Kópavogsblótið var það stærsta sem hefur verið haldið hingað til en rúmlega 2500 manns blótuðu þorrann í Kórnum síðastliðið föstudagskvöld.Agnes Suto
Kópavogsblótið var haldið með pompi og prakt í Kórnum á föstudagskvöldið, á sjálfan bóndadaginn, en um var að ræða sameiginlegt þorrablót HK, Breiðabliks og Gerplu. Rúmlega 2500 manns mættu á blótið sem er það stærsta hingað til.
Skemmtikraftarnir Eva Ruza Miljevic og Sigurður Þorri Gunnarsson voru veislustjórar kvöldsins og skemmtu þau gestum af sinni alkunnu snilld.
Einvalalið tónlistarmanna stigu á stokk og skemmtu gestum. Má þar nefna Sverri Bergmann, Halldór Gunnar, Herra Hnetusmjör, Kristmundur Axel og Patrik Atlason. Auk þess Stuðlabandið lék fyrir dansi og hélt uppi fjörinu fram eftir kvöldi.
Þorrakóngurinn sjálfur, Jói í Múlakaffi sá um matinn sem rann ljúft ofan í mannskapinn, boðið var upp á þorramat og lambalæri ásamt meðlæti.
Ljósmyndarinn Agnes Suto var með myndavélina á lofti og náði þessum skemmtilegu myndum af gestum.
Aðalsteinn Pálsson og Dagbjört Reginsdóttir.Agnes SutoAgnes SutoAgnes SutoHressar vinkonur á dansgólfinu.Agnes SutoAgnes SutoAgnes SutoBlikarstelpurnar klárar með posann.Agnes SutoBára Stefánsdóttir og Svala Davíðsdóttir í góðum félagsskap.Agnes SutoSverrir Bergmann og Halldór Gunnar léku fyrir dansi.Agnes SutoSkvísur!Agnes SutoPallíetturflíkur voru áberandi.Agnes SutoMægðurnar Ágústa og Guðrún Ósk í góðum félagsskap.Agnes SutoEva Ruza og Siggi Gunnars gera það sem að þau gera best.Agnes SutoAgnes SutoFlott í tauinu!Agnes SutoAgnes SutoHressir félagar stilltu sér upp.Agnes SutoAgnes SutoSkvísur kunna að skemmta sér!Agnes SutoFlottir félagar!Agnes SutoSandra Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri HK, Olga Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri Gerplu og Tanja Tómasdóttir framkvæmdastjóri Breiðabliks.Agnes SutoAgnes SutoAddý Hrafnsdóttir, Karlotta Halldórsdóttir ásamt fögrum fljóðum.Agnes SutoPatrik tryllti lýðinn!Agnes SutoStemningin var gríðarleg!Agnes SutoÁsgrímur Geir Logason skellti sér á dansgólfið.Agnes SutoAgnes SutoAgnes SutoGleðin var við völd.Agnes SutoAndrea og Inga Dís.Agnes Suto