Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Ágúst Orri Arnarson skrifar 26. janúar 2025 16:00 Jamie Vardy skoraði jöfnunarmarkið fyrir Leicester mjög snemma í seinni hálfleik. Alex Pantling/Getty Images Eftir sjö tapleiki í röð í ensku úrvalsdeildinni vann Leicester 2-1 á útivelli gegn Tottenham. Brentford sótti 2-1 sigur á sama tíma gegn Crystal Palace á Selhurst Park. Tottenham tók forystuna á 33. mínútu þegar Pedro Porro sendi fyrirgjöf á fjærstöngina sem Richarlison stangaði í netið. Þetta var annað mark hans í jafnmörgum deildarleikjum. This was Richarlison’s reply to a fan asking about Spurs’ recent form on TikTok…And he went on to score the opening goal in today's match against Leicester! pic.twitter.com/Jv7oTiiDnc— Premier League (@premierleague) January 26, 2025 Heimamenn héldu því inn í hálfleik með forystuna en það breyttist fljótt því Leicester jafnaði í upphafi seinni hálfleiks, aðeins 58 sekúndum eftir að hann hófst. Jamie Vardy var þar á ferð með sitt sjöunda deildarmark á tímabilinu eftir, potaði boltanum yfir línuna eftir klafs í teignum. Jamie Vardy is never going to miss from there 😅The scores are level in north London 🤝#TOTLEI pic.twitter.com/D25T0aDRo2— Premier League (@premierleague) January 26, 2025 Það var skammt stórra högga á milli fyrir heimamenn því aðeins þremur mínútum síðar lentu þeir undir. Bilal El Khannouss skoraði markið með laglegu innanfótarskoti rétt fyrir utan teig. Það sem eftir lifði leiks tókst Leicester að verja forystuna, með kjafti og klóm og fimm gulum spjöldum. Sigurinn tók Leicester upp í 17. sæti deildarinnar, tveimur sætum neðar og sjö stigum á eftir Tottenham. Crystal Palace - Brentford 1-2 Brentford sótti þrjú stig á Selhurst Park og Bryan Mbuemo tókst að halda vítanýtingu sinni fullkominni. Eftir markalausan og tíðindalítinn fyrri hálfleik fékk Brentford vítaspyrnu dæmda á 62. mínútu þegar Maxence Lacroix fór með takkana hátt á loft inni í eigin vítateig. Bryan Mbuemo steig á punktinn og skaut í stöngina, en hann fékk að endurtaka spyrnuna þegar myndbandsdómarinn benti á að leikmenn Crystal Palace hefðu lagt of snemma af stað í árás á frákastið. Mbuemo skoraði svo í annarri tilraun. Faultless from the spot 💯Bryan Mbeumo has scored all nine of his Premier League penalties 👉😀#CRYBRE pic.twitter.com/7fDYCkkgET— Premier League (@premierleague) January 26, 2025 Heimamenn voru afar ósáttir með ákvörðun dómarans og markmaðurinn Dean Henderson fékk gult spjald fyrir að sparka boltanum upp í stúku í átt að stuðningsmönnum Brentford. Kevin Schade bætti öðru marki við áhugaverðan hátt á 80. mínútu, skallaði boltann með gagnauganu og þurfti aðhlynningu sjúkraþjálfara eftir á. En sem betur fer fyrir Brentford endaði boltinn í netinu því Crystal Palace skoraði aðeins fimm mínútum síðar. Romain Esse var þar á ferð eftir stoðsendingu Daniels Munoz. Palace kom jöfnunarmarki ekki að þrátt fyrir níu mínútna uppbótartíma og Brentford fór með 1-2 sigur. Liðin sitja í ellefta og tólfta sæti deildarinnar en Brentford er með 31 stig og fjögurra stiga forystu á Crystal Palace eftir sigurinn í leik dagsins, sem var hluti af 23. umferð deildarinnar. Enski boltinn Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Sjá meira
Tottenham tók forystuna á 33. mínútu þegar Pedro Porro sendi fyrirgjöf á fjærstöngina sem Richarlison stangaði í netið. Þetta var annað mark hans í jafnmörgum deildarleikjum. This was Richarlison’s reply to a fan asking about Spurs’ recent form on TikTok…And he went on to score the opening goal in today's match against Leicester! pic.twitter.com/Jv7oTiiDnc— Premier League (@premierleague) January 26, 2025 Heimamenn héldu því inn í hálfleik með forystuna en það breyttist fljótt því Leicester jafnaði í upphafi seinni hálfleiks, aðeins 58 sekúndum eftir að hann hófst. Jamie Vardy var þar á ferð með sitt sjöunda deildarmark á tímabilinu eftir, potaði boltanum yfir línuna eftir klafs í teignum. Jamie Vardy is never going to miss from there 😅The scores are level in north London 🤝#TOTLEI pic.twitter.com/D25T0aDRo2— Premier League (@premierleague) January 26, 2025 Það var skammt stórra högga á milli fyrir heimamenn því aðeins þremur mínútum síðar lentu þeir undir. Bilal El Khannouss skoraði markið með laglegu innanfótarskoti rétt fyrir utan teig. Það sem eftir lifði leiks tókst Leicester að verja forystuna, með kjafti og klóm og fimm gulum spjöldum. Sigurinn tók Leicester upp í 17. sæti deildarinnar, tveimur sætum neðar og sjö stigum á eftir Tottenham. Crystal Palace - Brentford 1-2 Brentford sótti þrjú stig á Selhurst Park og Bryan Mbuemo tókst að halda vítanýtingu sinni fullkominni. Eftir markalausan og tíðindalítinn fyrri hálfleik fékk Brentford vítaspyrnu dæmda á 62. mínútu þegar Maxence Lacroix fór með takkana hátt á loft inni í eigin vítateig. Bryan Mbuemo steig á punktinn og skaut í stöngina, en hann fékk að endurtaka spyrnuna þegar myndbandsdómarinn benti á að leikmenn Crystal Palace hefðu lagt of snemma af stað í árás á frákastið. Mbuemo skoraði svo í annarri tilraun. Faultless from the spot 💯Bryan Mbeumo has scored all nine of his Premier League penalties 👉😀#CRYBRE pic.twitter.com/7fDYCkkgET— Premier League (@premierleague) January 26, 2025 Heimamenn voru afar ósáttir með ákvörðun dómarans og markmaðurinn Dean Henderson fékk gult spjald fyrir að sparka boltanum upp í stúku í átt að stuðningsmönnum Brentford. Kevin Schade bætti öðru marki við áhugaverðan hátt á 80. mínútu, skallaði boltann með gagnauganu og þurfti aðhlynningu sjúkraþjálfara eftir á. En sem betur fer fyrir Brentford endaði boltinn í netinu því Crystal Palace skoraði aðeins fimm mínútum síðar. Romain Esse var þar á ferð eftir stoðsendingu Daniels Munoz. Palace kom jöfnunarmarki ekki að þrátt fyrir níu mínútna uppbótartíma og Brentford fór með 1-2 sigur. Liðin sitja í ellefta og tólfta sæti deildarinnar en Brentford er með 31 stig og fjögurra stiga forystu á Crystal Palace eftir sigurinn í leik dagsins, sem var hluti af 23. umferð deildarinnar.
Enski boltinn Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Sjá meira