Ítalski blaðamaðurinn Gianluca Di Marzio greinir frá þessu. Samkvæmt honum borgar Genoa 3,5 milljónir evra fyrir Mikael, eða rúmlega 512 milljónir íslenskra króna. Liðið lánar hann svo strax aftur til Venezia þar sem hann klárar tímabilið.
#Calciomercato | #Genoa, doppio colpo: presi Jean #Onana dal #Besiktas e Mikael Egill #Ellertsson dal #Venezia che rimarrà in prestito fino a fine anno nella squadra di Di Francescohttps://t.co/4az8SDbGFa
— Gianluca Di Marzio (@DiMarzio) January 28, 2025
Mikael gengst undir læknisskoðun hjá Genoa í dag. Auk hans hefur liðið keypt kamerúnska miðjumanninn Jean Onana frá Besiktas.
Mikael, sem er 22 ára, hefur verið í byrjunarliðinu í síðustu sjö leikjum Venezia í ítölsku úrvalsdeildinni. Hann hefur alls leikið 21 deildarleik í vetur og skorað tvö mörk. Mikael gekk í raðir Venezia frá Spezia fyrir tveimur árum.
Venezia er í nítjánda og næstneðsta sæti deildarinnar með sextán stig. Genoa er í 12. sætinu en liðinu hefur gengið ágætlega eftir að Patrick Vieira tók við því í nóvember.
Genoa hefur góða reynslu af Íslendingum en Albert Guðmundsson er samningsbundinn liðinu en er á láni hjá Fiorentina.