Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. janúar 2025 15:14 Iða Marsibil Jónsdóttir, sveitarstjóri Grímsnes- og Grafningshrepps. Vísir/Magnús Hlynur Iða Marsibil Jónsdóttir hefur látið af störfum sem sveitarstjóri í Grímsnes- og Grafningshreppi eftir tveggja og hálfs árs starf. Iða var kynnt til leiks sem sveitarstjóri í júlí 2022 að loknum sveitarstjórnarkosningum sem voru afar spennandi í hreppnum. E-listinn, Listi óháðra lýðræðissinna, fékk 51 prósent atkvæða í sveitarstjórnarkosningunum í maí en G-listinn, Framboðslisti um framsýni og fyrirhyggju, fékk 49 prósent. Aðeins munaði sex atkvæðum af þeim 290 sem greidd voru listunum tveimur. Iða segir í samtali við fréttastofu að um hafi verið að ræða sameiginlega niðurstöðu hennar og sveitarstjórnar. „Það var ekkert ósætti, bara sameiginleg niðurstaða,“ segir Iða Marsibil sem endurnýjaði kynni sýn við hreppinn þar sem hún dvaldi á sínum yngri árum. Hún segist kveðja með góðar minningar í fararteskinu, hellingur sé að gerast í hreppnum og þangað hafi verið gaman að koma aftur í smá stund. „En það var líka ágætt að leiðir skildu núna, mjög fínt.“ Hún segir starf sveitarstjóra krefjandi og spyr hvort það séu ekki tíu prósent af sveitarstjórum að hætta? Tveir slíkir náðu kjöri sem þingmenn í kosningunum í nóvember. Mánuður er síðan bæjarstjóri Fjallabyggðar hætti störfum. Þrír á sex vikum. Iða Marsibil, sem var í tíunda sæti á lista Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi í nýliðnum Alþingiskosningum, vill ekki upplýsa að svo stöddu hvort hún sé komin með nýtt starf. „Það verður ekki gefið upp að svo stöddu.“ Grímsnes- og Grafningshreppur Vistaskipti Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Iða var kynnt til leiks sem sveitarstjóri í júlí 2022 að loknum sveitarstjórnarkosningum sem voru afar spennandi í hreppnum. E-listinn, Listi óháðra lýðræðissinna, fékk 51 prósent atkvæða í sveitarstjórnarkosningunum í maí en G-listinn, Framboðslisti um framsýni og fyrirhyggju, fékk 49 prósent. Aðeins munaði sex atkvæðum af þeim 290 sem greidd voru listunum tveimur. Iða segir í samtali við fréttastofu að um hafi verið að ræða sameiginlega niðurstöðu hennar og sveitarstjórnar. „Það var ekkert ósætti, bara sameiginleg niðurstaða,“ segir Iða Marsibil sem endurnýjaði kynni sýn við hreppinn þar sem hún dvaldi á sínum yngri árum. Hún segist kveðja með góðar minningar í fararteskinu, hellingur sé að gerast í hreppnum og þangað hafi verið gaman að koma aftur í smá stund. „En það var líka ágætt að leiðir skildu núna, mjög fínt.“ Hún segir starf sveitarstjóra krefjandi og spyr hvort það séu ekki tíu prósent af sveitarstjórum að hætta? Tveir slíkir náðu kjöri sem þingmenn í kosningunum í nóvember. Mánuður er síðan bæjarstjóri Fjallabyggðar hætti störfum. Þrír á sex vikum. Iða Marsibil, sem var í tíunda sæti á lista Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi í nýliðnum Alþingiskosningum, vill ekki upplýsa að svo stöddu hvort hún sé komin með nýtt starf. „Það verður ekki gefið upp að svo stöddu.“
Grímsnes- og Grafningshreppur Vistaskipti Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira