Körfubolti

„Ó­virðing af hæstu stærðar­gráðu“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Butler í Bulls treyjunni í viðtali eftir leik.
Butler í Bulls treyjunni í viðtali eftir leik.

Mikið hefur verið rætt og ritað um málefni körfuboltamannsins Jimmy Butler í NBA deildinni undanfarnar vikur.

Butler hefur verið leikmaður Miami Heat síðan 2019. Hann var settur í sjö leikja bann af félaginu á dögunum en Butler hefur lýst því yfir hann vilji fara frá Miami sem fyrst. Í kjölfarið var hann settur í bann og fékk ekki laun greitt í þann tíma.



Butler var í viðtali eftir leik hjá Miami um helgina og mætti í viðtalið í Chicago Bulls treyju númer 45, treyja sem Michael Jordan lék í í endurkomunni árið 1994.

Málið var rætt í Lögmálum leiksins en þátturinn var tekin upp í hádeginu í dag og er á dagskrá Stöð 2 Sport 2 í kvöld.

„Þetta er auðvitað bara óvirðing af hæstu stærðargráðu,“ segir Hörður Unnsteinsson sérfræðingur um þá staðreynd að Butler hafi verið klæddur í Bulls treyju inni í klefa eftir leik.

„Þetta er bara algjör þvæla og hann er farinn að væla og væla. Spólum aðeins til baka, af hverju er hann með þessa stæla? Hann bara höndlar ekki að Miami ákvað að Tyler Herro og Bam Adebayo væru aðal kallarnir í Miami og hann væri þriðja hjólið,“ segir Leifur Steinn.

Hér að neðan má sjá umræðuna um Butler.

Klippa: „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“



Fleiri fréttir

Sjá meira


×