Allir í og kringum Manchester United kalla eftir nýjum eða endurbættum leikvangi og nýjustu fréttir af Old Trafford sýna mikilvægi þess enn á ný.
Við höfum séð myndbönd af því þegar þakið á leikvanginum lekur sem og af hrörlegum aðstæðum á vellinum sem er kominn til ára sinna. Nú virðist meindýravandmál einnig vera til vandræða í Leikhúsi draumanna.
Áhorfandi á leik Manchester United og Southampton á dögunum náði því á myndband þegar rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik.
United kom til baka í leiknum og skoraði þrjú mörk á síðustu tíu mínútunum eftir að hafa lent undir.
Ella Glaesener tók upp myndbandið og grínaðist með það að rottan hafi verið tólfti maðurinn hjá Manchester United í leiknum.
Hér fyrir neðan má sjá myndbandið af rottunni sem var svo spök að voga sér inn á grasið þegar leikurinn var í gangi.