Ekki þótti pláss fyrir Chalobah í leikmannahópi Chelsea á fyrri hluta leiktíðarinnar og þessi 25 ára gamli leikmaður var því lánaður til annars Lundúnaliðs, Palace, þar sem hann hefur spilað 14 leiki og skorað þrjú mörk.
Samkvæmt frétt The Athletic hefur Chelsea nú nýtt sér klásúlu í lánssamningnum til þess að kalla Chalobah til baka. Sú ákvörðun tekur strax gildi og Chalobah verður því ekki með Palace gegn Leicester City í kvöld.
🚨 EXCL: Chelsea activate option to recall Trovoh Chalobah from loan at Crystal Palace. 25yo defender returns with immediate effect so not available for #CPFC at #LCFC tonight. Considered by #CFC as important part of squad for rest of season @TheAthleticFC https://t.co/TxQft1Xt1L
— David Ornstein (@David_Ornstein) January 15, 2025
Samkvæmt frétt The Athletic telja Chelsea-menn að Chalobah verði mikilvægur hluti af leikmannahópnum það sem eftir lifir leiktíðar. Ákvörðunin um að fá hann til baka var tekinn af stjóranum Enzo Maresca og stjórnendum félagsins, vegna meiðsla leikmanna auk þess sem varnarmenn eru á förum frá félaginu.