„Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. febrúar 2025 12:28 Dimitrios Agravanis treður boltanum með tilþrifum í körfuna í leik með Grikkjum á EuroBasket 2022. Getty/Matteo Ciambelli Grískir bræður munu spila saman í Tindastólsbúningnum í Bónus deild karla í körfubolta í vetur og það var ekki að sjá annað á frammistöðu Giannis Agravanis í síðasta leik að hann væri kátur með að vera að fá stóra bróðir í liðið. Giannis Agravanis hefur verið með Stólunum í allan vetur og hann átti einn sinn besta leik í síðasta leik með þegar skoraði 27 stig og stal 5 boltum í sigurleik á móti Hetti. Giannis er með 15,5 stig að meðaltali í leik. Giannis er litli bróðir Dimitrios Agravanis sem er enn stærra nafn í boltanum. Dimitrios hefur nú samið um það að koma norður og klára tímabilið með Tindastól. Hann mun því spila við hlið bróður síns í Bónus deildinni. Bónus Körfuboltakvöld ræddi komu Dimitrios til Stólanna. Í úrvalsliði í Grikklandi 2022 „Þetta þýðir bara það að ógnarsterkt Tindastólslið er að fá ógnarsterkan leikmann. Prófíl sem á væntanlega eftir að styrkja liðið,“ sagði Sævar Sævarsson, sérfræðingur Körfuboltakvölds. „Gæinn var í fimm manna úrvalsliðið í Grikklandi 2022. Það er ekki lengra síðan. Þetta er ekki einhver uppgjafar körfuboltaleikmaður. Þetta er risastórt og ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson, sérfræðingur Körfuboltakvölds. „Þetta er það stórt. Ég skil þetta með þessa gæja sem eru að koma en hafa spilað í NBA. Ég skil þetta ekki með þennan. Einhver var að segja að honum langaði svo gríðarlega mikið að spila með bróður sínum,“ sagði Jón Halldór og glotti. Það fallega við þessa sádi-arabísku deild okkar „Ég ætla ekki að segja að þetta sé það eina fallega við þessa sádi-arabísku deild okkar sem við erum búnir að búa til hér á Íslandi. Það er samt eitthvað fallegt við það að litla bæjarfélagið Sauðárkrókur sé að fá til sín gríska goðsögn og hann sé að fara að spila í íslensku deildinni,“ sagði Sævar. Það má horfa á alla umræðuna hér fyrir neðan. Klippa: Ræddu komu grískar goðsagnar á Krókinn Bónus-deild karla Tindastóll Körfuboltakvöld Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Fleiri fréttir Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn Sjá meira
Giannis Agravanis hefur verið með Stólunum í allan vetur og hann átti einn sinn besta leik í síðasta leik með þegar skoraði 27 stig og stal 5 boltum í sigurleik á móti Hetti. Giannis er með 15,5 stig að meðaltali í leik. Giannis er litli bróðir Dimitrios Agravanis sem er enn stærra nafn í boltanum. Dimitrios hefur nú samið um það að koma norður og klára tímabilið með Tindastól. Hann mun því spila við hlið bróður síns í Bónus deildinni. Bónus Körfuboltakvöld ræddi komu Dimitrios til Stólanna. Í úrvalsliði í Grikklandi 2022 „Þetta þýðir bara það að ógnarsterkt Tindastólslið er að fá ógnarsterkan leikmann. Prófíl sem á væntanlega eftir að styrkja liðið,“ sagði Sævar Sævarsson, sérfræðingur Körfuboltakvölds. „Gæinn var í fimm manna úrvalsliðið í Grikklandi 2022. Það er ekki lengra síðan. Þetta er ekki einhver uppgjafar körfuboltaleikmaður. Þetta er risastórt og ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson, sérfræðingur Körfuboltakvölds. „Þetta er það stórt. Ég skil þetta með þessa gæja sem eru að koma en hafa spilað í NBA. Ég skil þetta ekki með þennan. Einhver var að segja að honum langaði svo gríðarlega mikið að spila með bróður sínum,“ sagði Jón Halldór og glotti. Það fallega við þessa sádi-arabísku deild okkar „Ég ætla ekki að segja að þetta sé það eina fallega við þessa sádi-arabísku deild okkar sem við erum búnir að búa til hér á Íslandi. Það er samt eitthvað fallegt við það að litla bæjarfélagið Sauðárkrókur sé að fá til sín gríska goðsögn og hann sé að fara að spila í íslensku deildinni,“ sagði Sævar. Það má horfa á alla umræðuna hér fyrir neðan. Klippa: Ræddu komu grískar goðsagnar á Krókinn
Bónus-deild karla Tindastóll Körfuboltakvöld Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Fleiri fréttir Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn Sjá meira