Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. janúar 2025 16:46 Cole Palmer hefur slegið í gegn síðan að hann var keyptur til Chelsea frá Manchester City. Getty/Julian Finney Tengsl eins besta leikmanns ensku úrvalsdeildarinnar til eyríkis í Karíbahafi hefur vakið forvitni margra. Cole Palmer hefur verið frábær síðan að Chelsea keypti hann frá Manchester City. Hann er algjör lykilmaður í sóknarleik liðsins. Frammistaðan hans hefur vakið mikla athygli og honum miklar vinsældir meðal ungra fótboltaáhugamanna. Hver þekkir ekki kuldafagnið hans þegar hann lætur eins og honum sé svo kalt enda alveg ískaldur í og kringum vítateig mótherjanna. Það vita líka flestir að Palmer er enskur landsliðsmaður og væntanlega framtíðarstjarna enska landsliðsins. Færri þekkja aftur á móti sterk tengsla hans við litla þjóð í Karabíska hafinu. Palmer er svo ánægður með tengsl sín þangað að hann spilar í skóm sem á eru fáni Sankti Kitts og Nevis. Fáni eyríkisins er við hlið enska fánans. Ástæðan er að hann er þarna að heiðra fjölskyldu sína. Afi hans, Sterry, fæddist á Sankti Kitts og Nevis en hann flutti síðan til Manchester árið 1960. Breska ríkisútvarpið sendi útsendara sinn til eyjanna Sankti Kitts og Nevis sem er tveggja eyja eyríki í Karíbahafi. Þeir komust að því að Chelsea er vinsælasta fótboltafélagið á eyjunni en þar búa tæplega 48 þúsund manns. Það er meira pláss á sjö leikvöngum í ensku úrvalsdeildinni. Krakkarnir á Sankti Kitts og Nevis eru vissir um það að Palmer sé besti fótboltamaður heims og jafnvel betri en sjálfur Messi. Hvað varðar landslið Sankti Kitts og Nevis þá er það í 144. sæti á FIFA-listanum. Einn frægasti leikmaður liðsins er Lois Maynard sem er frændi Marcus Rashford. Forsætisráðherrann á eyjunum er líka gríðarlega stoltur af Palmer og afrekum hans. „Þegar Cole Palmer stígur inn á völlinn þá er ég viss um að hann heyrir rödd afa sína í huganum: ‚Mínar rætur, þínar rætur',“ sagði Dr. Terrence Drew, forsætisráðherra Sankti Kitts og Nevis. „Rætur hans eru á lítill eyju í Karíbahafi. Fjölskylda hans fluttist til Bretlands og hann hefur náð að koma sér upp metorðastigann í enska fótboltanum. Það er mikill innblástur fyrir alla hér. Þetta er áhrifamikil saga,“ sagði Drew. Á þessu tímabili er Palmer með fjórtán mörk og sex stoðsendingar í 22 leikjum í ensku úrvalsdeildinni en á fyrsta tímabili hans með Chelsea var hann með 22 mörk og 11 stoðsendingar í 34 leikjum í ensku úrvalsdeildinni. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport) Enski boltinn Sankti Kitts og Nevis Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Körfubolti Fleiri fréttir Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Sjá meira
Cole Palmer hefur verið frábær síðan að Chelsea keypti hann frá Manchester City. Hann er algjör lykilmaður í sóknarleik liðsins. Frammistaðan hans hefur vakið mikla athygli og honum miklar vinsældir meðal ungra fótboltaáhugamanna. Hver þekkir ekki kuldafagnið hans þegar hann lætur eins og honum sé svo kalt enda alveg ískaldur í og kringum vítateig mótherjanna. Það vita líka flestir að Palmer er enskur landsliðsmaður og væntanlega framtíðarstjarna enska landsliðsins. Færri þekkja aftur á móti sterk tengsla hans við litla þjóð í Karabíska hafinu. Palmer er svo ánægður með tengsl sín þangað að hann spilar í skóm sem á eru fáni Sankti Kitts og Nevis. Fáni eyríkisins er við hlið enska fánans. Ástæðan er að hann er þarna að heiðra fjölskyldu sína. Afi hans, Sterry, fæddist á Sankti Kitts og Nevis en hann flutti síðan til Manchester árið 1960. Breska ríkisútvarpið sendi útsendara sinn til eyjanna Sankti Kitts og Nevis sem er tveggja eyja eyríki í Karíbahafi. Þeir komust að því að Chelsea er vinsælasta fótboltafélagið á eyjunni en þar búa tæplega 48 þúsund manns. Það er meira pláss á sjö leikvöngum í ensku úrvalsdeildinni. Krakkarnir á Sankti Kitts og Nevis eru vissir um það að Palmer sé besti fótboltamaður heims og jafnvel betri en sjálfur Messi. Hvað varðar landslið Sankti Kitts og Nevis þá er það í 144. sæti á FIFA-listanum. Einn frægasti leikmaður liðsins er Lois Maynard sem er frændi Marcus Rashford. Forsætisráðherrann á eyjunum er líka gríðarlega stoltur af Palmer og afrekum hans. „Þegar Cole Palmer stígur inn á völlinn þá er ég viss um að hann heyrir rödd afa sína í huganum: ‚Mínar rætur, þínar rætur',“ sagði Dr. Terrence Drew, forsætisráðherra Sankti Kitts og Nevis. „Rætur hans eru á lítill eyju í Karíbahafi. Fjölskylda hans fluttist til Bretlands og hann hefur náð að koma sér upp metorðastigann í enska fótboltanum. Það er mikill innblástur fyrir alla hér. Þetta er áhrifamikil saga,“ sagði Drew. Á þessu tímabili er Palmer með fjórtán mörk og sex stoðsendingar í 22 leikjum í ensku úrvalsdeildinni en á fyrsta tímabili hans með Chelsea var hann með 22 mörk og 11 stoðsendingar í 34 leikjum í ensku úrvalsdeildinni. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport)
Enski boltinn Sankti Kitts og Nevis Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Körfubolti Fleiri fréttir Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Sjá meira