„Þetta skilgreinir þorpið“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 16. janúar 2025 12:17 Bragi Þór Thoroddsen sveitarstjóri Súðavíkurhrepps, segir atburðina sitja djúpt í íbúum. vísir/samett Þrjátíu ár eru í dag liðin frá snjóflóðinu mannskæða í Súðavík og blysför og minningarstund verður í bænum í kvöld. Sveitarstjóri segir atburðinn skilgreina samfélagið á vissan hátt. Snjóflóðið féll snemma morguns hinn 16. janúar 1995 með skelfilegum afleiðingum sem renna fáum úr minni. Það hafnaði á íbúðarhúsum í þorpinu og fjórtán manns og þar af átta börn fórust. Efnt verður til minningarstundar í Súðavík í dag og segir Bragi Þór Thoroddsen, sveitarstóri í Súðavíkurhrepps, að þar standi til að heiðra minningu þeirra. „Athöfnin hefst á því að það verður gengið frá samkomuhúsinu okkar í gamla þorpinu upp að minningarreit. Þetta er uppsett sem blysför eða til þess að tendra kerti og seinni partinn eða klukkan fimm verður athöfn í kirkjunni,“ segir Bragi. Gengið verður upp að minningarreit um þau sem fórust í Súðavíkurflóðinu í dag.vísir/Vilhelm Þar á eftir verður fólki boðið í kaffi í stjórnsýsluhúsi bæjarins. Bragi segir atburðina sitja djúpt í samfélaginu. „Ég upplifi það sem utanbæjarmaður að þetta skilgreinir rosalega mikið þorpið og hefur gert það. Sérstaklega þessa dagana þegar það er nýbúið að tilkynna um hvernig rannsóknarnefnd verður skipuð.“ Bragi þekkir þó áhrif náttúruaflanna frá sínum heimaslóðum en hann bjó á Patreksfirði þar sem mannskæð krapaflóð féllu á níunda áratugnum og segir áföll sem þessi erfast á milli kynslóða. Rannsóknarnefndinni um Súðavíkurflóðið er ætlað að skoða þau atriði sem eftirlifendur og aðstandendur þeirra sem létust í flóðinu hafa bent á að betur hefðu mátt fara. Bragi segir þetta mikilvægt uppgjör. Þrátt fyrir að byggðin hafi verið færð og snjóflóðahættan vofi ekki yfir bænum segir Bragi bæjarbúa enn búa við ákveðna ógn. „Hér er Súðavíkurhlíð sem lokast að jafnaði að vetri all nokkuð oft vegna snjóflóða og snjóflóðahættu. Það er kannski líka það að þegar ég kom fyrst að þessum málum eftir að það féllu snjóflóð á Flateyri árið 2020, og það var rétt um það leyti sem það voru tuttugu og fimm ár liðin frá flóðunum, að þá var Súðavík einangruð og við lokuð af í nokkra sólarhringa. Það er móðgun við samfélagið að við séum jafn hjálparlaus að vetri til eins og fólk var árið 1995 varðandi aðgengi.“ Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður bein útsending frá Súðavík. Þar verður farið á minningarstund og rætt við íbúa. Súðavíkurhreppur Snjóflóð á Íslandi Snjóflóðin í Súðavík 1995 Mest lesið Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Fleiri fréttir Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Sjá meira
Snjóflóðið féll snemma morguns hinn 16. janúar 1995 með skelfilegum afleiðingum sem renna fáum úr minni. Það hafnaði á íbúðarhúsum í þorpinu og fjórtán manns og þar af átta börn fórust. Efnt verður til minningarstundar í Súðavík í dag og segir Bragi Þór Thoroddsen, sveitarstóri í Súðavíkurhrepps, að þar standi til að heiðra minningu þeirra. „Athöfnin hefst á því að það verður gengið frá samkomuhúsinu okkar í gamla þorpinu upp að minningarreit. Þetta er uppsett sem blysför eða til þess að tendra kerti og seinni partinn eða klukkan fimm verður athöfn í kirkjunni,“ segir Bragi. Gengið verður upp að minningarreit um þau sem fórust í Súðavíkurflóðinu í dag.vísir/Vilhelm Þar á eftir verður fólki boðið í kaffi í stjórnsýsluhúsi bæjarins. Bragi segir atburðina sitja djúpt í samfélaginu. „Ég upplifi það sem utanbæjarmaður að þetta skilgreinir rosalega mikið þorpið og hefur gert það. Sérstaklega þessa dagana þegar það er nýbúið að tilkynna um hvernig rannsóknarnefnd verður skipuð.“ Bragi þekkir þó áhrif náttúruaflanna frá sínum heimaslóðum en hann bjó á Patreksfirði þar sem mannskæð krapaflóð féllu á níunda áratugnum og segir áföll sem þessi erfast á milli kynslóða. Rannsóknarnefndinni um Súðavíkurflóðið er ætlað að skoða þau atriði sem eftirlifendur og aðstandendur þeirra sem létust í flóðinu hafa bent á að betur hefðu mátt fara. Bragi segir þetta mikilvægt uppgjör. Þrátt fyrir að byggðin hafi verið færð og snjóflóðahættan vofi ekki yfir bænum segir Bragi bæjarbúa enn búa við ákveðna ógn. „Hér er Súðavíkurhlíð sem lokast að jafnaði að vetri all nokkuð oft vegna snjóflóða og snjóflóðahættu. Það er kannski líka það að þegar ég kom fyrst að þessum málum eftir að það féllu snjóflóð á Flateyri árið 2020, og það var rétt um það leyti sem það voru tuttugu og fimm ár liðin frá flóðunum, að þá var Súðavík einangruð og við lokuð af í nokkra sólarhringa. Það er móðgun við samfélagið að við séum jafn hjálparlaus að vetri til eins og fólk var árið 1995 varðandi aðgengi.“ Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður bein útsending frá Súðavík. Þar verður farið á minningarstund og rætt við íbúa.
Súðavíkurhreppur Snjóflóð á Íslandi Snjóflóðin í Súðavík 1995 Mest lesið Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Fleiri fréttir Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu