Jokic endaði leikinn með rosalega þrennu í 132-123 sigri á Sacramento Kings. Hann skoraði 35 stig, tók 22 fráköst og gaf 17 stoðsendingar í leiknum. Aðeins einn annar leikmaður hefur náð 35-20-15 leik í sögu NBA og sá hét Wilt Chamberlain.
Það var þó ein af körfum hans sem vakti mesta athygli. Jokic skoraði nefnilega körfu yfir næstum því allan völlinn.
Hann var staddur fyrir innan þriggja stiga línuna hinum megin á vellinum þegar hann fékk boltann rétt áður en þriðji leikhlutinn rann út.
Jokic skaut þaðan áður en leiktíminn rann út og hitti eins og sjá má hér fyrir neðan. Skotið var skráð af 66 feta færi en það gerir um tuttugu metra færi.