Bayer Leverkusen kom öllum á óvart á síðustu leiktíð og varð tvöfaldur meistari í Þýskalandi undir stjórn Xabo Alonso. Gengið hefur ekki verið alveg jafn gott á yfirstandandi leiktíð en liðið er þó í toppbaráttu og situr í 2. sæti þýsku deildarinnar og í seilingarfjarlægð frá toppliði Bayern Munchen.
Knattspyrnustjórinn Xabi Alonso var sagður á óskalista síns fyrrum félags Liverpool áður en Arne Slot var ráðinn og hann horfir nú til Englands í leit að liðsstyrk.
Félagaskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano segir að Alonso vilji fá James McAtee frá Manchester City yfir til Þýskalands en McAtee er fæddur árið 2002 og hefur fengið fá tækifæri hjá Pep Guardiola og liði City.
🚨⚫️🔴 EXCL: Bayer Leverkusen have approached Man City to sign James McAtee.
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 27, 2025
Loan + option offered to City; Xabi Alonso, huge fan as he’s 1st choice to replace injured Terrier.
❗️ Man City and Pep Guardiola are reluctant to let him go as feel he can become a regular starter. pic.twitter.com/Z610Z5D5JX
Romano segir að Leverkusen hafi lagt fram lánstilboð með möguleika á að kaupa McAtee þegar láninu lýkur en Guardiola er tregur til að sleppa Englendingnum unga og segir hann eiga framtíð fyrir sér hjá City.
McAtee hefur ekki byrjað einn einasta leik hjá City í deild eða Meistaradeild á tímabilinu en skoraði þrennu í bikarleik liðsins gegn Salford í byrjun mánaðarins.