Ein besta knattspyrnukona heims gifti sig og skipti um nafn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. janúar 2025 11:00 Sophia Smith sækir hér á móti Glódís Perlu Viggósdóttur í leik Íslands og Bandaríkjanna á síðasta ári. Getty/John Wilkinson Sophia Smith hefur heldur betur skapað sér nafn sem lykilmaður í Ólympíumeistaraliði Bandaríkjanna. Nú hefur hún skipt um nafn. Sú breyting kemur þó af góðu. Sophia Smith og NFL leikmaðurinn Michael Wilson sögðu frá því að samfélagsmiðlum að þau væru búin að gifta sig. Sophia átti mjög gott ár í fyrra en hún varð fjórða í kjörinu um Gullknöttinn, Ballon d'Or Féminin, bestu knattspyrnukonu heims. Hún varð þar efst meðal bandarískra kvenna. Sophia og Michael hafa verið par lengi en þau kynntust þegar þau voru bæði við nám við Stanford háskóla. Sophia var valin í NWSL deildina árið 2020 en Michael var valinn í NFL deildina 2023. Þau eru bæði 24 ára. Sophia skrifaði undir brúðkaupsmyndina „The Wilsons“ og breytti einnig nafni sínu á samfélagsmiðlum sínum í Sophia Wilson. Sophia hefur skorað 24 mörk í 58 landsleikjum fyrir Bandaríkin og skoraði áður 21 mark í 25 leikjum fyrir tuttugu ára landsliðið. Hún hefur spilað allan atvinnumannaferil sinn með Portland Thorns og var með 12 mörk í 19 leikjum á síðasta tímabili. Hún var bandarískur meistari með liðinu 2022 og hafði einnig orðið háskólameistari með Stanford árið 2019. 24. og síðasta mark hennar kom einmitt á móti Íslandi í leik þjóðanna 24. október síðastliðinn. Það var væntanlega síðasta landsliðsmark hennar sem Sophia Smith því hér eftir verður hún Sophia Wilson. View this post on Instagram A post shared by Sophia Wilson (@sophsssmith) Bandaríski fótboltinn NFL Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti „Ákveðið sjokk“ Fótbolti Fleiri fréttir Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Breiðablik - KuPS | Landa þeir fyrsta sigri með nýjum skipstjóra? Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu Sjá meira
Sú breyting kemur þó af góðu. Sophia Smith og NFL leikmaðurinn Michael Wilson sögðu frá því að samfélagsmiðlum að þau væru búin að gifta sig. Sophia átti mjög gott ár í fyrra en hún varð fjórða í kjörinu um Gullknöttinn, Ballon d'Or Féminin, bestu knattspyrnukonu heims. Hún varð þar efst meðal bandarískra kvenna. Sophia og Michael hafa verið par lengi en þau kynntust þegar þau voru bæði við nám við Stanford háskóla. Sophia var valin í NWSL deildina árið 2020 en Michael var valinn í NFL deildina 2023. Þau eru bæði 24 ára. Sophia skrifaði undir brúðkaupsmyndina „The Wilsons“ og breytti einnig nafni sínu á samfélagsmiðlum sínum í Sophia Wilson. Sophia hefur skorað 24 mörk í 58 landsleikjum fyrir Bandaríkin og skoraði áður 21 mark í 25 leikjum fyrir tuttugu ára landsliðið. Hún hefur spilað allan atvinnumannaferil sinn með Portland Thorns og var með 12 mörk í 19 leikjum á síðasta tímabili. Hún var bandarískur meistari með liðinu 2022 og hafði einnig orðið háskólameistari með Stanford árið 2019. 24. og síðasta mark hennar kom einmitt á móti Íslandi í leik þjóðanna 24. október síðastliðinn. Það var væntanlega síðasta landsliðsmark hennar sem Sophia Smith því hér eftir verður hún Sophia Wilson. View this post on Instagram A post shared by Sophia Wilson (@sophsssmith)
Bandaríski fótboltinn NFL Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti „Ákveðið sjokk“ Fótbolti Fleiri fréttir Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Breiðablik - KuPS | Landa þeir fyrsta sigri með nýjum skipstjóra? Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu Sjá meira