97 árásir á „örugga svæðið“ á Gasa Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. janúar 2025 08:39 Viðmælendur BBC segja íbúa Gasa hvergi óhulta. Getty/Anadolu/Abed Rahim Rannsókn BBC hefur leitt í ljós að á síðustu sjö mánuðum hafa 97 árásir átt sér stað á svæði á Gasa sem skilgreint var af Ísraelsher sem mannúðarsvæði. Hefur fólk verið hvatt til að leita þangað öryggis síns vegna. Svæðið var fyrst skilgreint af hernum þegar hann hóf aðgerðir sínar í kjölfar árása Hamas á byggðir Ísraelsmanna 7. október 2023. Svæðið var stækkað töluvert 6. maí 2024 og náði þá einnig yfir borgirnar Khan Younis og Deir al-Balah. Talið er að um milljón manns dvelji á svæðinu, margir í tjöldum. Innviðir eru takmarkaðir og sömuleiðis aðgengi að neyðaraðstoð. BBC segist ekki geta fullyrt að allar árásirnar hafi verið af hálfu Ísraelshers en herinn hefur aðeins gengist við 28 árásum frá 6. maí síðastliðnum. Herinn segist aðeins hafa staðið í aðgerðum á umræddu svæði til að ná til hryðjuverkamanna sem skýli sér á bak við almenna borgara. Samkvæmt BBC hafa um það bil 550 látist í árásunum 97. Mannskæðasta árásin átti sér stað 13. júlí síðastliðinn, þegar 90 létu lífið, þeirra á meðal Mohammed Deif, sem er sagður hafa verið einn skipuleggjenda árásanna 7. október 2023. Miðillinn hefur eftir heimildarmönnum að sprengingar á svæðinu séu daglegt brauð og þá breytist skilgreiningar á hinu „örugga svæði“ dag frá degi, í takt við nýjustu rýmingartilskipanir. Þannig sé í raun ekkert svæði á Gasa „öruggt“ og íbúar hvergi óhultir. Hér má finna umfjöllun BBC. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Mest lesið Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Erlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Mál horfinna systra skekur Skotland Erlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Fleiri fréttir Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Tvö geimför á leið til tunglsins Reyna að banna Bandidos-mótorhjólagengið í Danmörku 97 árásir á „örugga svæðið“ á Gasa Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Minni vindur í LA en óttast hafði verið Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Sjá meira
Svæðið var fyrst skilgreint af hernum þegar hann hóf aðgerðir sínar í kjölfar árása Hamas á byggðir Ísraelsmanna 7. október 2023. Svæðið var stækkað töluvert 6. maí 2024 og náði þá einnig yfir borgirnar Khan Younis og Deir al-Balah. Talið er að um milljón manns dvelji á svæðinu, margir í tjöldum. Innviðir eru takmarkaðir og sömuleiðis aðgengi að neyðaraðstoð. BBC segist ekki geta fullyrt að allar árásirnar hafi verið af hálfu Ísraelshers en herinn hefur aðeins gengist við 28 árásum frá 6. maí síðastliðnum. Herinn segist aðeins hafa staðið í aðgerðum á umræddu svæði til að ná til hryðjuverkamanna sem skýli sér á bak við almenna borgara. Samkvæmt BBC hafa um það bil 550 látist í árásunum 97. Mannskæðasta árásin átti sér stað 13. júlí síðastliðinn, þegar 90 létu lífið, þeirra á meðal Mohammed Deif, sem er sagður hafa verið einn skipuleggjenda árásanna 7. október 2023. Miðillinn hefur eftir heimildarmönnum að sprengingar á svæðinu séu daglegt brauð og þá breytist skilgreiningar á hinu „örugga svæði“ dag frá degi, í takt við nýjustu rýmingartilskipanir. Þannig sé í raun ekkert svæði á Gasa „öruggt“ og íbúar hvergi óhultir. Hér má finna umfjöllun BBC.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Mest lesið Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Erlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Mál horfinna systra skekur Skotland Erlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Fleiri fréttir Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Tvö geimför á leið til tunglsins Reyna að banna Bandidos-mótorhjólagengið í Danmörku 97 árásir á „örugga svæðið“ á Gasa Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Minni vindur í LA en óttast hafði verið Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Sjá meira