Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Magnús Jochum Pálsson og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 15. janúar 2025 21:09 Brúin yfir Ferjukotssíki er fallin á innan við tveimur árum frá byggingu. Vísir/Elín Nýleg brú hrundi í vatnavöxtum á Vesturlandi. Að sögn Vegagerðar átti hún að standa mun lengur en íbúar á svæðinu höfðu gagnrýnt smíðina og segja málið algjört klúður. Brúin yfir Ferjukotssíki hrundi í jakahlaupi í morgun en hér hafa verið miklir vatnavextir í leysingum undanfarinna daga. Brúin gegnir mikilvægu hlutverki fyrir fólk og bændur hér á svæðinu en hún er innan við tveggja ára gömul. Vonir stóðu til að brúin myndi endast í að minnsta kosti átta ár í viðbót. „Það hefur safnast saman klakastífla undir hana og rifið hana upp af öðrum stöplinum og svo í kjölfarið virðast staurarnir öðrum megin hafa brotnað og gefið sig,“ segrir Pálmi Þór Sævarsson, svæðisstjóri Vegagerðarinnar á Vesturlandi. Það hlýtur að vera slæmt fyrir ykkur að missa brúna. Hvaða áhrif hefur þetta á ykkur hér í nágrenninu? „Þetta tekur náttúrulega landið okkar í sundur þannig við þurfum mikið á þessari brú að halda,“ segir Heiða Dís Fjeldsted, íbúi í Ferjukoti. Heiða Dís telur brúna algjört klúður. „Við höfum aðra leið til að komast í Borgarnes héðan. Ég er með hross hinum megin og heyið mitt. Auðvitað viljum við hafa brú, það er ekki nema eitt og hálft ár síðan þessi brú kom. Allir hér sögðu að þetta virkaði ekki að byggja hana svona.“ Vegagerðin taldi að brúin myndi endast í ljósi hæðar hennar. Bændur segja byggingu bráðabirgðabrúar vera klúður. „Hún er hærri en gamla brúin svo er bara spurning um staðsetningu eða hæðina sem þarf að fara yfir þegar svigrúm gefst þegar þetta at er búið,“ segir Pálmi Þór Dýrt spaug Var klúður að byggja svona bráðabirgðabrú og verja fjármagni í hana sem tórði svo ekki í tvö ár? „Ég myndi segja það. Ég hef heyrt ýmsar upphæðir en hugsa að þetta hafi kostað yfir 200 milljónir. Að byggja bráðabirgðabrú er svolítið dýrt fyrir þennan pening,“ segir Heiða Dís. „Þetta var hugsað sem bráðabirgðabrú til tíu-fimmtán þar til hægt væri að fara í stærri framkvæmdir hérna. Við þurfum bara að taka stöðuna og meta hana með okkar fólki,“ segir Pálmi Þór. Á hverju strandar það að hægt sé að fara hraðar í umfangsmeiri framkvæmdir og betri brú? „Þetta snýst náttúrulega bara um fjárveitingar eins og allt annað,“ segir Pálmi Þór. Hér má sjá byggingu stoðanna sem hrundu.aðsend mynd Vatn byrjað að flæða inn í hús „Það eru miklir vatnavextir út um allt og mikið búið að ganga á í morgun og í dag. Virðast nú ekki vera miklar skemmdir neins staðar annars staðar. Við vonum að það haldi bara og bindum vonir við að þetta verði ekki meira tjón en þetta, sem er alveg nóg,“ sagði Pálmi. Brúin yfir Ferjukotssíki hrundi í vatnavöxtum í morgun. Vegna vatnavaxta eru heilu túnin komin undir vatn á svæðinu. Er byrjað að koma vatn inn í húsin? „Já, það byrjaði að renna vatn inn í hús fyrir hálftíma síðan. Við erum með dælur sem dæla því vonandi út,“ sagði Heiða Dís í viðtali við fréttastofu síðdegis. Vatn er byrjað að flæða inn í hús á Vesturlandi eins og sjá má á myndinni.Vísir/Elín Borgarbyggð Samgöngur Vegagerð Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Fleiri fréttir Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Sjá meira
Brúin yfir Ferjukotssíki hrundi í jakahlaupi í morgun en hér hafa verið miklir vatnavextir í leysingum undanfarinna daga. Brúin gegnir mikilvægu hlutverki fyrir fólk og bændur hér á svæðinu en hún er innan við tveggja ára gömul. Vonir stóðu til að brúin myndi endast í að minnsta kosti átta ár í viðbót. „Það hefur safnast saman klakastífla undir hana og rifið hana upp af öðrum stöplinum og svo í kjölfarið virðast staurarnir öðrum megin hafa brotnað og gefið sig,“ segrir Pálmi Þór Sævarsson, svæðisstjóri Vegagerðarinnar á Vesturlandi. Það hlýtur að vera slæmt fyrir ykkur að missa brúna. Hvaða áhrif hefur þetta á ykkur hér í nágrenninu? „Þetta tekur náttúrulega landið okkar í sundur þannig við þurfum mikið á þessari brú að halda,“ segir Heiða Dís Fjeldsted, íbúi í Ferjukoti. Heiða Dís telur brúna algjört klúður. „Við höfum aðra leið til að komast í Borgarnes héðan. Ég er með hross hinum megin og heyið mitt. Auðvitað viljum við hafa brú, það er ekki nema eitt og hálft ár síðan þessi brú kom. Allir hér sögðu að þetta virkaði ekki að byggja hana svona.“ Vegagerðin taldi að brúin myndi endast í ljósi hæðar hennar. Bændur segja byggingu bráðabirgðabrúar vera klúður. „Hún er hærri en gamla brúin svo er bara spurning um staðsetningu eða hæðina sem þarf að fara yfir þegar svigrúm gefst þegar þetta at er búið,“ segir Pálmi Þór Dýrt spaug Var klúður að byggja svona bráðabirgðabrú og verja fjármagni í hana sem tórði svo ekki í tvö ár? „Ég myndi segja það. Ég hef heyrt ýmsar upphæðir en hugsa að þetta hafi kostað yfir 200 milljónir. Að byggja bráðabirgðabrú er svolítið dýrt fyrir þennan pening,“ segir Heiða Dís. „Þetta var hugsað sem bráðabirgðabrú til tíu-fimmtán þar til hægt væri að fara í stærri framkvæmdir hérna. Við þurfum bara að taka stöðuna og meta hana með okkar fólki,“ segir Pálmi Þór. Á hverju strandar það að hægt sé að fara hraðar í umfangsmeiri framkvæmdir og betri brú? „Þetta snýst náttúrulega bara um fjárveitingar eins og allt annað,“ segir Pálmi Þór. Hér má sjá byggingu stoðanna sem hrundu.aðsend mynd Vatn byrjað að flæða inn í hús „Það eru miklir vatnavextir út um allt og mikið búið að ganga á í morgun og í dag. Virðast nú ekki vera miklar skemmdir neins staðar annars staðar. Við vonum að það haldi bara og bindum vonir við að þetta verði ekki meira tjón en þetta, sem er alveg nóg,“ sagði Pálmi. Brúin yfir Ferjukotssíki hrundi í vatnavöxtum í morgun. Vegna vatnavaxta eru heilu túnin komin undir vatn á svæðinu. Er byrjað að koma vatn inn í húsin? „Já, það byrjaði að renna vatn inn í hús fyrir hálftíma síðan. Við erum með dælur sem dæla því vonandi út,“ sagði Heiða Dís í viðtali við fréttastofu síðdegis. Vatn er byrjað að flæða inn í hús á Vesturlandi eins og sjá má á myndinni.Vísir/Elín
Borgarbyggð Samgöngur Vegagerð Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Fleiri fréttir Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Sjá meira