Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. janúar 2025 08:58 Nour og bróðir hennar Mohamed Ballas reyna að bjarga því sem bjargað verður úr húsarústum heimilis fjölskyldunnar í Rafah. AP/Abdel Kareem Hana Viðbragðsaðilar á Gasa segjast gera ráð fyrir því að yfir 10 þúsund lík sé að finna í húsarústum á svæðinu. Vonir standa til að hægt verði að fjarlægja líkin á næstu 100 dögum en skortur á jarðýtum og öðrum búnaði mun líklega seinka aðgerðum. Þúsundir íbúa Gasa hafa nú snúið aftur til heimkynna sinna eftir að Ísrael og Hamas sömdu um vopnahlé. Heimkynnin eru þó í flestum tilvikum húsarústir en Sameinuðu þjóðirnar áætla að yfir 60 prósent bygginga á Gasa hafi skemmst eða eyðilagst í loftárásum Ísraelshers. Langflestir íbúa Gasa, tvær milljónir, eru án heimilis og tekna og reiða sig á neyðaraðstoð til að komast af. Aðstoðin hefur sem betur fer aukist verulega frá því að vopnahlé komst á en 630 flutningabifreiðar hlaðnar neyðargögnum óku inn á svæðið á sunnudag og 915 í gær. Gríðarlegrar fjárfestingar er þörf á Gasa til að endurreisa svæðið. Íbúar eru farnir að snúa aftur heim og segjast staðráðnir í þvi að endurbyggja.AP/Jehad Alshrafi BBC hefur eftir Sam Rose, starfandi framkvæmdastjóra Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna, að það séu ekki aðeins innviðirnir sem þarfnist endurbyggingar heldur einnig einstaklingurinn og fjölskyldurnar. „Trámað sem [íbúarnir] hafa upplifað, þjáningin, missirinn, sorgin, niðurlægingin og grimmdin sem þeir hafa mátt þola síðustu sextán mánuði; þetta er langur vegur.“ Heilbrigðisyfirvöld í Palestínu áætla að um 47 þúsund hafi verið drepnir á Gasa og yfir 110 þúsund særðir. Þau hafa ekki upplýst um hlutfall bardagamanna af látnu en segja meirihlutann konur og börn. „Á hverri götu eru látnir. Í hverju hverfi er fólk undir rústunum,“ segir Abdullah Al-Majdalawi, 24 ára viðbragðsaðili. Fólk sé enn að hringja og tilkynna um ástvini grafna í húsarústum. Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Hernaður Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Rafmagnslaust víða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Innlent Fleiri fréttir Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Sjá meira
Þúsundir íbúa Gasa hafa nú snúið aftur til heimkynna sinna eftir að Ísrael og Hamas sömdu um vopnahlé. Heimkynnin eru þó í flestum tilvikum húsarústir en Sameinuðu þjóðirnar áætla að yfir 60 prósent bygginga á Gasa hafi skemmst eða eyðilagst í loftárásum Ísraelshers. Langflestir íbúa Gasa, tvær milljónir, eru án heimilis og tekna og reiða sig á neyðaraðstoð til að komast af. Aðstoðin hefur sem betur fer aukist verulega frá því að vopnahlé komst á en 630 flutningabifreiðar hlaðnar neyðargögnum óku inn á svæðið á sunnudag og 915 í gær. Gríðarlegrar fjárfestingar er þörf á Gasa til að endurreisa svæðið. Íbúar eru farnir að snúa aftur heim og segjast staðráðnir í þvi að endurbyggja.AP/Jehad Alshrafi BBC hefur eftir Sam Rose, starfandi framkvæmdastjóra Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna, að það séu ekki aðeins innviðirnir sem þarfnist endurbyggingar heldur einnig einstaklingurinn og fjölskyldurnar. „Trámað sem [íbúarnir] hafa upplifað, þjáningin, missirinn, sorgin, niðurlægingin og grimmdin sem þeir hafa mátt þola síðustu sextán mánuði; þetta er langur vegur.“ Heilbrigðisyfirvöld í Palestínu áætla að um 47 þúsund hafi verið drepnir á Gasa og yfir 110 þúsund særðir. Þau hafa ekki upplýst um hlutfall bardagamanna af látnu en segja meirihlutann konur og börn. „Á hverri götu eru látnir. Í hverju hverfi er fólk undir rústunum,“ segir Abdullah Al-Majdalawi, 24 ára viðbragðsaðili. Fólk sé enn að hringja og tilkynna um ástvini grafna í húsarústum.
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Hernaður Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Rafmagnslaust víða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Innlent Fleiri fréttir Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Sjá meira