Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Ágúst Orri Arnarson skrifar 26. janúar 2025 16:00 Jamie Vardy skoraði jöfnunarmarkið fyrir Leicester mjög snemma í seinni hálfleik. Alex Pantling/Getty Images Eftir sjö tapleiki í röð í ensku úrvalsdeildinni vann Leicester 2-1 á útivelli gegn Tottenham. Brentford sótti 2-1 sigur á sama tíma gegn Crystal Palace á Selhurst Park. Tottenham tók forystuna á 33. mínútu þegar Pedro Porro sendi fyrirgjöf á fjærstöngina sem Richarlison stangaði í netið. Þetta var annað mark hans í jafnmörgum deildarleikjum. This was Richarlison’s reply to a fan asking about Spurs’ recent form on TikTok…And he went on to score the opening goal in today's match against Leicester! pic.twitter.com/Jv7oTiiDnc— Premier League (@premierleague) January 26, 2025 Heimamenn héldu því inn í hálfleik með forystuna en það breyttist fljótt því Leicester jafnaði í upphafi seinni hálfleiks, aðeins 58 sekúndum eftir að hann hófst. Jamie Vardy var þar á ferð með sitt sjöunda deildarmark á tímabilinu eftir, potaði boltanum yfir línuna eftir klafs í teignum. Jamie Vardy is never going to miss from there 😅The scores are level in north London 🤝#TOTLEI pic.twitter.com/D25T0aDRo2— Premier League (@premierleague) January 26, 2025 Það var skammt stórra högga á milli fyrir heimamenn því aðeins þremur mínútum síðar lentu þeir undir. Bilal El Khannouss skoraði markið með laglegu innanfótarskoti rétt fyrir utan teig. Það sem eftir lifði leiks tókst Leicester að verja forystuna, með kjafti og klóm og fimm gulum spjöldum. Sigurinn tók Leicester upp í 17. sæti deildarinnar, tveimur sætum neðar og sjö stigum á eftir Tottenham. Crystal Palace - Brentford 1-2 Brentford sótti þrjú stig á Selhurst Park og Bryan Mbuemo tókst að halda vítanýtingu sinni fullkominni. Eftir markalausan og tíðindalítinn fyrri hálfleik fékk Brentford vítaspyrnu dæmda á 62. mínútu þegar Maxence Lacroix fór með takkana hátt á loft inni í eigin vítateig. Bryan Mbuemo steig á punktinn og skaut í stöngina, en hann fékk að endurtaka spyrnuna þegar myndbandsdómarinn benti á að leikmenn Crystal Palace hefðu lagt of snemma af stað í árás á frákastið. Mbuemo skoraði svo í annarri tilraun. Faultless from the spot 💯Bryan Mbeumo has scored all nine of his Premier League penalties 👉😀#CRYBRE pic.twitter.com/7fDYCkkgET— Premier League (@premierleague) January 26, 2025 Heimamenn voru afar ósáttir með ákvörðun dómarans og markmaðurinn Dean Henderson fékk gult spjald fyrir að sparka boltanum upp í stúku í átt að stuðningsmönnum Brentford. Kevin Schade bætti öðru marki við áhugaverðan hátt á 80. mínútu, skallaði boltann með gagnauganu og þurfti aðhlynningu sjúkraþjálfara eftir á. En sem betur fer fyrir Brentford endaði boltinn í netinu því Crystal Palace skoraði aðeins fimm mínútum síðar. Romain Esse var þar á ferð eftir stoðsendingu Daniels Munoz. Palace kom jöfnunarmarki ekki að þrátt fyrir níu mínútna uppbótartíma og Brentford fór með 1-2 sigur. Liðin sitja í ellefta og tólfta sæti deildarinnar en Brentford er með 31 stig og fjögurra stiga forystu á Crystal Palace eftir sigurinn í leik dagsins, sem var hluti af 23. umferð deildarinnar. Enski boltinn Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Fleiri fréttir Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjá meira
Tottenham tók forystuna á 33. mínútu þegar Pedro Porro sendi fyrirgjöf á fjærstöngina sem Richarlison stangaði í netið. Þetta var annað mark hans í jafnmörgum deildarleikjum. This was Richarlison’s reply to a fan asking about Spurs’ recent form on TikTok…And he went on to score the opening goal in today's match against Leicester! pic.twitter.com/Jv7oTiiDnc— Premier League (@premierleague) January 26, 2025 Heimamenn héldu því inn í hálfleik með forystuna en það breyttist fljótt því Leicester jafnaði í upphafi seinni hálfleiks, aðeins 58 sekúndum eftir að hann hófst. Jamie Vardy var þar á ferð með sitt sjöunda deildarmark á tímabilinu eftir, potaði boltanum yfir línuna eftir klafs í teignum. Jamie Vardy is never going to miss from there 😅The scores are level in north London 🤝#TOTLEI pic.twitter.com/D25T0aDRo2— Premier League (@premierleague) January 26, 2025 Það var skammt stórra högga á milli fyrir heimamenn því aðeins þremur mínútum síðar lentu þeir undir. Bilal El Khannouss skoraði markið með laglegu innanfótarskoti rétt fyrir utan teig. Það sem eftir lifði leiks tókst Leicester að verja forystuna, með kjafti og klóm og fimm gulum spjöldum. Sigurinn tók Leicester upp í 17. sæti deildarinnar, tveimur sætum neðar og sjö stigum á eftir Tottenham. Crystal Palace - Brentford 1-2 Brentford sótti þrjú stig á Selhurst Park og Bryan Mbuemo tókst að halda vítanýtingu sinni fullkominni. Eftir markalausan og tíðindalítinn fyrri hálfleik fékk Brentford vítaspyrnu dæmda á 62. mínútu þegar Maxence Lacroix fór með takkana hátt á loft inni í eigin vítateig. Bryan Mbuemo steig á punktinn og skaut í stöngina, en hann fékk að endurtaka spyrnuna þegar myndbandsdómarinn benti á að leikmenn Crystal Palace hefðu lagt of snemma af stað í árás á frákastið. Mbuemo skoraði svo í annarri tilraun. Faultless from the spot 💯Bryan Mbeumo has scored all nine of his Premier League penalties 👉😀#CRYBRE pic.twitter.com/7fDYCkkgET— Premier League (@premierleague) January 26, 2025 Heimamenn voru afar ósáttir með ákvörðun dómarans og markmaðurinn Dean Henderson fékk gult spjald fyrir að sparka boltanum upp í stúku í átt að stuðningsmönnum Brentford. Kevin Schade bætti öðru marki við áhugaverðan hátt á 80. mínútu, skallaði boltann með gagnauganu og þurfti aðhlynningu sjúkraþjálfara eftir á. En sem betur fer fyrir Brentford endaði boltinn í netinu því Crystal Palace skoraði aðeins fimm mínútum síðar. Romain Esse var þar á ferð eftir stoðsendingu Daniels Munoz. Palace kom jöfnunarmarki ekki að þrátt fyrir níu mínútna uppbótartíma og Brentford fór með 1-2 sigur. Liðin sitja í ellefta og tólfta sæti deildarinnar en Brentford er með 31 stig og fjögurra stiga forystu á Crystal Palace eftir sigurinn í leik dagsins, sem var hluti af 23. umferð deildarinnar.
Enski boltinn Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Fleiri fréttir Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjá meira