Innlent

Að­stoðar Hönnu Katrínu

Atli Ísleifsson skrifar
Óli Örn EIríksson.
Óli Örn EIríksson. Stjr

Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra hefur ráðið Óla Örn Eiríksson sem aðstoðarmann.

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef stjórnarráðsins. Áður hafði verið greint frá því að Hanna Katrín hefði einnig ráðið Stefaníu Sigurðardóttur sem aðstoðarmann.

Þar segir að Óli Örn sé viðskiptafræðingur með M.Sc. gráðu í nýsköpun og viðskiptaþróun frá Viðskiptaháskólanum í Kaupmannahöfn (CBS). 

„Undanfarin ár hefur Óli Örn leitt atvinnu- og borgarþróunarteymi Reykjavíkurborgar þar sem hann hefur innleitt nýja atvinnu- og nýsköpunarstefnu, unnið að eflingu atvinnulífs í borginni og haldið utan um alþjóðleg rannsóknarverkefni. Áður starfaði Óli Örn meðal annars hjá Þróunarfélagi Keflavíkurflugvallar og SÍF Group.

Óli Örn hefur þegar hafið störf.“


Tengdar fréttir

Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu

Stefanía Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri þingflokks Viðreisnar, verður aðstoðarmaður Hönnu Katrínar Friðriksson, atvinnuvegaráðherra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×