Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 22. janúar 2025 16:47 Norsku úlfarnir létu sjá sig á úrslitum Söngvakeppninnar árið 2023. Engin stjarna mætti í fyrra. Vísir/Hulda Margrét Erlend Eurovision-stjarna sem Íslendingar þekkja mun koma fram á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar. Uppselt er á úrslitakvöldið sem fer fram þann 22. febrúar næstkomandi í Gufunesi en enn eru til miðar á hin úrslitin og á fjölskyldurennsli daginn fyrir úrslit. Þá hefur röð laganna verið ákveðin og þeim gefin kosninganúmer. Þetta er meðal þess sem fram kemur í tilkynningu frá Ríkisútvarpinu. Þar segir að ekki verði upplýst um það hvaða stjarna stígur á svið í úrslitunum að svo stöddu. Upplýst verði um það og fleira til á næstu dögum. Síðustu ár hafa erlendar Eurovision stjörnur mætt á Söngvakeppnina, þó ekki í fyrra. Þar á meðal eru Tusse, Loreen og norsku gulu úlfarnir svo fáeinir séu nefndir. Líkt og fram hefur komið taka tíu lög þátt í keppninni í ár. Hún hefst þann 8. febrúar með fyrri undanúrslitum en örfáir miðar eru enn lausir á það kvöld. Enn eru til miðar á seinni undanúrslitin sem fram fara 15. febrúar en í tilkynningu RÚV segir að öll umgjörð verði hin glæsilegasta. Gunni og Felix munu hita áhorfendur í salnum upp fyrir keppni og verður boðið upp á hin ýmsu skemmtiatriði. Segir í tilkynningunni að á úrslitakvöldinu verði mikið um dýrðir, meðal annars erlenda Eurovision-stjarnan og fleira til. Í ár verður í fyrsta sinn um nokkurra ára skeið ekkert úrslitaeinvígi. Þess í stað mun stigahæsta liðið í úrslitum sigra keppnina. Alþjóðleg dómnefnd, skipuð sjö erlendum aðilum, mun vega 50 prósent á móti símakosningu almennings. Að lokum stendur stigahæsta lag kvöldins uppi sem sigurvegari. Nú hefur röð laganna í undanúrslitum verið ákveðin og öll lögin komin með sitt kosninganúmer. Hér er röð laganna og kosninganúmer þeirra: Fyrri undanúrslit 8. febrúar Frelsið Mitt - Stebbi JAK: 900-9901 Ég flýg í storminn - BIRGO: 900-9902 Eins og þú - Ágúst: 900-9903 Norðurljós - BIA: 900-9904 RÓA - VÆB: 900-9905 Seinni undanúrslit 15. febrúar Flugdrekar - Dagur Sig: 900-9901 Eldur - Júlí og Dísa: 900-9902 Rísum upp - Bára Katrín: 900-9903 Aðeins lengur - Bjarni Arason: 900-9904 Þrá - Tinna: 900-9905 Eurovision Eurovision 2025 Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Robert Redford er látinn Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Fleiri fréttir Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í tilkynningu frá Ríkisútvarpinu. Þar segir að ekki verði upplýst um það hvaða stjarna stígur á svið í úrslitunum að svo stöddu. Upplýst verði um það og fleira til á næstu dögum. Síðustu ár hafa erlendar Eurovision stjörnur mætt á Söngvakeppnina, þó ekki í fyrra. Þar á meðal eru Tusse, Loreen og norsku gulu úlfarnir svo fáeinir séu nefndir. Líkt og fram hefur komið taka tíu lög þátt í keppninni í ár. Hún hefst þann 8. febrúar með fyrri undanúrslitum en örfáir miðar eru enn lausir á það kvöld. Enn eru til miðar á seinni undanúrslitin sem fram fara 15. febrúar en í tilkynningu RÚV segir að öll umgjörð verði hin glæsilegasta. Gunni og Felix munu hita áhorfendur í salnum upp fyrir keppni og verður boðið upp á hin ýmsu skemmtiatriði. Segir í tilkynningunni að á úrslitakvöldinu verði mikið um dýrðir, meðal annars erlenda Eurovision-stjarnan og fleira til. Í ár verður í fyrsta sinn um nokkurra ára skeið ekkert úrslitaeinvígi. Þess í stað mun stigahæsta liðið í úrslitum sigra keppnina. Alþjóðleg dómnefnd, skipuð sjö erlendum aðilum, mun vega 50 prósent á móti símakosningu almennings. Að lokum stendur stigahæsta lag kvöldins uppi sem sigurvegari. Nú hefur röð laganna í undanúrslitum verið ákveðin og öll lögin komin með sitt kosninganúmer. Hér er röð laganna og kosninganúmer þeirra: Fyrri undanúrslit 8. febrúar Frelsið Mitt - Stebbi JAK: 900-9901 Ég flýg í storminn - BIRGO: 900-9902 Eins og þú - Ágúst: 900-9903 Norðurljós - BIA: 900-9904 RÓA - VÆB: 900-9905 Seinni undanúrslit 15. febrúar Flugdrekar - Dagur Sig: 900-9901 Eldur - Júlí og Dísa: 900-9902 Rísum upp - Bára Katrín: 900-9903 Aðeins lengur - Bjarni Arason: 900-9904 Þrá - Tinna: 900-9905
Eurovision Eurovision 2025 Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Robert Redford er látinn Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Fleiri fréttir Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sjá meira