Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Valur Páll Eiríksson skrifar 16. janúar 2025 14:19 Arnar Gunnlaugsson, nýr landsliðsþjálfari, mun ekki starfa áfram með Sölva Geir Ottesen sem að líkindum tekur við af Arnari sem aðalþjálfari Víkings. Vísir/Anton Nýr landsliðsþjálfari Íslands, Arnar Gunnlaugsson, mun ekki halda Sölva Geir Ottesen í þjálfarateymi íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. Hann raunar rak Sölva úr teyminu í beinni útsendingu. Arnar sat fyrir svörum á blaðamannafundi í höfuðstöðvum Knattspyrnusambands Íslands í Laugardal vegna nýja starfsins og var spurður út í þjálfarateymið, eins og sjá má hér að neðan. Arnar kveðst þegar hafa átt fund með Davíð Snorra Jónassyni, aðstoðarþjálfara Åge Hareide, sem verður áfram í því starfi. Arnar vill raunar halda öllu þjálfarateymi Hareide að einum manni undanskildum. Sölvi Geir Ottesen hefur verið aðstoðarþjálfari Arnars í Víkinni undanfarin misseri.Vísir/Pawel Sölvi Geir Ottesen verður að líkindum kynntur sem arftaki Arnars í starfi þjálfara hjá Víkingi fyrir vikulok og segir Arnar gefa auga leið að Sölvi haldi ekki áfram í starfi hjá sambandinu. Sölvi Geir hefur starfað sem sértækur þjálfari í föstum leikatriðum hjá landsliðinu síðustu misseri samhliða starfi sínu sem aðstoðarþjálfari Arnars hjá Víkingi. „Ég vil halda eiginlega bara öllum. Það gefur auga leið, ég vona að ég sé ekki að gefa upp einhver hernaðarleyndamál, að Sölvi verður væntanlega næsti þjálfari Víkings. Þess vegna vil ég ekki sjá hann hérna í Laugardalnum. Það er ekki hægt og ég held að allir skilji það,“ sagði Arnar á fundinum. Hann var þá spurður hvort hann hyggðist bæta fleirum við teymið og hvort það væri alfarið staðfest að Sölvi yrði ekki áfram. „Ég er opinberlega búinn að reka hann á þessum fundi. Hann verður ekki áfram. Sorry Sölvi. Ég held að við þurfum ekki að bæta við en við þurfum að finna mann í það starf,“ segir Arnar. Fundurinn var í beinni útsendingu á Vísi hér og má sjá hann í heild. Landslið karla í fótbolta KSÍ Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir „Hluti af mér sem persónu að hafa smá skap“ Arnar Gunnlaugsson, nýr landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, segist ekki geta lofað því að hann hemji skap sitt betur í nýja starfinu en sem þjálfari Víkings, en hann missti af fimm leikjum liðsins í fyrra vegna leikbanna. Hann ætli þó að reyna og segir VAR-umhverfið í alþjóðlegum fótbolta henta sér betur. 16. janúar 2025 14:55 Mest lesið Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Sjá meira
Arnar sat fyrir svörum á blaðamannafundi í höfuðstöðvum Knattspyrnusambands Íslands í Laugardal vegna nýja starfsins og var spurður út í þjálfarateymið, eins og sjá má hér að neðan. Arnar kveðst þegar hafa átt fund með Davíð Snorra Jónassyni, aðstoðarþjálfara Åge Hareide, sem verður áfram í því starfi. Arnar vill raunar halda öllu þjálfarateymi Hareide að einum manni undanskildum. Sölvi Geir Ottesen hefur verið aðstoðarþjálfari Arnars í Víkinni undanfarin misseri.Vísir/Pawel Sölvi Geir Ottesen verður að líkindum kynntur sem arftaki Arnars í starfi þjálfara hjá Víkingi fyrir vikulok og segir Arnar gefa auga leið að Sölvi haldi ekki áfram í starfi hjá sambandinu. Sölvi Geir hefur starfað sem sértækur þjálfari í föstum leikatriðum hjá landsliðinu síðustu misseri samhliða starfi sínu sem aðstoðarþjálfari Arnars hjá Víkingi. „Ég vil halda eiginlega bara öllum. Það gefur auga leið, ég vona að ég sé ekki að gefa upp einhver hernaðarleyndamál, að Sölvi verður væntanlega næsti þjálfari Víkings. Þess vegna vil ég ekki sjá hann hérna í Laugardalnum. Það er ekki hægt og ég held að allir skilji það,“ sagði Arnar á fundinum. Hann var þá spurður hvort hann hyggðist bæta fleirum við teymið og hvort það væri alfarið staðfest að Sölvi yrði ekki áfram. „Ég er opinberlega búinn að reka hann á þessum fundi. Hann verður ekki áfram. Sorry Sölvi. Ég held að við þurfum ekki að bæta við en við þurfum að finna mann í það starf,“ segir Arnar. Fundurinn var í beinni útsendingu á Vísi hér og má sjá hann í heild.
Landslið karla í fótbolta KSÍ Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir „Hluti af mér sem persónu að hafa smá skap“ Arnar Gunnlaugsson, nýr landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, segist ekki geta lofað því að hann hemji skap sitt betur í nýja starfinu en sem þjálfari Víkings, en hann missti af fimm leikjum liðsins í fyrra vegna leikbanna. Hann ætli þó að reyna og segir VAR-umhverfið í alþjóðlegum fótbolta henta sér betur. 16. janúar 2025 14:55 Mest lesið Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Sjá meira
„Hluti af mér sem persónu að hafa smá skap“ Arnar Gunnlaugsson, nýr landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, segist ekki geta lofað því að hann hemji skap sitt betur í nýja starfinu en sem þjálfari Víkings, en hann missti af fimm leikjum liðsins í fyrra vegna leikbanna. Hann ætli þó að reyna og segir VAR-umhverfið í alþjóðlegum fótbolta henta sér betur. 16. janúar 2025 14:55