Búbbluhausar (e. bobbleheads) eru vinsælir minjagripir, þá sérstaklega í NBA deildinni. Yfirleitt eru þeir til sölu en Pistons heiðrar reglulega leikmenn með því að gefa stuðningsmönnum ókeypis búbbluhaus, líkt og verður gert í kvöld með Isaiah Stewart.

Talsmaður félagsins staðfesti að planið myndi ekki breytast þó Isaiah væri í leikbanni. Hann verður því einn af þúsundum áhorfenda uppi í stúku sem fær búbbluhaus af sjálfum sér.
Auk þess að vera dæmdur í eins leiks bann hlaut hann 50.000 dollara sekt, auk þess hann mun tapa tekjum upp á rúma 86.000 dollara, samkvæmt ESPN. Atvikið átti sér stað í leik Pistons gegn Indiana Pacers á miðvikudag og má sjá hér fyrir neðan.
Isaiah Stewart EJECTED after flagrant foul 2 on Thomas Bryant 😳 pic.twitter.com/vJDkNb1rul
— Bleacher Report (@BleacherReport) January 30, 2025