„Fannst við eiga vinna leikinn” Haraldur Örn Haraldsson skrifar 14. janúar 2025 22:02 Þorleifur var ekki sáttur að leik loknum. Vísir/Diego Grindavík tapaði fyrir Keflavík í Bónus-deild kvenna í körfubolta í kvöld, lokatölur 88-82. Þorleifur Ólafsson þjálfari liðsins var svekktur með tapið eftir leik þar sem þær köstuðu frá sér forystu á loka mínútum leiksins. „Keflavík steig upp í restina og hitti úr góðum skotum og við vorum í erfiðleika með að skora og búa okkur til færi. Þannig þetta er svekkjandi.” Grindavík er á botni deildarinnar með þrjá sigra og mættu í dag Keflavíkur liði sem er á hinum enda töflunnar. Það hlýtur þá að vera ýmislegt jákvætt hægt að taka úr leik sem var svona jafn. „Mér fannst við eiga vinna leikinn en það bara tókst ekki. Við spiluðum bara virkilega vel í svona 38 mínútur. Þetta er bara leikur af ‘rönnum’, þær voru bara svolítið sterkar á svellinu og við ekki. Við erum komin með frekar nýtt lið í hendurnar og erum enn að slípa okkur saman. Framhaldið lítur bara vel út og ég er bara mjög bjartsýnn.” Daisha Bradford átti stórleik fyrir Grindavík þar sem hún setti 34 stig og var með 16 fráköst. Þorleifur er ánægður með hana þrátt fyrir að sumt má enn fara betur. Daisha Bradford í harðri baráttu við leikmenn Keflavíkur.Vísir/Diego „Ég er ánægður með hana en Anna Ingunn má ekki taka skotið og hún var að dekka hana í restina, hún fékk tvö galopin skot. Þannig við getum sagt að hún vann næstum því leikinn en tapaði honum næstum því líka. Sóknarlega og sem karakter er hún frábær en þetta er liðs íþrótt og við þurfum að standa okkur báðum megin á vellinum. Það er geggjað að fá loksins leikmann sem er til í að spila og vera með okkur og ekki vera með eitthvað djöfulsins kjaftæði. Hún er klár, hún á eftir að verða betri og slípa sig betur inn í liðið. Við verðum bara stórhættulegar þegar úrslitakeppnin byrjar.” Þrátt fyrir að Grindavík sé á botni deildarinnar þá telur Þorleifur að þær eiga enn möguleika að komast í úrslitakeppnina. „Í upphafi tímabils þá ætluðum við að vinna þetta allt saman, það hefur ekki gengið upp. Það er sem betur fer nóg eftir og við getum rifið okkur upp. Við getum samt ekki verið að tapa svona leikjum ef við ætlum ofar, við þurfum að vinna til að fara ofar og það er planið.” Körfubolti Bónus-deild kvenna UMF Grindavík Keflavík ÍF Mest lesið Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Handbolti Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Enski boltinn Þjálfar enn í skugga réttarhaldanna Sport Fleiri fréttir Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ Sjá meira
„Keflavík steig upp í restina og hitti úr góðum skotum og við vorum í erfiðleika með að skora og búa okkur til færi. Þannig þetta er svekkjandi.” Grindavík er á botni deildarinnar með þrjá sigra og mættu í dag Keflavíkur liði sem er á hinum enda töflunnar. Það hlýtur þá að vera ýmislegt jákvætt hægt að taka úr leik sem var svona jafn. „Mér fannst við eiga vinna leikinn en það bara tókst ekki. Við spiluðum bara virkilega vel í svona 38 mínútur. Þetta er bara leikur af ‘rönnum’, þær voru bara svolítið sterkar á svellinu og við ekki. Við erum komin með frekar nýtt lið í hendurnar og erum enn að slípa okkur saman. Framhaldið lítur bara vel út og ég er bara mjög bjartsýnn.” Daisha Bradford átti stórleik fyrir Grindavík þar sem hún setti 34 stig og var með 16 fráköst. Þorleifur er ánægður með hana þrátt fyrir að sumt má enn fara betur. Daisha Bradford í harðri baráttu við leikmenn Keflavíkur.Vísir/Diego „Ég er ánægður með hana en Anna Ingunn má ekki taka skotið og hún var að dekka hana í restina, hún fékk tvö galopin skot. Þannig við getum sagt að hún vann næstum því leikinn en tapaði honum næstum því líka. Sóknarlega og sem karakter er hún frábær en þetta er liðs íþrótt og við þurfum að standa okkur báðum megin á vellinum. Það er geggjað að fá loksins leikmann sem er til í að spila og vera með okkur og ekki vera með eitthvað djöfulsins kjaftæði. Hún er klár, hún á eftir að verða betri og slípa sig betur inn í liðið. Við verðum bara stórhættulegar þegar úrslitakeppnin byrjar.” Þrátt fyrir að Grindavík sé á botni deildarinnar þá telur Þorleifur að þær eiga enn möguleika að komast í úrslitakeppnina. „Í upphafi tímabils þá ætluðum við að vinna þetta allt saman, það hefur ekki gengið upp. Það er sem betur fer nóg eftir og við getum rifið okkur upp. Við getum samt ekki verið að tapa svona leikjum ef við ætlum ofar, við þurfum að vinna til að fara ofar og það er planið.”
Körfubolti Bónus-deild kvenna UMF Grindavík Keflavík ÍF Mest lesið Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Handbolti Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Enski boltinn Þjálfar enn í skugga réttarhaldanna Sport Fleiri fréttir Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ Sjá meira