Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 26. janúar 2025 21:03 Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogsbæjar og Unnar Atli, plokkari ársins 2024 í Kópavogi fóru saman út að plokka í vikunni. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það er ýmislegt, sem plokkari ársins 2024 hjá Kópavogsbæ finnur þegar hann gengur um bæinn í sjálfboðavinnu og týnir upp í ruslapokann sinn. Það furðulegasta segir hann vera víbradora kvenna og nærbuxur, sem hann finnur æði oft á víðavangi í Kópavogi. Það er flott framtak hjá Kópavogsbæ að útnefna plokkara ársins en nú var það Unnar Atli, sem var heiðraður af bæjarstjórn fyrir sinn dugnað við að halda umhverfinu hreinu á nýliðnu ári. Unnar, sem verður 70 ára á árinu fær ruslapoka og sýnileikafatnað hjá Kópavogsbæ en annars er öll hans vinna unnin í sjálfboðavinnu. „Mér fannst bara tilvalið að finna þennan mann og heiðra hann. Auðvitað eigum við að gera eitthvað svona. Hér er íbúi, sem er í sínum frítíma að ganga um bæinn og tína upp rusl og það er auðvitað mikils virði fyrir okkur og virkilega skemmtilegt og okkur fannst þetta bara tilvalið,” segir Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogsbæjar. En hversu mikilvægt er að eiga mann eins og Unnar? „Mjög mikilvægt og þú sérð það líka, ef þú keyrir hér um götur eða gengur um götur bæjarins hvað það er nú snyrtilegt hjá okkur,” bætir Ásdís við. Plokkstangirnar klárar í Kópavogi hjá Ásdísi bæjarstjóra, Leifi Eiríkssyni, forstöðumanni Þjónustumiðstöðvar Kópavogsbæjar og Unnari Atla plokkara með meiru.Magnús Hlynur Hreiðarsson Það er ýmislegt, sem verður á vegi Unnars þegar hann er að plokka og kemur honum alltaf jafn mikið á óvart. „Furðulegasta ruslið ef ég má segja frá því, þá er það víbradorar kvenna og nærbuxurnar, sérstaklega í Kópavoginum, þær eru bara nærbuxnalausar,” segir Unnar og bætir við. „Þetta eru náttúrulega líkar sígarettustubbar og þessir púðar, sem menn eru með og eitthvað af sprautum og já, mikið af plasti.” Unnar segist fá mikla hreyfingu í plokkinu og hann hvetur fólk hvar sem er á landinu að drífa sig út og plokka, það sé allra meina bót. „Við eigum öll að hjálpast að, það er málið. Þetta er eins og færiband, það eiga allir að hjálpast að og kunna að meta það, sem er verið að gera,” segir Unnar. Unnar Atli var heiðraður sérstaklega af Kópavogsbæ og er hann að sjálfsögðu mjög stoltur og ánægður með viðurkenninguna, sem hann hefur fengið frá bæjarfélaginu. Hér er Leifur Eiríksson hjá Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.Aðsend Og Unnar stelst meira að segja stundum í önnur sveitarfélög til að plokka. „Já, já, ég fer alveg í Hafnarfjörðin og yfir í Reykjavík hinum megin frá,” segir hann sposkur á svip. Kópavogur Umhverfismál Mest lesið Simmi Vill í meðferð Lífið Kristján Guðmundsson látinn Lífið Sambærilegt því að spila með Real Madrid Lífið Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Lífið Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Lífið Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Lífið Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Lífið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Lífið Kenzen með 5 af topp 20 vörunum á Óskar appinu Lífið samstarf Fleiri fréttir Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Sjá meira
Það er flott framtak hjá Kópavogsbæ að útnefna plokkara ársins en nú var það Unnar Atli, sem var heiðraður af bæjarstjórn fyrir sinn dugnað við að halda umhverfinu hreinu á nýliðnu ári. Unnar, sem verður 70 ára á árinu fær ruslapoka og sýnileikafatnað hjá Kópavogsbæ en annars er öll hans vinna unnin í sjálfboðavinnu. „Mér fannst bara tilvalið að finna þennan mann og heiðra hann. Auðvitað eigum við að gera eitthvað svona. Hér er íbúi, sem er í sínum frítíma að ganga um bæinn og tína upp rusl og það er auðvitað mikils virði fyrir okkur og virkilega skemmtilegt og okkur fannst þetta bara tilvalið,” segir Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogsbæjar. En hversu mikilvægt er að eiga mann eins og Unnar? „Mjög mikilvægt og þú sérð það líka, ef þú keyrir hér um götur eða gengur um götur bæjarins hvað það er nú snyrtilegt hjá okkur,” bætir Ásdís við. Plokkstangirnar klárar í Kópavogi hjá Ásdísi bæjarstjóra, Leifi Eiríkssyni, forstöðumanni Þjónustumiðstöðvar Kópavogsbæjar og Unnari Atla plokkara með meiru.Magnús Hlynur Hreiðarsson Það er ýmislegt, sem verður á vegi Unnars þegar hann er að plokka og kemur honum alltaf jafn mikið á óvart. „Furðulegasta ruslið ef ég má segja frá því, þá er það víbradorar kvenna og nærbuxurnar, sérstaklega í Kópavoginum, þær eru bara nærbuxnalausar,” segir Unnar og bætir við. „Þetta eru náttúrulega líkar sígarettustubbar og þessir púðar, sem menn eru með og eitthvað af sprautum og já, mikið af plasti.” Unnar segist fá mikla hreyfingu í plokkinu og hann hvetur fólk hvar sem er á landinu að drífa sig út og plokka, það sé allra meina bót. „Við eigum öll að hjálpast að, það er málið. Þetta er eins og færiband, það eiga allir að hjálpast að og kunna að meta það, sem er verið að gera,” segir Unnar. Unnar Atli var heiðraður sérstaklega af Kópavogsbæ og er hann að sjálfsögðu mjög stoltur og ánægður með viðurkenninguna, sem hann hefur fengið frá bæjarfélaginu. Hér er Leifur Eiríksson hjá Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.Aðsend Og Unnar stelst meira að segja stundum í önnur sveitarfélög til að plokka. „Já, já, ég fer alveg í Hafnarfjörðin og yfir í Reykjavík hinum megin frá,” segir hann sposkur á svip.
Kópavogur Umhverfismál Mest lesið Simmi Vill í meðferð Lífið Kristján Guðmundsson látinn Lífið Sambærilegt því að spila með Real Madrid Lífið Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Lífið Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Lífið Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Lífið Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Lífið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Lífið Kenzen með 5 af topp 20 vörunum á Óskar appinu Lífið samstarf Fleiri fréttir Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Sjá meira