„Mér fannst við þora að vera til“ Andri Már Eggertsson skrifar 17. janúar 2025 21:58 Friðrik Ingi Rúnarsson skrifaði undir samning sem gildir til sumarsins 2027. Facebook/@haukarbasket Haukar unnu Tindastól með minnsta mun á heimavelli 100-99. Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Hauka, var ánægður með sigurinn og hafði fulla trú á því að Haukar myndu halda sér uppi í Bónus deildinni. „Þetta var svakalegur leikur. Þetta var jafnt og spennandi allan leikinn og það var frábært að ná í sigur gegn mjög góðu liði sem hefur verið eitt af langbestu liðunum undanfarin ár.“ „Ég er ánægður fyrir hönd strákanna sem hafa lagt mikið á sig og mér fannst þeir frábærir í dag. Það var góður andi í þessu og mikil orka og ég er mjög ánægður,“ sagði Friðrik Ingi í viðtali eftir sigur kvöldsins. Friðrik tók undir þá fullyrðingu að þróunin í seinni hálfleik hafi verið þannig að þegar Tindastóll var við það að fara að stinga af kom gott svar frá Haukum sem hélt heimamönnum inni í leiknum. „Það var mikið ánægjuefni verandi á þeim stað sem við erum er það er sjálfstraust sem þarf að vinna með og treysta á að gera betur í. Mér fannst við þora að vera til í dag og við komum með flott kerfi inn á milli sem voru stór og hafði sitt að segja þegar upp var staðið.“ Lokasekúndurnar voru æsispennandi og Friðrik viðurkenndi að hann hafi verið orðinn stressaður þegar Stólarnir voru að reyna að brjóta á leikmönnum Hauka sem voru að senda villtar sendingar. „Þetta gerist allt of hratt og maður er inni í öllu fjörinu. Ég sá sendinguna ekki fara á réttan stað fyrst en ég var rólegri þegar ég sá að boltinn var kominn í öruggar hendur en maður veit aldrei og þetta var sterkur sigur og ljúft fyrir okkur að ná að loka þessu.“ Eftir sigur kvöldsins eru Haukar með átta stig og eru aðeins tveimur stigum frá tíunda sæti. Friðrik hefur fulla trú á að Haukar geti haldið sér uppi en vildi ekki nefna önnur lið sem myndu falla í staðinn. „Við getum það. Það er nógu mikið af leikjum eftir en þetta er ekki alveg í okkar höndum en við þurfum að hugsa um okkur og það er það sem við höfum verið að einbeita okkur að.“ „Markmið okkar er að verða betri og markmið okkar er að koma okkur í þá stöðu að hafa einhver tvö lið fyrir neðan okkur en ég ætla ekki að ákveða neitt um það,“ sagði Friðrik Ingi að lokum. Haukar Bónus-deild karla Mest lesið Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Enski boltinn Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Golf Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Enski boltinn Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals Handbolti Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Fótbolti Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Handbolti Tvenna Jesus dugði ekki er Antony sótti stigið Fótbolti Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Enski boltinn KA/Þór með fullt hús stiga Handbolti Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals Tvenna Jesus dugði ekki er Antony sótti stigið Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum KA/Þór með fullt hús stiga Elías hélt marki Midtjylland hreinu í Evrópudeildinni Sandra María komin á blað í Þýskalandi Sveinn skoraði í tíu marka leik gegn liði úr C-deild Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Botnslagurinn færður Fótbolti og golf langvinsælust en hröð fjölgun í sundi og skotfimi Tilbúinn að láta nýju stjörnuna í þungavigtinni mæta Usyk Segir að Wirtz væri betur borgið hjá Bayern en Liverpool Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Óheppnin eltir Gavi Ragnar er fyrir ofan bankastjórann í Fantasy-deild Kaupþings Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Sérfræðingar SÞ biðla til FIFA að banna Ísrael Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Sjáðu fyrsta mark Isak og ruglað rautt spjald Ekitike Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Sjá meira
„Þetta var svakalegur leikur. Þetta var jafnt og spennandi allan leikinn og það var frábært að ná í sigur gegn mjög góðu liði sem hefur verið eitt af langbestu liðunum undanfarin ár.“ „Ég er ánægður fyrir hönd strákanna sem hafa lagt mikið á sig og mér fannst þeir frábærir í dag. Það var góður andi í þessu og mikil orka og ég er mjög ánægður,“ sagði Friðrik Ingi í viðtali eftir sigur kvöldsins. Friðrik tók undir þá fullyrðingu að þróunin í seinni hálfleik hafi verið þannig að þegar Tindastóll var við það að fara að stinga af kom gott svar frá Haukum sem hélt heimamönnum inni í leiknum. „Það var mikið ánægjuefni verandi á þeim stað sem við erum er það er sjálfstraust sem þarf að vinna með og treysta á að gera betur í. Mér fannst við þora að vera til í dag og við komum með flott kerfi inn á milli sem voru stór og hafði sitt að segja þegar upp var staðið.“ Lokasekúndurnar voru æsispennandi og Friðrik viðurkenndi að hann hafi verið orðinn stressaður þegar Stólarnir voru að reyna að brjóta á leikmönnum Hauka sem voru að senda villtar sendingar. „Þetta gerist allt of hratt og maður er inni í öllu fjörinu. Ég sá sendinguna ekki fara á réttan stað fyrst en ég var rólegri þegar ég sá að boltinn var kominn í öruggar hendur en maður veit aldrei og þetta var sterkur sigur og ljúft fyrir okkur að ná að loka þessu.“ Eftir sigur kvöldsins eru Haukar með átta stig og eru aðeins tveimur stigum frá tíunda sæti. Friðrik hefur fulla trú á að Haukar geti haldið sér uppi en vildi ekki nefna önnur lið sem myndu falla í staðinn. „Við getum það. Það er nógu mikið af leikjum eftir en þetta er ekki alveg í okkar höndum en við þurfum að hugsa um okkur og það er það sem við höfum verið að einbeita okkur að.“ „Markmið okkar er að verða betri og markmið okkar er að koma okkur í þá stöðu að hafa einhver tvö lið fyrir neðan okkur en ég ætla ekki að ákveða neitt um það,“ sagði Friðrik Ingi að lokum.
Haukar Bónus-deild karla Mest lesið Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Enski boltinn Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Golf Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Enski boltinn Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals Handbolti Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Fótbolti Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Handbolti Tvenna Jesus dugði ekki er Antony sótti stigið Fótbolti Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Enski boltinn KA/Þór með fullt hús stiga Handbolti Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals Tvenna Jesus dugði ekki er Antony sótti stigið Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum KA/Þór með fullt hús stiga Elías hélt marki Midtjylland hreinu í Evrópudeildinni Sandra María komin á blað í Þýskalandi Sveinn skoraði í tíu marka leik gegn liði úr C-deild Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Botnslagurinn færður Fótbolti og golf langvinsælust en hröð fjölgun í sundi og skotfimi Tilbúinn að láta nýju stjörnuna í þungavigtinni mæta Usyk Segir að Wirtz væri betur borgið hjá Bayern en Liverpool Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Óheppnin eltir Gavi Ragnar er fyrir ofan bankastjórann í Fantasy-deild Kaupþings Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Sérfræðingar SÞ biðla til FIFA að banna Ísrael Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Sjáðu fyrsta mark Isak og ruglað rautt spjald Ekitike Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Sjá meira