Telma mætt til skosks stórveldis Sindri Sverrisson skrifar 21. janúar 2025 13:17 Telma Ívarsdóttir mætt í treyju Rangers og með trefil í litum félagsins. Glasgow Rangers Landsliðsmarkvörðurinn Telma Ívarsdóttir er orðin leikmaður Rangers í Skotlandi en hún kemur til félagsins eftir að hafa orðið Íslandsmeistari með Breiðabliki í haust. Rangers greindu frá komu Telmu í dag og skrifaði hún undir samning við félagið sem gildir fram til sumarsins 2027. View this post on Instagram A post shared by Rangers Women (@rangerswfc) Telma, sem er 25 ára gömul, á að baki 12 A-landsleiki. Hún hefur varið mark Breiðabliks síðustu ár en hún kom til félagsins frá Fjarðabyggð fyrir tæpum áratug, og lék svo sem lánsmaður með Grindvaík, Haukum, Augnabliki og FH, áður en hún varð aðalmarkvörður Blika frá og með sumrinu 2021. Rangers, sem er stórveldi í skoskum fótbolta, tefldi fyrst fram kvennaliði í sínu nafni tímabilið 2008-09 og hefur það verið meðal bestu liða skosku úrvalsdeildarinnar síðustu ár. Rangers varð skoskur meistari árið 2022 en lenti í 3. sæti árið eftir og í 2. sæti á síðustu leiktíð, en vann báðar bikarkeppnirnar. Á yfirstandandi leiktíð eru Rangers með 42 stig líkt og Hibernian í 2.-3. sæti eftir 18 umferðir, fimm stigum á eftir toppliði Glasgow City sem orðið hefur skoskur meistari oftast eða 16 sinnum. Celtic, sem er ríkjandi meistari, er stigi á eftir Rangers en með leik til góða á önnur lið. Þurftu ekki að segja neitt Næsti leikur Rangers er við Spartans á útivelli á sunnudaginn, og það gæti nú orðið fyrsti leikur Telmu fái hún leikheimild í tæka tíð. „Ég er svo spennt og glöð yfir að hafa ákveðið að koma hingað,“ sagði Telma á heimasíðu Rangers. „Það var nóg að hitta Jo [Potter, þjálfara] og Donald [Gillies, framkvæmdastjóra kvennaliða], þeir þurftu ekki að segja neitt. Þeir sýndu mér aðstæðurnar og æfingasvæðið og ég varð bara ástfangin af öllu, og líka ástfangin af Glasgow. Það þurfti ekki að segja neitt til að sannfæra mig,“ sagði Telma. „Ég veit að þetta er topplið sem er alltaf að komast í Meistaradeildina. Mig langar að koma inn með mína reynslu af því að vinna titla,“ sagði Telma. Breiðablik Skoski boltinn Besta deild kvenna Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira
Rangers greindu frá komu Telmu í dag og skrifaði hún undir samning við félagið sem gildir fram til sumarsins 2027. View this post on Instagram A post shared by Rangers Women (@rangerswfc) Telma, sem er 25 ára gömul, á að baki 12 A-landsleiki. Hún hefur varið mark Breiðabliks síðustu ár en hún kom til félagsins frá Fjarðabyggð fyrir tæpum áratug, og lék svo sem lánsmaður með Grindvaík, Haukum, Augnabliki og FH, áður en hún varð aðalmarkvörður Blika frá og með sumrinu 2021. Rangers, sem er stórveldi í skoskum fótbolta, tefldi fyrst fram kvennaliði í sínu nafni tímabilið 2008-09 og hefur það verið meðal bestu liða skosku úrvalsdeildarinnar síðustu ár. Rangers varð skoskur meistari árið 2022 en lenti í 3. sæti árið eftir og í 2. sæti á síðustu leiktíð, en vann báðar bikarkeppnirnar. Á yfirstandandi leiktíð eru Rangers með 42 stig líkt og Hibernian í 2.-3. sæti eftir 18 umferðir, fimm stigum á eftir toppliði Glasgow City sem orðið hefur skoskur meistari oftast eða 16 sinnum. Celtic, sem er ríkjandi meistari, er stigi á eftir Rangers en með leik til góða á önnur lið. Þurftu ekki að segja neitt Næsti leikur Rangers er við Spartans á útivelli á sunnudaginn, og það gæti nú orðið fyrsti leikur Telmu fái hún leikheimild í tæka tíð. „Ég er svo spennt og glöð yfir að hafa ákveðið að koma hingað,“ sagði Telma á heimasíðu Rangers. „Það var nóg að hitta Jo [Potter, þjálfara] og Donald [Gillies, framkvæmdastjóra kvennaliða], þeir þurftu ekki að segja neitt. Þeir sýndu mér aðstæðurnar og æfingasvæðið og ég varð bara ástfangin af öllu, og líka ástfangin af Glasgow. Það þurfti ekki að segja neitt til að sannfæra mig,“ sagði Telma. „Ég veit að þetta er topplið sem er alltaf að komast í Meistaradeildina. Mig langar að koma inn með mína reynslu af því að vinna titla,“ sagði Telma.
Breiðablik Skoski boltinn Besta deild kvenna Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira