu eftir þrefalt kjálkabrot í nýju myndbandi. Hann ætlar ekki í fýlu, benda á sökudólga eða horfa í baksýnisspegilinn. Hann verði kominn á svið aftur áður en fólk veit af. Poppsöngvarinn greindi frá því Bylgjunni á föstudag að hann hefði kjálkabrotnað illa eftir að hafa fallið í yfirlið á heimili sínu á sunnudaginn. Yfirliðið mætti rekja til hjartagalla sem greindist fyrir þremur árum. Þá hafi liðið yfir hann í sturtu, hann farið í hjartaþræðingu og þar fundist æðagúlpur. Síðan þá hefur hann verið á hjartalyfjum og þarf að vera til æviloka. Páll birti í gær myndband á Instagram-síðu sinni þar sem hann ávarpaði aðdáendur sína og greindi frá því hvernig hefur gengið hjá honum eftir kjálkabrotið. „Jæja,“ segir Páll í byrjun myndbandsins og urrar síðan framan í myndavélina til að sýna víravirkið og teygjurnar sem búið er að koma fyrir í munni hans. „Status: Ég kjálkabrotnaði á sunnudaginn, fór í aðgerð á þriðjudaginn, kom heim af spítalanum á miðvikudaginn og ég er svona núna. Ég er bara mjög hress og mjög hissa hvað þetta gengur vel,“ segir hann síðan. View this post on Instagram A post shared by Páll Óskar (@palloskar) Missti sjö jaxla „Sem betur fer beit ég ekki í tunguna mína þannig ég get tjáð mig, ég get talað og ég get suuungið allt sem mér sýnist,“ segir hann með leikrænum tilburðum. „Restin af skrokknum hlýðir öllu því sem ég segi honum að gera. En þegar maður handleggsbrotnar fær maður gifs en þegar maður kjálkabrotnar færðu svona víra og teygjur,“ segir popparinn og sýnir betur inn í munn sinn. „Ég brotnaði á þremur stöðum stöðum,“ segir hann svo og bendir á staðina þrjá. Þetta eru staðirnir þrír. „Ég er mjög hissa hvað líkaminn minn er duglegur að díla við þetta. Það þýðir eiginlega bara það að ég hlýt að hafa farið vel með þennan líkama þessi 54 ár sem ég hef lifað. Hann tók mjög vel við öllu,“ segir hann. Þá þakkar hann sérstaklega starfsfólki Landspítalans í Fossvogi sem tóku svo fallega á móti honum. „Það var svo auðséð að þau vissu öll nákvæmlega hvað þau voru að gera. Sérstakt shoutout á skurðlækninn Júlíus sem gerði frábært djobb. Ég missti sjö jaxla, þeir brotnuðu og skurðlæknirinn ákvað að taka tvo þeirra, fjarlægja þá bara með öllu. Annars hefði ég bara fengið tannpínu,“ segir hann. Bannað að fara í fýlu „Ég verð með þetta í sex vikur alls. Svo taka við tannlækningar. En vitiði miðað við þetta, ég er bara fínn og hress. Ég verð kominn upp á svið með míkrafón áður en þið vitið af. Og ég ætla að fara eftir öllu sem starfsfólkið ráðlagði mér,“ segir hann. „Antonio er niðri að elda allar grænmetissúpur sem til eru í bókinni. Ég er að drekka allan mat akkúrat núna, það er bara allt í lagi. Hann er heimatilbúinn og flottur. Ég get skroppið upp á Pizza 107, sett pizzur í blandarann og drukkið þær, notað ímyndunaraflið,“ segir Páll. „En aðalmálið er: Bannað að fara í fýlu á þessu heimili og bannað að finna sökudólg. Það sem gerðist er búið að gerast og það er ekki hægt að breyta því. Nú ætla ég að horfa út um framrúðuna ekki í baksýnisspegilinn. Það er ástæða fyrir því að baksýnisspegilinn er mun minni en framrúðan,“ segir Páll í myndbandinu. „Það er fullt af stöffi sem ég get gert, fullt af æfingum. Ég finn líka fyrir því að vöðvarnir í andlitinu eru mjög tilbúnir í þetta djobb og er ég ekki hissa. Eftir þrjátíu ár af söng þá er ég búinn að nota meira en margt annað fólk sem vinnur ekki við að syngja.“ „Ég hitti skurðlækninn í gær, hann var hissa, ég var hissa. Þetta gengur brjálæðislega vel, ástarþakkir fyrir allar kveðjurnar sem ég hef fengið,“ segir hann síðan. Blanda af geimveru og mannætu Að lokum þakkar Páll fyrir allar kveðjurnar og segist ætla að massa þetta. „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig, þetta er verkefni,“ segir hann. Þá sé nóg um að vera hjá honum, þar á meðal sé hann að taka upp nýja plötu með Benna Hemm Hemm. Hann fái núna frið, ró og fókus til að einbeita sér að upptökunum. „Ég er eins og blanda af Alien og Hannibal Lecter. Ég bíð spenntur eftir því að Sigourney Weaver og Jodie Foster kíki í heimsókn. Ég hef upplifað alls konar áföll og verkefni og ég hef massað þau öll,“ segir popparinn svo að lokum. Tónlist Ástin og lífið Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun Sporðdreki (24.okt - 21.nóv) Menning Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira
Poppsöngvarinn greindi frá því Bylgjunni á föstudag að hann hefði kjálkabrotnað illa eftir að hafa fallið í yfirlið á heimili sínu á sunnudaginn. Yfirliðið mætti rekja til hjartagalla sem greindist fyrir þremur árum. Þá hafi liðið yfir hann í sturtu, hann farið í hjartaþræðingu og þar fundist æðagúlpur. Síðan þá hefur hann verið á hjartalyfjum og þarf að vera til æviloka. Páll birti í gær myndband á Instagram-síðu sinni þar sem hann ávarpaði aðdáendur sína og greindi frá því hvernig hefur gengið hjá honum eftir kjálkabrotið. „Jæja,“ segir Páll í byrjun myndbandsins og urrar síðan framan í myndavélina til að sýna víravirkið og teygjurnar sem búið er að koma fyrir í munni hans. „Status: Ég kjálkabrotnaði á sunnudaginn, fór í aðgerð á þriðjudaginn, kom heim af spítalanum á miðvikudaginn og ég er svona núna. Ég er bara mjög hress og mjög hissa hvað þetta gengur vel,“ segir hann síðan. View this post on Instagram A post shared by Páll Óskar (@palloskar) Missti sjö jaxla „Sem betur fer beit ég ekki í tunguna mína þannig ég get tjáð mig, ég get talað og ég get suuungið allt sem mér sýnist,“ segir hann með leikrænum tilburðum. „Restin af skrokknum hlýðir öllu því sem ég segi honum að gera. En þegar maður handleggsbrotnar fær maður gifs en þegar maður kjálkabrotnar færðu svona víra og teygjur,“ segir popparinn og sýnir betur inn í munn sinn. „Ég brotnaði á þremur stöðum stöðum,“ segir hann svo og bendir á staðina þrjá. Þetta eru staðirnir þrír. „Ég er mjög hissa hvað líkaminn minn er duglegur að díla við þetta. Það þýðir eiginlega bara það að ég hlýt að hafa farið vel með þennan líkama þessi 54 ár sem ég hef lifað. Hann tók mjög vel við öllu,“ segir hann. Þá þakkar hann sérstaklega starfsfólki Landspítalans í Fossvogi sem tóku svo fallega á móti honum. „Það var svo auðséð að þau vissu öll nákvæmlega hvað þau voru að gera. Sérstakt shoutout á skurðlækninn Júlíus sem gerði frábært djobb. Ég missti sjö jaxla, þeir brotnuðu og skurðlæknirinn ákvað að taka tvo þeirra, fjarlægja þá bara með öllu. Annars hefði ég bara fengið tannpínu,“ segir hann. Bannað að fara í fýlu „Ég verð með þetta í sex vikur alls. Svo taka við tannlækningar. En vitiði miðað við þetta, ég er bara fínn og hress. Ég verð kominn upp á svið með míkrafón áður en þið vitið af. Og ég ætla að fara eftir öllu sem starfsfólkið ráðlagði mér,“ segir hann. „Antonio er niðri að elda allar grænmetissúpur sem til eru í bókinni. Ég er að drekka allan mat akkúrat núna, það er bara allt í lagi. Hann er heimatilbúinn og flottur. Ég get skroppið upp á Pizza 107, sett pizzur í blandarann og drukkið þær, notað ímyndunaraflið,“ segir Páll. „En aðalmálið er: Bannað að fara í fýlu á þessu heimili og bannað að finna sökudólg. Það sem gerðist er búið að gerast og það er ekki hægt að breyta því. Nú ætla ég að horfa út um framrúðuna ekki í baksýnisspegilinn. Það er ástæða fyrir því að baksýnisspegilinn er mun minni en framrúðan,“ segir Páll í myndbandinu. „Það er fullt af stöffi sem ég get gert, fullt af æfingum. Ég finn líka fyrir því að vöðvarnir í andlitinu eru mjög tilbúnir í þetta djobb og er ég ekki hissa. Eftir þrjátíu ár af söng þá er ég búinn að nota meira en margt annað fólk sem vinnur ekki við að syngja.“ „Ég hitti skurðlækninn í gær, hann var hissa, ég var hissa. Þetta gengur brjálæðislega vel, ástarþakkir fyrir allar kveðjurnar sem ég hef fengið,“ segir hann síðan. Blanda af geimveru og mannætu Að lokum þakkar Páll fyrir allar kveðjurnar og segist ætla að massa þetta. „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig, þetta er verkefni,“ segir hann. Þá sé nóg um að vera hjá honum, þar á meðal sé hann að taka upp nýja plötu með Benna Hemm Hemm. Hann fái núna frið, ró og fókus til að einbeita sér að upptökunum. „Ég er eins og blanda af Alien og Hannibal Lecter. Ég bíð spenntur eftir því að Sigourney Weaver og Jodie Foster kíki í heimsókn. Ég hef upplifað alls konar áföll og verkefni og ég hef massað þau öll,“ segir popparinn svo að lokum.
Tónlist Ástin og lífið Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun Sporðdreki (24.okt - 21.nóv) Menning Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira