Breiðhyltingar skemmtu sér konunglega á Þorrablóti ÍR-inga liðna helgi.
Breiðhyltingar fögnuðu þorranum vel og rækilega á þorrablóti ÍR-inga sem fór fram í íþróttahúsi félagsins á laugardagskvöld. Skemmtikraftarnir Auðunn Blöndal og Steinþór Hróar Steinþórsson voru veislustjórar kvöldins og skemmtu þeir gestum af sinni alkunnu snilld.
Tónlistaratriðin voru ekki af verri endanum en hljómsveitin Bandmenn, Salka Sól og Emmsjé Gauti léku fyrir dansi og héldu uppi stuðinu langt fram eftir kvöldi. Þá tók listamaðurinn DÉDÉ, eða Daníel Dagur, stuðningsmannalag ÍR-inga, en hann er einn af hörðustu stuðningsmönnum körfuboltans hjá félaginu.
LÚX veitingar sáu um matinn sem rann ljúft ofan í mannskapinn.
Ljósmyndarinn Berglind Erna Tryggvadóttir var með myndavélina á lofti og náði þessum skemmtilegu myndum af hressum Breiðhyltingum.
Lísa Björg Ingvarsdóttir og Sveinn Valtýr Sveinsson.Berglind Erna TryggvadóttirSigurður Breiðfjörð Þorsteinsson, mikill ÍR-ingur og einn stærsti aðilinn innan Ghetto Hooligans.Berglind Erna TryggvadóttirÁsdís Arnalds, aðstoðarskólameistari Kvennaskólans í Reykjavík, ásamt Þóru Björk Eysteinsdóttur.Berglind Erna TryggvadóttirVigfús Þorsteinsson, formaður ÍR, í góðum félagsskap.Berglind Erna TryggvadóttirÁsdís Bjarkadóttir.Berglind Erna TryggvadóttirBerglind Erna TryggvadóttirÞorrablótsnefndin setur blótið. Sölvi Haraldsson, Bogi Örn Jónsson, Hólmfríður Birna Guðmundsdóttir og Auður Sólrún Ólafsdóttir. Einnig eru Brynjar Már Bjarnason og Jón Hjörtur Sigurðarson í nefndinni.Berglind Erna TryggvadóttirAuddi og Steindi sáu um veislustjórn og keyrðu upp stemninguna eins og þeim einum er lagið.Berglind Erna TryggvadóttirBandmenn léku fyrir dansi.Berglind Erna TryggvadóttirBerglind Erna TryggvadóttirHressir félagar.Berglind Erna TryggvadóttirBreiðhyltingurinn Emmsjé Gauti á heimavelli.Berglind Erna TryggvadóttirSalka Sól brilleraði að vanda.Berglind Erna TryggvadóttirEva Júlía Birgisdóttir og Snorri Gunnarsson, leikmaður meistaraflokks karla hjá Létti.Berglind Erna TryggvadóttirHelga Franklínsdóttir var í góðum gír!Berglind Erna TryggvadóttirBerglind Erna TryggvadóttirAllir sungu með!Berglind Erna TryggvadóttirBerglind Erna TryggvadóttirHressar vinkonur.Berglind Erna TryggvadóttirRífandi stemning og gleði!Berglind Erna TryggvadóttirHressir vinir stilla sér upp!Berglind Erna TryggvadóttirValdís Vera Einarsdóttir, Erla Lind Þórisdóttir og Guðmundur Magnús Daðason.Berglind Erna TryggvadóttirMeistaraflokkur kvenna í knattspyrnu hjá ÍR. Sigríður Dröfn, Dagný Rut, Elísabet og Þórdís Helga.Berglind Erna Tryggvadóttir
Myndakassi var á svæðinu og voru gestir óhræddir við að stilla sér upp.