„Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. febrúar 2025 11:03 Það gekk mikið á milli þeirra Erling Haaland hjá Manchester City og Gabriel hjá Arsenal í fyrri leiknum. Getty/Stuart MacFarlane Slagur Manchester City og Arsenal á Etihad leikvanginum í september olli engum vonbrigðum og er einn af leikjum ársins. Liðin mætast aftur á heimavelli Arsenal í dag. Arsenal komst 2-1 yfir á móti City í fyrri leiknum en missti svo mann af velli. Arsenal tókst að halda út allt þar til að John Stones náði að skora jöfnunarmarkið sekúndum fyrir leikslok. 2-2 var lokastaðan. Þá hófust lætin. Erling Haaland fagnaði jöfnunarmarkinu með því að henda boltanum í niðurbrotinn Gabriel. Eftir lokaflautið þá náðu sjónvarpsmyndavélarnar því þegar Haaland sagði við Mikel Arteta, knattspyrnustjóra Arsenal: „Stay humble“ eða „vertu auðmjúkur“ á íslensku. City leikmennirnir John Stones og Kyle Walker sökuðu síðan lið Arsenal um að beita skuggabrögðum á vellinum eða „dark arts“ eins og þeir orðuðu það. Ofan á allt saman þá var þetta einnig leikurinn þar sem Manchester City missti sinn besta leikmann út tímabilið því Rodri sleit krossband í leiknum. Liðið var ekki það sama á eftir. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=4_ZMGFY_j0I">watch on YouTube</a> Það var mikið undir þótt að þarna væri bara september. Manchester City hafði unnið Englandsmeistarattilinn fjögur ár í röð þar af tvö undanfarin ár eftir harða baráttu við Arsenal. City mætti í leikinn með fullt hús en Arsenal hafði byrjað tímabilið vel og var einnig taplaust. Flestir sáu fyrir sér þessi tvö lið halda áfram að berjast um titilinn. Nú hittast þú þau aftur á Emirates leikvanginum 133 dögum síðar en mikið hefur breyst. Vonbrigðin eru öllu meiri hjá City sem fór í mikla lægð og spilaði sig nánast út úr titilbaráttunni. Arsenal er mun nærri toppnum en hefur samt einnig verið að gefa eftir. Fyrir vikið er Liverpool á toppnum með tíu stiga forskot á Arsenal, sem er í öðru sæti og fimmtán stiga forskot á City sem er í fjórða sætið. Það er ljóst að City verður að vinna leikinn til að eiga einhverja smá von á fimmta titlinum í röð og tapi Arsenal þá verður Liverpool áfram með níu stiga forskot auk þess að eiga leiki inni. Þegar kemur að hinum auðmjúka Norðmanni Erling Haaland þá skoraði hann í fyrri leiknum sitt tíunda deildarmark á tímabilinu og það aðeins í hans fimmta leik. Eftir „vertu auðmjúkur“ skotið hans á stjóra Arsenal þá skoraði sá norski ekki í þremur leikjum í röð og aðeins þrjú mörk í þrettán leikjum. Haaland er þó að komast aftur í gang eins og City liðið sjálft og er með fimm mörk í síðustu fimm leikjum sínum. City menn hafa unnið fjóra af þessum fimm leikjum og sá fimmti endaði með 2-2 jafntefli þar sem liðið missti frá sér 2-0 forystu í lokin. Það er því mikið undir í stórleik dagsins. Hver ætlar að eiga lokaorðið í leitinni af hógværðinni og þremur dýrmætum stigum í eltingarleiknum við Liverpool? Það kemur allt í ljós frá klukkan 16.30 og fylgst verður með leiknum í textalýsingu hér inn á Vísi. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=tkwWukF8aJA">watch on YouTube</a> Enski boltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Sjá meira
Arsenal komst 2-1 yfir á móti City í fyrri leiknum en missti svo mann af velli. Arsenal tókst að halda út allt þar til að John Stones náði að skora jöfnunarmarkið sekúndum fyrir leikslok. 2-2 var lokastaðan. Þá hófust lætin. Erling Haaland fagnaði jöfnunarmarkinu með því að henda boltanum í niðurbrotinn Gabriel. Eftir lokaflautið þá náðu sjónvarpsmyndavélarnar því þegar Haaland sagði við Mikel Arteta, knattspyrnustjóra Arsenal: „Stay humble“ eða „vertu auðmjúkur“ á íslensku. City leikmennirnir John Stones og Kyle Walker sökuðu síðan lið Arsenal um að beita skuggabrögðum á vellinum eða „dark arts“ eins og þeir orðuðu það. Ofan á allt saman þá var þetta einnig leikurinn þar sem Manchester City missti sinn besta leikmann út tímabilið því Rodri sleit krossband í leiknum. Liðið var ekki það sama á eftir. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=4_ZMGFY_j0I">watch on YouTube</a> Það var mikið undir þótt að þarna væri bara september. Manchester City hafði unnið Englandsmeistarattilinn fjögur ár í röð þar af tvö undanfarin ár eftir harða baráttu við Arsenal. City mætti í leikinn með fullt hús en Arsenal hafði byrjað tímabilið vel og var einnig taplaust. Flestir sáu fyrir sér þessi tvö lið halda áfram að berjast um titilinn. Nú hittast þú þau aftur á Emirates leikvanginum 133 dögum síðar en mikið hefur breyst. Vonbrigðin eru öllu meiri hjá City sem fór í mikla lægð og spilaði sig nánast út úr titilbaráttunni. Arsenal er mun nærri toppnum en hefur samt einnig verið að gefa eftir. Fyrir vikið er Liverpool á toppnum með tíu stiga forskot á Arsenal, sem er í öðru sæti og fimmtán stiga forskot á City sem er í fjórða sætið. Það er ljóst að City verður að vinna leikinn til að eiga einhverja smá von á fimmta titlinum í röð og tapi Arsenal þá verður Liverpool áfram með níu stiga forskot auk þess að eiga leiki inni. Þegar kemur að hinum auðmjúka Norðmanni Erling Haaland þá skoraði hann í fyrri leiknum sitt tíunda deildarmark á tímabilinu og það aðeins í hans fimmta leik. Eftir „vertu auðmjúkur“ skotið hans á stjóra Arsenal þá skoraði sá norski ekki í þremur leikjum í röð og aðeins þrjú mörk í þrettán leikjum. Haaland er þó að komast aftur í gang eins og City liðið sjálft og er með fimm mörk í síðustu fimm leikjum sínum. City menn hafa unnið fjóra af þessum fimm leikjum og sá fimmti endaði með 2-2 jafntefli þar sem liðið missti frá sér 2-0 forystu í lokin. Það er því mikið undir í stórleik dagsins. Hver ætlar að eiga lokaorðið í leitinni af hógværðinni og þremur dýrmætum stigum í eltingarleiknum við Liverpool? Það kemur allt í ljós frá klukkan 16.30 og fylgst verður með leiknum í textalýsingu hér inn á Vísi. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=tkwWukF8aJA">watch on YouTube</a>
Enski boltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Sjá meira