Veður

Snjó­koma í flestum lands­hlutum

Jón Þór Stefánsson skrifar
Myndin er úr safni.
Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm

Að sögn Veðurstofunnar er í dag útlit fyrir norðvestlæga eða breytilega átt og snjókomu eða él. Búast má við snjókomu í flestum landshlutum.

Víða verður vindur fimm til þrettán metrar á sekundu, en yfirleitt hægari vindur norðaustantil. Þá verður vægt frost.

Í kvöld dregur úr vindi og ofankomu og léttir til. Þá herðir á frosti.

Á morgun er búist við að lægð úr vestry nálgist landið. Þá þykknar upp vestanlands með éljum. Annars verður víða bjart og þurrt, en stöku él við norðurströndina.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Á mánudag:

Norðlæg eða breytileg átt 3-10 m/s. Skýjað og dálítil él fyrir norðan og stöku él við vesturströndina síðdegis, en bjartviðri eystra. Frost 2 til 10 stig, kaldast inn til landsins.

Á þriðjudag:

Breytileg átt 3-8 og dálítil snjókoma vestantil, en annars þurrt að kalla. Frost 0 til 13 stig, kaldast inn til landsins norðaustantil.

Á miðvikudag:

Fremur hæg norðlæg eða breytileg átt, skýjað með köflum og stöku él á víð og dreif. Hiti breytist lítið.

Á fimmtudag:

Gengur í ákveðna suðaustanátt með rigningu eða slyddu og hlýnandi veðri, en úrkomulítið norðaustanlands. Suðvestlægari um kvöldið, él og kólnar aftur.

Á föstudag:

Suðvestlæg átt og él, en snjókoma um landið norðaustanvert fram eftir degi. Dregur úr ofankomu síðdegis, frost 0 til 10 stig.

Á laugardag:

Útlit fyrir stífa sunnanátt með talsverðri rigningu, en úrkomuminna norðaustantil. Hlýnar í veðri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×