Fótbolti

Bein út­sending: Arnar kynntur til leiks

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Arnar Gunnlaugsson, nýr þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, svarar spurningum fjölmiðla í dag.
Arnar Gunnlaugsson, nýr þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, svarar spurningum fjölmiðla í dag. vísir

Vísir verður með beina útsendingu og beina textalýsingu frá blaðamannafundi KSÍ þar sem Arnar Gunnlaugsson verður kynntur sem nýr þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta.

Fundurinn hefst klukkan 14:00. Hægt verður að fylgjast með beinni útsendingu frá honum í spilaranum hér fyrir neðan. Beina textalýsingu frá fundinum má finna neðst í fréttinni.

Í gærkvöldi var tilkynnt að Arnar hefði verið ráðinn landsliðsþjálfari. Hann lætur því af störfum hjá Víkingi sem hann hefur stýrt frá haustinu 2018. Arnar gerði Víkinga tvívegis að Íslandsmeisturum og fjórum sinnum að bikarmeisturum.

Arnar stýrir landsliðinu í fyrsta sinn í umspilsleikjum gegn Kósovó í mars um sæti í B-deild Þjóðadeildar UEFA. Næsta haust spilar Ísland alla sex leiki sína í undankeppni HM 2026. Íslendingar eru í D-riðli ásamt Frökkum eða Króötum, Úkraínumönnum og Aserum.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×