Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 1. febrúar 2025 08:02 Aron segir að tímabilið eftir lyfjameðferð, uppbyggingartíminn sjálfur hafi hafi reynst honum erfiður. Kraftur stuðningsfélag „Fyrst þegar við vissum að þetta væri krabbamein fengum við bæði áfall og það var ekki fyrr en ég fór að vinna í mínum málum einu og hálfu ári eftir lyfjameðferð að það fór að birta til hjá mér,“ segir Aron Bjarnason en hann og Dagbjört eiginkonan hans voru bæði 31 árs þegar hún greindist með eggjastokkakrabbamein í lok árs 2021. Þegar Dagbjört greindist voru börn þeirra aðeins 9 mánaða og þriggja ára og þau hjónin með eigið fyrirtæki með fjóra starfsmenn í fullri vinnu. Greiningin kom í miðjum Covid faraldri og var þeim ráðlagt að taka eldri dóttur þeirra af leiksskóla vegna hve veikt ónæmiskerfi Dagbjartar yrði í lyfjameðferðinni. Aron er einn af sex einstaklingum sem segja sögu sína í tengslum við árlegt fjáröflunar og vitundarátak Krafts sem nú stendur yfir. Um 70 ungir einstaklingar á aldrinum 18-40 ára greinast á ári hverju og hefur það bæði áhrif á þau greindu sem og fjölskyldu og ástvini þeirra. Kraftur styður við bakið á þeim með þinni hjálp. Yfirskrift fjáröflunar- og vitundarvakningar Krafts í ár er „Ég á lítinn skrítinn skugga – Lífið er núna“ og vísar til þeirra langtímaáhrifa sem það hefur að greinast ungur með krabbamein, ekki bara á þann sem greinist heldur einnig á aðstandendur. Jafningjastuðningurinn var ómetanlegur Aðstæðurnar neyddu Aron til að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis. Hann sá um börnin, studdi eiginkonu sína í erfiðri lyfjameðferð, sinnti spítalaferðum og hélt fyrirtækinu gangandi. Þetta álag, ásamt óvissunni um framtíðina, gerði það að verkum að fjölskyldan setti öll langtímamarkmið á ís. Aron segir að tímabilið eftir lyfjameðferð, uppbyggingartíminn sjálfur hafi hafi reynst honum erfiður. Hann sér í dag að hann fór í gegnum þennan tíma á hnefanum og byrjaði ekki að vinna almennilega úr áföllunum sem fylgdu þessi ferli fyrr en einu og hálfu ári eftir að lyfjameðferð lauk. Hann segir að Kraftur hafi hjálpað mikið til í hans sjálfsvinnu, meðal annars með aðstandendahittingum. Í dag er Dagbjört krabbameinslaus en er enn í endurhæfingu, sem hefur reynst lengri og erfiðari en þau áttu von á. Þau hjónin hafa verið bæði meðvituð um úrvinnsluna, að vinna í sjálfum sér og byggja sig upp saman og líta framtíðina björtum augum. „Kraftur hefur veitt bæði mér og konunni minni stað til þess að kynnast fólki í svipuðum aðstæðum og gefið okkur tækifæri til þess að ræða hlutina við fólk sem skilur það sem maður er að ganga í gegnum. Jafningjastuðningurinn hefur verið okkur báðum ómetanlegur.“ Krabbamein Ástin og lífið Mest lesið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Michael Madsen er látinn Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Lífið samstarf Fleiri fréttir Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sjá meira
Þegar Dagbjört greindist voru börn þeirra aðeins 9 mánaða og þriggja ára og þau hjónin með eigið fyrirtæki með fjóra starfsmenn í fullri vinnu. Greiningin kom í miðjum Covid faraldri og var þeim ráðlagt að taka eldri dóttur þeirra af leiksskóla vegna hve veikt ónæmiskerfi Dagbjartar yrði í lyfjameðferðinni. Aron er einn af sex einstaklingum sem segja sögu sína í tengslum við árlegt fjáröflunar og vitundarátak Krafts sem nú stendur yfir. Um 70 ungir einstaklingar á aldrinum 18-40 ára greinast á ári hverju og hefur það bæði áhrif á þau greindu sem og fjölskyldu og ástvini þeirra. Kraftur styður við bakið á þeim með þinni hjálp. Yfirskrift fjáröflunar- og vitundarvakningar Krafts í ár er „Ég á lítinn skrítinn skugga – Lífið er núna“ og vísar til þeirra langtímaáhrifa sem það hefur að greinast ungur með krabbamein, ekki bara á þann sem greinist heldur einnig á aðstandendur. Jafningjastuðningurinn var ómetanlegur Aðstæðurnar neyddu Aron til að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis. Hann sá um börnin, studdi eiginkonu sína í erfiðri lyfjameðferð, sinnti spítalaferðum og hélt fyrirtækinu gangandi. Þetta álag, ásamt óvissunni um framtíðina, gerði það að verkum að fjölskyldan setti öll langtímamarkmið á ís. Aron segir að tímabilið eftir lyfjameðferð, uppbyggingartíminn sjálfur hafi hafi reynst honum erfiður. Hann sér í dag að hann fór í gegnum þennan tíma á hnefanum og byrjaði ekki að vinna almennilega úr áföllunum sem fylgdu þessi ferli fyrr en einu og hálfu ári eftir að lyfjameðferð lauk. Hann segir að Kraftur hafi hjálpað mikið til í hans sjálfsvinnu, meðal annars með aðstandendahittingum. Í dag er Dagbjört krabbameinslaus en er enn í endurhæfingu, sem hefur reynst lengri og erfiðari en þau áttu von á. Þau hjónin hafa verið bæði meðvituð um úrvinnsluna, að vinna í sjálfum sér og byggja sig upp saman og líta framtíðina björtum augum. „Kraftur hefur veitt bæði mér og konunni minni stað til þess að kynnast fólki í svipuðum aðstæðum og gefið okkur tækifæri til þess að ræða hlutina við fólk sem skilur það sem maður er að ganga í gegnum. Jafningjastuðningurinn hefur verið okkur báðum ómetanlegur.“
Krabbamein Ástin og lífið Mest lesið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Michael Madsen er látinn Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Lífið samstarf Fleiri fréttir Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sjá meira