Gert að halda öllum gögnum um „Nicepool“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 15. janúar 2025 13:41 Justin Baldoni virðist telja að persónan hafi verið byggð á honum. Lögmaður bandaríska leikstjórans Justin Baldoni hefur farið fram á það við Marvel kvikmyndaverið að það varðveiti öll gögn sem það á um persónuna „Nicepool“ í ofurhetjumyndinni Deadpool & Wolverine. Svo virðist vera sem Baldoni telji að persónan sé byggð á honum. Þetta kemur fram í umfjöllun Variety. Eins og fram hefur komið eiga þau Justin Baldoni og Blake Lively í harðvítugum deilum vegna meints hátternis Baldoni á setti kvikmyndarinnar It ends with us. Variety greinir frá því að nú hafi Kevin Feige forseta Marvel, Bob Iger forstjóra Disney og Tim Miller leikstjóra myndarinnar borist bréf frá lögmönnum Baldoni. Ryan Reynolds eiginmaður Blake Lively fer eins og flestir vita með aðalhlutverkið í Deadpool. Variety segir lögmann Baldoni telja að persónan „Nicepool“ hafi verið byggð á Baldoni. Með henni hafi Baldoni verið hafður að háði og spotti en um er að ræða vitlausari en um leið almennilegri útgáfu af hinum alræmda hrotta Deadpool. Hlýtur hrottaleg örlög Í myndinni, þar sem persónur brjóta gjarnan fjórða vegginn, gerir Nicepool meðal annars athugasemdir við verklag á setti myndarinnar. Hann spyr hvar nándarfulltrúi sé á settinu, það er sá sem á að fylgjast með því að fólki í mögulegum kynferðislegum aðstæðum líði vel. Þá hrósar Nicepool kvenkyns Deadpool, Ladypool sem leikin er af Blake Lively fyrir að hafa komið sér aftur í gott form eftir barnsburð. Að lokum hlýtur persónan einkar ofbeldisfullan dauðdaga og leggur ofurhetjan Deadpool sig í raun fram um að tryggja að svo verði. Lögmenn Baldoni virðast þess fullvissir um að um skot gegn honum sé að ræða. Lively hefur áður tilkynnt að hún undirbúi nú lögsókn gegn Baldoni fyrir meint kynferðislegt áreiti á tökustað. Hún sakar hann auk þess um að hafa lagt í óprúttna áróðursherferð gegn henni í þeim tilgangi að rústa orðspori hennar og grafa undan trúverðugleika hennar ef ske kynni að hún myndi gera ásakanir sínar opinberar. Fram kemur í frétt Variety að Marvel og Disney vilji ekki tjá sig um bréf lögmanns Baldoni. Ekki heldur lögmenn hjónanna. Í bréfinu fer lögmaðurinn fram á að öllum gögnum um samskipti vegna persónunnar og söguþráð myndarinnar verði varðveitt. Bíó og sjónvarp Hollywood Deilur Justin Baldoni og Blake Lively Mest lesið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Menning Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Stjörnum prýdd dagskrá Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum Lífið samstarf Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Sjá meira
Þetta kemur fram í umfjöllun Variety. Eins og fram hefur komið eiga þau Justin Baldoni og Blake Lively í harðvítugum deilum vegna meints hátternis Baldoni á setti kvikmyndarinnar It ends with us. Variety greinir frá því að nú hafi Kevin Feige forseta Marvel, Bob Iger forstjóra Disney og Tim Miller leikstjóra myndarinnar borist bréf frá lögmönnum Baldoni. Ryan Reynolds eiginmaður Blake Lively fer eins og flestir vita með aðalhlutverkið í Deadpool. Variety segir lögmann Baldoni telja að persónan „Nicepool“ hafi verið byggð á Baldoni. Með henni hafi Baldoni verið hafður að háði og spotti en um er að ræða vitlausari en um leið almennilegri útgáfu af hinum alræmda hrotta Deadpool. Hlýtur hrottaleg örlög Í myndinni, þar sem persónur brjóta gjarnan fjórða vegginn, gerir Nicepool meðal annars athugasemdir við verklag á setti myndarinnar. Hann spyr hvar nándarfulltrúi sé á settinu, það er sá sem á að fylgjast með því að fólki í mögulegum kynferðislegum aðstæðum líði vel. Þá hrósar Nicepool kvenkyns Deadpool, Ladypool sem leikin er af Blake Lively fyrir að hafa komið sér aftur í gott form eftir barnsburð. Að lokum hlýtur persónan einkar ofbeldisfullan dauðdaga og leggur ofurhetjan Deadpool sig í raun fram um að tryggja að svo verði. Lögmenn Baldoni virðast þess fullvissir um að um skot gegn honum sé að ræða. Lively hefur áður tilkynnt að hún undirbúi nú lögsókn gegn Baldoni fyrir meint kynferðislegt áreiti á tökustað. Hún sakar hann auk þess um að hafa lagt í óprúttna áróðursherferð gegn henni í þeim tilgangi að rústa orðspori hennar og grafa undan trúverðugleika hennar ef ske kynni að hún myndi gera ásakanir sínar opinberar. Fram kemur í frétt Variety að Marvel og Disney vilji ekki tjá sig um bréf lögmanns Baldoni. Ekki heldur lögmenn hjónanna. Í bréfinu fer lögmaðurinn fram á að öllum gögnum um samskipti vegna persónunnar og söguþráð myndarinnar verði varðveitt.
Bíó og sjónvarp Hollywood Deilur Justin Baldoni og Blake Lively Mest lesið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Menning Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Stjörnum prýdd dagskrá Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum Lífið samstarf Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Sjá meira