Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 15. janúar 2025 15:01 Rakel María og Guðmundur eru á ferðalagi um Suður-Ameríku. Rakel María Hjaltadóttir, hlaupari og förðunarfræðingur, er stödd í fríi í Cartagena í Kólumbíu, ásamt kærasta sínum Guðmundi Lúther Hallgrímssyni, stafræns markaðsstjóra hjá Bláa Lóninu. Parið var á leið inn á eitt hættulegasta svæði borgarinnar í gærmorgun þegar hópur manna á mótorhjólum skipaði þeim að snúa við. Rakel María greinir frá atviknu í hringrásinni (e.story) á Instagram. Rakel er einn af þekktari hlaupurum landsins en það vakti gríðarlega athygli þegar hún rann í hálku í Bakgarðshlaupinu í vetur og varð að leita sér aðstoðar á slysó. Á Instagram segist Rakel hafa ætlað að hlaupa ein þennan dag, þar sem hún var orðin nokkuð örugg með sig eftir fjóra daga í borginni. Hún segist hafa reynt að sannfæra Guðmund um að það væri í lagi, en hann vildi ekki hleypa henni út einni og þau fóru því saman. „Gummi vill ekki hleypa mér einni út að hlaupa hérna af því að hann treystir mér ekki. Mjög skrítið,“ segir Rakel og bætir við kímin: „Aumingja maðurinn er alltaf með mér í öll hlaup. Auðvitað bestur.“ Rakel María og Guðmundur á leið út að hlaupa um Cartagena. Rakel segist í samtali við Vísi hafa fundið grænt svæði með upphækkun á Google Maps smáforritinu og hugsað sér gott til glóðarinnar, enda líklega frábær útsýnisstaður yfir borgina. Hún ætlaði sér að hlaupa upp og njóta útsýnisins. „Við fundum að við vorum komin út fyrir túristasvæðið og umhverfið var aðeins farið að breytast,“ segir Rakel. „Þá er þar einhver klíka á mótorhjólum sem segir við Gumma að við verðum að snúa við og að við megum ekki fara þarna upp. „Þetta er hættulegasta svæði borgarinnar, þið verðið drepin ef þið farið þarna upp, komið til baka!“ Svo stoppar leigubíll sem keyrir fram hjá, maðurinn sem er aftur í talar ensku og segir: „Þetta er mjög hættulegt svæði!“ segir Rakel sem var eðli málsins samkvæmt skelfd en fegin að hafa ekki farið lengra. „Ég kom okkur bara næstum því í lífshættu!“ segir Rakel en ljóst er að hún hefur húmor fyrir öllu saman, enda þekkt fyrir að njóta lífsins í hvívetna. Þau Guðmundur hafa látið gríðarlega vel af sér í Kólumbíu síðastliðna daga, birt myndir af gómsætum mat sem þau segja vera þann besta sem þau hafi smakkað. Parið er á mánaðar ferðalagi um Suður-Ameríku. Ferðalög Íslendingar erlendis Kólumbía Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Tónlist Fleiri fréttir 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Sjá meira
Rakel María greinir frá atviknu í hringrásinni (e.story) á Instagram. Rakel er einn af þekktari hlaupurum landsins en það vakti gríðarlega athygli þegar hún rann í hálku í Bakgarðshlaupinu í vetur og varð að leita sér aðstoðar á slysó. Á Instagram segist Rakel hafa ætlað að hlaupa ein þennan dag, þar sem hún var orðin nokkuð örugg með sig eftir fjóra daga í borginni. Hún segist hafa reynt að sannfæra Guðmund um að það væri í lagi, en hann vildi ekki hleypa henni út einni og þau fóru því saman. „Gummi vill ekki hleypa mér einni út að hlaupa hérna af því að hann treystir mér ekki. Mjög skrítið,“ segir Rakel og bætir við kímin: „Aumingja maðurinn er alltaf með mér í öll hlaup. Auðvitað bestur.“ Rakel María og Guðmundur á leið út að hlaupa um Cartagena. Rakel segist í samtali við Vísi hafa fundið grænt svæði með upphækkun á Google Maps smáforritinu og hugsað sér gott til glóðarinnar, enda líklega frábær útsýnisstaður yfir borgina. Hún ætlaði sér að hlaupa upp og njóta útsýnisins. „Við fundum að við vorum komin út fyrir túristasvæðið og umhverfið var aðeins farið að breytast,“ segir Rakel. „Þá er þar einhver klíka á mótorhjólum sem segir við Gumma að við verðum að snúa við og að við megum ekki fara þarna upp. „Þetta er hættulegasta svæði borgarinnar, þið verðið drepin ef þið farið þarna upp, komið til baka!“ Svo stoppar leigubíll sem keyrir fram hjá, maðurinn sem er aftur í talar ensku og segir: „Þetta er mjög hættulegt svæði!“ segir Rakel sem var eðli málsins samkvæmt skelfd en fegin að hafa ekki farið lengra. „Ég kom okkur bara næstum því í lífshættu!“ segir Rakel en ljóst er að hún hefur húmor fyrir öllu saman, enda þekkt fyrir að njóta lífsins í hvívetna. Þau Guðmundur hafa látið gríðarlega vel af sér í Kólumbíu síðastliðna daga, birt myndir af gómsætum mat sem þau segja vera þann besta sem þau hafi smakkað. Parið er á mánaðar ferðalagi um Suður-Ameríku.
Ferðalög Íslendingar erlendis Kólumbía Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Tónlist Fleiri fréttir 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Sjá meira