Körfubolti

„Hann sem klárar dæmið“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Kári átti virkilega góðan leik í Keflavík.
Kári átti virkilega góðan leik í Keflavík. vísir/Anton

„Maður sá hann lítið til að byrja með í leiknum, þannig en það kemur með honum ákveðin ró. En undir lok leiksins er það hann sem klárar dæmið.“

Stefán Árni Pálsson, þáttastjórnandi Körfuboltakvölds, hóf umræðu um Kára Jónsson og sigur Vals á Keflavíkur í síðustu umferð á ummælunum hér að ofan. Þegar mest á reyndi steig Kári upp og Valsmenn unnu frábæran 11 stiga sigur í Keflavík.

Kári spilaði rétt rúmar 25 mínútur í leiknum, skoraði 17 stig, gaf sex stoðsendingar og tók þrjú fráköst.

„Erum búnir að nefna það oft áður en þegar þú horfir á þennan dreng sérðu ekki hversu mikill „killer“ hann er. Lítur þannig séð út fyrir endurskoðandi en hann er algjör „killer.“ Hann vill þessi augnablik, þessi stóru augnablik,“ sagði sérfræðingurinn Ómar Sævarsson um Kára.

Hér að neðan má sjá umræðu Körfuboltakvölds um Kára sem og ýmis brot úr sigrinum á Keflavík.

Klippa: Körfuboltakvöld um Kára: Hann sem klárar dæmið



Fleiri fréttir

Sjá meira


×