Hækkandi verðtryggingarjöfnuður setur þrýsting á vaxtamun Landsbankans
![Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans.](https://www.visir.is/i/3AFDB05D7439ECEDD38E95FEAFE42353C35DC34C44930E4BDD663992EEFA085B_713x0.jpg)
Áframhaldandi eftirspurn heimila og fyrirtækja í verðtryggð lán, ásamt uppgreiðslu á sértryggðum skuldabréfaflokki, þýddi að verðtryggingarmisvægi Landsbankans rauk upp um ríflega sjötíu milljarða á síðasta fjórðungi ársins 2024. Sögulega hár verðtryggingarjöfnuður samhliða lækkun verðbólgu hefur sett þrýsting á vaxtamun bankans, sem lækkaði skarpt undir lok ársins, og hreinar vaxtatekjur drógust þá saman um ellefu prósent.
Tengdar fréttir
![](https://www.visir.is/i/282050EA5A2D5C1B59D1A28EDE912D54A222126D719A201E88FABDBBB7AE1FF6_308x200.jpg)
Verðtryggingarskekkja bankanna í hæstu hæðum vegna ásóknar í verðtryggð lán
Verðtryggingarskekkja stóru viðskiptabankanna, munurinn á verðtryggðum eignum og skuldum á efnahagsreikningi þeirra, hefur margfaldast á aðeins átján mánuðum samtímis því að heimili og fyrirtæki flykkjast yfir í verðtryggða fjármögnun í skugga hárra vaxta. Skuldabréfamiðlari telur sennilegt að þessi þróun muni halda áfram af fullum þunga á næstunni sem ætti að óbreyttu að viðhalda raunvöxtum hærri en ella.
![](https://www.visir.is/i/3AFDB05D7439ECEDD38E95FEAFE42353C35DC34C44930E4BDD663992EEFA085B_308x200.jpg)
37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð
Landsbankinn hagnaðist um 37,5 milljarða króna, eftir skatta, á síðasta ári. Það er aukning um rúma fjóra milljarða frá árinu 2023 þegar hagnaðurinn var 33,2 milljarðar króna. Til stendur að greiða nítján milljarða króna í arð vegna ársins, eða um helming af hagnaði.