Körfubolti

Grát­legt tap í framlengdum leik

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Styrmir Snær Þrastarson leikur með Belfius Mons.
Styrmir Snær Þrastarson leikur með Belfius Mons. Mons-Hainaut

Styrmir Snær Þrastarson og félagar hans í Belfius Mons máttu þola grátlegt þriggja stiga tap gegn Den Helder í sameiginlegri deild Belgíu og Hollands í körfubolta í kvöld.

Leikurinn var jafn og spennandi frá upphafi til enda og varð munurinn aldrei meiri en níu stig.

Styrmir og félagar voru þremur stigum undir að loknum fyrsta leikhluta og munurinn var sá sami þegar flautað var til hálfleiks, staðan 37-34, heimamönnum í Den Helder í vil.

Heimamenn virtust svo vera að ná tökum á leiknum í þriðja leikhluta og leiddu með átta stigum að honum loknum. Styrmir og félagar héldu heimamönnum hins vegar í aðeins sex stigum í fjórða leikhluta og knúðu fram framlengingu.

Þar reyndust heimamenn hins vegar sterkari og unnu að lokum þriggja stiga sigur, 71-68.

Styrmir var drjúgur í liði Belfius Mons og skoraði 14 stig fyrir liðið, ásamt því að gefa eina stoðsendingu. Belfius Mons situr í 12. sæti deildarinnar með tíu sigra í 20 leikjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×