Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 21. janúar 2025 07:30 Mikill snjór féll á Austfjörðum síðustu daga en nú horfir til betri vegar. Landsbjörg Veður er orðið með skaplegasta móti á Austfjörðum og nóttin var tíðindalítil að sögn Magna Hreins Jónssonar ofanflóðasérfræðings hjá Veðurstofunni sem fylgdist með í nótt. Hann segir að rýmingum sem eru í gildi í Neskaupsstað og á Seyðisfirði verði væntanlega aflétt með morgninum. „Það hefur stytt upp og er svona að kalla úrkomulaust fyrir austan núna og skaplegasta veður. Við höfum ekki frétt af neinum nýjum flóðum í nótt, enda svosem ekki við því að búast í myrkrinu,“ segir Magni og bætir við að spáin fyrir daginn sé góð. „Hún er fín. Það er spáð úrkomulausu veðri og til þess að gera hægum vindi.“ Magni segir að miðað við þetta megi búast við því að rýmingum í bæjunum tveimur verði nú aflétt innan tíðar. „Það má alveg búast við því já og ég reikna með því að það verði gert. Ástandið verður metið í birtingu og þá getum við horft til fjalla.“ Og hið víðtæka rafmagnsleysi sem var á Austurlandi í gær er nú næstum fyrir bí. Á heimasíðu RARIK segir að allir viðskiptavinir á svæðinu sem eru með fasta búsetu ættu að vera komnir með rafmagn. Fjöldi staura brotnaði og línur slitnuðu vegna ísingar í veðrinu sem gekk yfir og gætu endanlegar viðgerðir tekið einhverja daga enda aðstæður afar krefjandi. Þá er færðin á svæðinu einnig orðin skárri og Fjarðarheiðin var opnuð nú í morgunsárið eða rétt eftir klukkan sjö. Þar er þó snjóþekja á veginum og einbreitt með köflum og eru vegfarandur því beðnir um að aka varlega. Múlaþing Fjarðabyggð Snjóflóð á Íslandi Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Fundu Guð í App store Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira
Hann segir að rýmingum sem eru í gildi í Neskaupsstað og á Seyðisfirði verði væntanlega aflétt með morgninum. „Það hefur stytt upp og er svona að kalla úrkomulaust fyrir austan núna og skaplegasta veður. Við höfum ekki frétt af neinum nýjum flóðum í nótt, enda svosem ekki við því að búast í myrkrinu,“ segir Magni og bætir við að spáin fyrir daginn sé góð. „Hún er fín. Það er spáð úrkomulausu veðri og til þess að gera hægum vindi.“ Magni segir að miðað við þetta megi búast við því að rýmingum í bæjunum tveimur verði nú aflétt innan tíðar. „Það má alveg búast við því já og ég reikna með því að það verði gert. Ástandið verður metið í birtingu og þá getum við horft til fjalla.“ Og hið víðtæka rafmagnsleysi sem var á Austurlandi í gær er nú næstum fyrir bí. Á heimasíðu RARIK segir að allir viðskiptavinir á svæðinu sem eru með fasta búsetu ættu að vera komnir með rafmagn. Fjöldi staura brotnaði og línur slitnuðu vegna ísingar í veðrinu sem gekk yfir og gætu endanlegar viðgerðir tekið einhverja daga enda aðstæður afar krefjandi. Þá er færðin á svæðinu einnig orðin skárri og Fjarðarheiðin var opnuð nú í morgunsárið eða rétt eftir klukkan sjö. Þar er þó snjóþekja á veginum og einbreitt með köflum og eru vegfarandur því beðnir um að aka varlega.
Múlaþing Fjarðabyggð Snjóflóð á Íslandi Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Fundu Guð í App store Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira